Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 39
Hin spennandi framhaldssaga eftir Elisabeth Ogilvie - 5. hluti
óvörum, hafði Rees látið útbúa
sérstaka rafmagnslokun á járn-
hliðunum fyrir neðan húsið, sem
stjórnað var úr húsinu. Tim átti
að fá að ýta á hnappinn og opna
hliðið fyrir Roberts, þegar hann
færi.
— Ég hringi frá Somerset, áð-
ur en ég kem heim, sagði Ro-
berts. — Þá vitið þið, hvenær
þið megið eiga von á hringingu
frá mér, svo að þið getið opnað
hliðið fyrir mig.
— Þá fæ ég kannski að ýta
á hnappinn aftur, Roberts, sagði
Tim litli fullur tilhlökkunar.
Hann stóð á tröppunum og veif-
aði Roberts, þar til bíllinn var
kominn úr augsýn.
Þegar hann var farinn, fannst
mér ég í fyrsta skipti vera frjáls
á heimilinu. I fyrsta skipti vor-
um við þrjú ein á Bellwood. Að
vísu var Rees í vinnuherbergi
sínu í steinhúsinu og kannski
mundi hann ekki láta sjá sig. En
samt var ég mér sterklega með-
vitandi um nærveru hans.
— Jæja, hvað eigum við nú
að gera, sagði Tim litli.
Við gátum ekki komið okkur
saman um, hvað við ættum að
taka okkur fyrir hendur og
hvernig við ættum að drepa
tíman|n. Tim vildi lætra fleiri
bókstafi og kom með bók til
mín. En veðrið var gott og auk
þess vildi ég gera Rees til geðs
og ekki íþyngja Tim litla með of
miklu námi, eins og hann hafði
fyrirskipað.
— Við skulum heldur fara út
og safna könglum, lagði ég til.
— Já, eins og þú gerðir, þeg-
ar þú varst lítil. Það er skemmti-
legt.
Við vorum góða stund úti að
leika okkur, allt þar til tími var
kominn til að fá sér miðdegis-
kaffi.
Við stóðum í eldhúsinu, þegar
bjallan hringdi. Gestakomur
voru sjaldgæfar á Bellwood, svo
að við hrukkum bæði við. Skær
hljómurinn í bjöllunni hljómaði
eins og neyðaróp og virtist aldrei
ætla að þagna.
— Það er einhver við hliðið,
sem vill komast inn, sagði Tim
litli og rauk að hnappnum og
ætlaði að þrýsta á hann, svo að
hliðið opnaðist.
— Nei, Tim, láttu hnappinn
vera, sagði ég harkalega. Hring-
ingin þagnaði í sömu svifum,
rétt eins og hinn ókunni gestur
hefði heyrt það sem ég sagði.
- Við vitum ekki hver þetta
er, sagði ég í ögn blíðari tón.
Ég var komin með ákafan
hjartslátt og óttinn heltók mig,
þessi einkennilegi, nístandi ótti,
sem ég varð gripin, þegar ég var
ein að ráfa í skóginum um dag-
inn og ég stóð fyrir framan stein-
húsið. Tim leit á mig döprum
vonaraugum og átti sýnilega erf-
itt með að standast þá freistingu
að þrýsta á hnappinn og opna
fyrir þeim sem stæði við járn-
hliðið, hver svo sem það nú væri.
— Kannski er það Roberts,
sagði hann.
— Nei, það getur ekki verið
hann. Hann kemur ekki aftur
fyrr en í kvöld. Og auk þess
sagðist hann mundu hringja og
láta okkur vita hvenær hann
kæmi.
Hverri hugsuninni á fætur
annarri laust niður í huga minn.
Hvers vegna hafði Rees ekki líka
sett upp símasamband milli
hliðsins og hússins, svo að mað-
ur gæti talað við þá, sem vildu
koma inn og vitað hverjir það
væru, áður en maður opnaði?
En hver sem svo stóð nú þarna
við hliðið að þessu sinni, þá virt-
ist hann hafa gefizt upp við að
komast inn og farið sína leið.
