Vikan


Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 102

Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 102
< T JÖLASKREYTINGAR JÖLATRÉ GROÐRASTÖÐIN v/MIKLATORG SÍMAR: 22822 - 19775, GRÓÐURHÚSIÐ v/SIGTÚN SÍMI: 36770 og GRÓÐRARSKÁLINN v/HAFNARFJARÐARVHG SÍMI: 42260. nú nokkur stund og þögðu báðir. Kemur síra Ólafur þá með nýja spurningu: „Er hórdómur synd, prófastur góður?“ Svarið kom strax með einu orði: „Nýj- ungagirni“. Ólafur bætti því við, er hann sagði söguna, að það hefði hann séð á karli, að hann hefði reynt hvort tveggja, en því trúði enginn kunnugur“. Sigurður Briem segir fleira af síra Ólafi, sem dvaldist á stund- um á heimili foreldra hans, og hefur eftir honum nokkrar sögur, meðal annars þessa: „Ein saga hans var sú, að ein- hverju sinni hafði borið svo við, að prestur var að jarðsyngja mann í húðarrigningu í kirkju- garðinum í Reykjavík. Sleipt var mjög í moldinni kringum gröfina. Þegar prestur var búinn að kasta tveim rekum á kistuna með orð- unum, af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu aftur verða, þá stakk hann spaðanum í þriðja sinn í moldina, en missti við það fótanna og rann niður í gröfina. „Líkmennirnir hjálpuðu presti upp úr gröfinni aftur og er hann var búinn að fóta sig á grafar- bakkanum, greip hann spaðann í þjósti og kastaði moldinni af honum ofan á kistuna í gráfinni með þeim orðum: „Af jörðunni skaltu aldrei upp aftur rísa“. Með það sat hinn framliðni og situr enn“. Því næst bætir Sigurður við sögu þessari frá sjálfum sér: „Þótt jarðarfarir séu jafnað- arlega fremur sorgarathöfn en hitt, geta þó stundum komið fyr- ir atvik, sem fremur eru til að kíma að, eins og átti sér stað vestur á landi eigi alls fyrir löngu. „Sóknarpresturinn kom oft seint til kirkjunnar þá daga, sem hann átti að embætta. Einu sinni kom fyrir, að hann átti að jarð- syngja mann þar úr sveitinni, en kom ekki fyrr, en farið var að skyggja í meira lagi, og var kirkjuathöfninni ekki lokið fyrr en komið var svarta myrkur. „Líkkistan var þá borin út úr kirkjunni og líkmennirnir létu hana síga niður í gröfina á reip- um. Kistan var samt ekki kom- in hálfa leið, er hún stöðvaðist og líkmennirnir urðu varir að einhver hreyfing kom á hana, jafnvel svo að hún fór að steypa stömpum, sem kallað er. Lík- mönnunum varð ekki um sel og greip þá felmtur nokkur, svo að þeir slepptu böndunum. Þá heyrðist ámátlegt baul neðan úr gröfinni. Grillti þá í kálfskömm, sem hafði komizt inn í kirkiu- garðinn, meðan á kirkjuathöfn stóð og dottið ofan í gröfina. Nú var böndum hleypt undir kálf- inn og hann dreginn upn. Síðan gat jarðarförin haldið áfram. en sumt af fólkinu var alls ekki iafngott eftir þann ótta og þá hræðslu sem hafði gripið það. þegar kistan fór að byltast um í gröfinni. Því hafði sumu dottið margt í hug. Máske væri maður- inni ekki dauður eða hann væri að ganga aftur. Aðrir kímdu ...“ Áður er getið um snjallar mannlýsingar í sjálfsævisögum. Hún er ekki löng, lýsingin hjá Finni á þeim Snartartunguhjón- um, en eigi að síður kann mað- ur furðu ljós skil á þeim báðum, eftir að hafa lesið hana. „Jón Jónsson í Snartartungu var hreppstjóri og í merkis- manna röð, en ærið smágerður og aðsjáll, og hafði æðrast mjög ef eitthvað misfórst, en Sigríður kona hans var skörungur mikill og merkiskona. Hjá þeim ólst upp Sveinn prestur Níelsson, fað- ir Hallgríms biskups. Þegar Sveinn prestur að afloknu námi, einu sinni heimsótti fósturfor- eldra sína í Snartartungu, bar fóstra hans honum blóðmörsið- ur á hlemmi. Hafði Sveinn haft orð á því, að þetta væri hálf rustalega framreitt. Þá hafði fóstra hans sagt: „Þú lézt ekki svona, Sveinn minn, þegar þú varst borinn úr hlandbælinu í gráum hærupoka til mín yfir Tunguheiði”. — Það var einu sinni, að fólkið í Snartartungu var að tuskast í baðstofunni, þeg- ar húsbóndinn var úti. Hafði þá brík brontað í hjónarúminu. Var hún útskorin og varð það hrætt, því að það vissi, að húsbóndinn var skaðasár. Segir þá húsfreyja að það skuli ekki kvíða fyrr en á detti. Tekur bríkarbrotið og lætur það eins og það var áður. Þegar húsbóndinn kemur inn, var Sigríður í mestum önnum hjá rúmi þeirra, svo að hann getur ekki sezt. Segir hún við hann hvort hann geti ekki tyllt sér á bríkina á meðan og gerir hann það. En þá brotnar bríkin. Verð- ur Sigríði þá að orði: ,,Stórt er um þá stórir ríða, hvaða ósköp ganga á fyrir þér, Jón minn, að brjóta bríkina". Þótt hér hafi verið getið helzt tveggja sjálfsævisagnahöfunda, eru fleiri iiðtækir hvað kímni- gáfu og skemmtilega frásögn snertir, og verður að þeim vikið síðar. ☆ ----------------------- l 102 VIKAN-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.