Kannski hafði þetta bara verið
einhver sölumaður; einhver,
sem vildi selja okkur ísskáp eða
eitthvað þessháttar.
Þá tók bjallan að hringja aftur,
jafn hvellt og óvænt sem fyrr.
— Við förum út, sagði ég, lét
í snatri glas með ávaxtasaft og
kaffibollann minn á bakka. Við
urðum að ganga löturhægt eins
og ævinlega vegna spelkanna á
fótum Tims litla. Það var eins og
við ætluðum aldrei að komast
svo langt, að við heyrðum ekki
stöðugt í bjöllunni. Jafnvel þeg-
ar við vorum komin langt út á
grasflötina, heyrðum við enn í
henni. f mínum eyrum hljómaði
hún eins og áskorun eða hættu-
merki.
Enginn hafði komið óvænt til
Bellwood síðan Faraday-hjónin
komu sælla minninga. Kannski
var það þessvegna, sem nafnið
Stephen skaut upp kollinum í
huga mér aftur og aftur. Allt í
einu rann upp fyrir mér ljós. Eða
réttara væri að segja, að ég hefði
fengið einskonar vitrun: Var
ekki hugsanlegt, að það væri
Stephen sem hringdi svo ákaft
bjöllunni? Að hann væri loksins
kominn í leitirnar, risinn upp frá
dauðum?
Ég fann hvernig kaldur sviti
spratt fram á enninu á mér.
— Tim, geturðu setið hér graf-
kyrr á meðan ég fer og segi
pabba þínum, að það sé verið að
hringja bjöllunni stöðugt?
Hann leit alvarlegur á mig.
— Lofarðu mér því? Þú verð-
ur að vera grafkyrr og fara ekki
eitt einasta fet á meðan ég er í
burtu.
Já, auðvitað lofa ég því.
— Drekktu saftina þína. En
þú mátt ekki gera neitt annað.
— Má ég anda?
Eg leit reiðilega til hans. Þetta
var ekki í fyrsta skiptið. sem Tim
var galvaskur og svolítið ósvíf-
inn.
— Já, auðvitað máttu anda,
sagði ég og gat ekki varist því
að brosa ofurlítið, þótt mér liði
svo sannarlega ekki vel. — Ég
kem aftur að vörmu spori.
Ég hljóp í hendingskasti áleið-
is til steinhússins. Mér sortnaði
fyrir augum, þegar ég kom í
skóginn. Þar var svo dimmt og
viðbrigðin mikil að koma beint
úr glaðasólskini. Fyrst sá ég allt
sem í móðu, en loksins þegar
augun höfðu vanizt dimmunni,
fann ég stíginn sem lá að
steinhúsinu og hljóp eftir hon-
um. Þegar ég kom að steinhús-
inu, sá ég að gluggarnir voru
opnir fyrir innan járnrimlana og
hávært samtal barst út um þá.
Ég var lafmóð eftir hlaupin, en
greindi samt strax rödd Rees.
Ég heyrði engin orðaskil, en
þó varð ég strax vör við svolítið,
sem vakti undrun mína og skelf-
ingu: Ég heyrði rödd annars
manns og hún var hás og niður-
bæld, eins og hann næði ekki
andanum. Ég get ekki lýst með
orðum skelfingu minni, en samt
var eins og það kæmi mér ekki
á óvart innst inni. þótt ég heyrði
raddir tveggja manna. Mér leið
eins og í martröð, og undir slík-
um kringumstæðum má búast
við öllu. Ég barði krepptum hnef-
unum á hurðina og öskraði eins
hátt og ég gat:
— Rees! Rees!
Inni heyrðist hurð lokað og
eitthvað var fiutt úr stað með
nokkru braki. Skyldi það hafa
verið stóll? Þegar nokkur stund
hafði liðið, voru útidyrnar opn-
aðar. Rees kom út og lokaði
vandlega á eftir sér. Það var eins
og hann vildi varna því eftir
beztu getu, að ég kæmist inn í
húsið. Augnaráð hans var svo
skelfilegt, að ég gat ekki með
nokkru móti mætt því.
— Hvað er um að vera, sagði
hann. — Hefur eitthvað komið
fyrir Tim?
— Nei...
Tugnan var svo þurr í munni
mínum, að ég gat ekki komið
upp einu einasta orði.
Hann var frávita af bræði. var
hið eina sem mér datt í hug.
Hann var náfölur af reiði og
augun kolsvört og ásakandi.
— Bjallan við járnhliðið, gat
ég loks stunið upp. — Það er
einhver sem hringir og hringir í
sífellu.
Ég hörfaði ofurlítið aftur á
bak. Mig langaði til að taka til
fótanna, flýja frá öllu saman,
leggjast í grasið og gráta af ör-
væntingu og skömm. Það var
eins og ég hefði gerzt sek um
einhverja óhæfu? Hvað hafði ég
svosem gert?
En ég reyndi að harka af mér.
— Það getur verið, að þessi
ókunni maður eigi brýnt erindi
við okkur, stamaði ég.
— Það getur ekki verið neitt,
sem skiptir máli, sagði hann.
Varir hans voru enn hvítar og
það var eins og hann gæti hvorki
hreyft legg né lið. — Það eina
sem skiptir máli er, að það má
alls ekki skilja Tim eftir einan,
■— ekki í eina einustu mínútu.
Hann gekk niður tröppurnar,
sem lágu upp að steinhúsinu.
— Það má ALDREI skilja
hann eftir einan. Geturðu
ómögulega skilið það?
Að svo mæltu tók hann til
fótanna. Ég elti hann og hróp-
aði:
— Hann lofaði að sitja graf-
kyrr, á meðan ég skryppi hingað.
— Hvers virði er loforð svona
lítils drengs. Ó, guð minn góð-
ur ....
Ég reyndi að skilja reiði hans
og örvæntingu, þótt ég ætti ekki
auðvelt með það. Auðvitað sat
Tim litli á sama stað og ég hafði
skilið við hann. Það var óhætt
að treysta honum í svona litlu
tilviki. Það vissi ég betur en
nokkur annar.
Rees rann reiðin heldur. Hann
iðraðist bersýnilega frumhlaups
síns og vildi nú reyna að bera í
bætifláka fyrir sjálfan sig.
— Auðvitað þekkir þú son
minn betur en ég sjálfur geri,
sagði hann. — Fyrirgefðu mér,
Carol. Mér er naumast sjálfrátt,
þegar um velferð Tims er að
ræða.
— Þetta voru ekki nema
nokkrar mínútur, sem Tim var
einn. Ég hélt kannski, að eitt-
hvað slys hefði gerzt hér í ná-
grenninu. Það gat verið, að ein-
hver lægi slasaður hérna á veg-
inum fyrir neðan okkur. Það var
varla einleikið, hvað hringt var
oft og ákaft.
— Carol, Carol! Farðu nú ekki
að gera neinn harmleik úr þessu.
En þú verður að skilja, að mér
brá. Ég fékk nánast taugaáfall.
Þetta bar svo bráðan að. Og ég
var í kyrrð og næði við vinnu
mína og var niðursokkinn í
henni.
Nú var hann aftur orðinn eins
og hann átti að sér að vera. Aug-
un voru blá og kyrr og viðmótið
hlýlegt.
— Þetta hefur áreiðanlega
verið einhver frekur og bjart-
sýnn sölumaður, sannaðu til.
Næst skaltu taka bjölluna úr
sambandi. Ég skal sýna þér
hvernig það er gert. Allir, sem
eitthvert erindi eiga við okkur,
geta hringt áður og boðað komu
sína með svolitlum fyrirvara.
Við gengum til Tims litla.
Rees settist niður hjá honum, en
ég fór og sótti kaffi handa okk-
ur. Ég var að vísu dauðþreytt, en
samt ánægð yfir því, að Rees
skyldi ekki vera mér reiður leng-
ur.
Framhald í næsta blaði.
VIKAN-JÓLABLAÐ 39