Vikan - 04.12.1969, Blaðsíða 83
É<* Þfc Uh ►ViVs.L'V
82 VIKAN-JÓLABLAÐ
ALLT Á SAMA GÓLFI 1
TIL AÐ SPARA YÐUR TÍMA OG FYRIRHÖFN
Tíminn er yður dýrmæfur. Þróunin er í þá átt aS
mynda stórar heildir. Það á líka við í verzlun, ekki
sízt þegar um er að ræSa hluti eins og húsgögn,
innréttingar, heimilistæki, hillusamstæður, eldhús og
barnarúm. Með öðrum orðum: Allt til heimilisins.
Allt á einu gólfi, úrvalsvörur eingöngu. Merkin
tala sínu máli: Pira-hillusamstæður, Neff-rafmagns-
tæki, Dúna-sófasett og dýnur, hlaðrúm og stólar frá
Krómhúsgögn. Og þannig mætti lengi telja. Þér
veljið í stofuna, í eldhúsið, í barnaherbergin og
húsbóndahergergið. Allt á einu bretti — allt á
sama gólfi.
HÚS OG SKIP
ÁRMÚLA 5
SÍMI 84415 OG 84416
V_______________s
ingar tækju það sér til fyrir-
myndar. Og einnig: Ég held að
unga fólkið sé jákvæðara gagn-
vart trúarbrögðunum en það,
sem komið er um og yfir miðjan
aldur. Ég veit það til dæmis,
þegar ég var strákur í skóla,
að þá hefði ég hlegið að þeim
klerki sem hefði komið til mín
og beðið mig um ýmislegt, sem
við getum beðið unglingana um í
dag.
— Hverjar ástæður álíturðu
helztar til þessarar hugarfars-
breytingar?
— É'g held sjálfur, að hér séu
að koma fram áhrif þess starfs,
sem kirkjan hefur farið inn á.
Til dæmis barnastarf kirkjunn-
ar: það er ekki gamalt. Ég held,
að áhrif þess séu að koma í ljós.
Kirkjan er nú farin að vinna á
allt annan veg en hún gerði áð-
ur. Áður var allt látið byggjast
á messunni. Ég held að það atriði
þurfi mikiilar endurskoðunar
við, því að ræðan sjálf, prédik-
unin, er að verða úrelt. Nútíma-
fólki er ákaflega ógeðfellt að sitja
undir ræðum, og klerkurinn tal-
ar líka oft þannig, að það þarf
beinlínis sérþjálfun til að skilja,
hvert viðfangsefni hans er.
— En er það ekki eitt megin-
atriði lútherskunnar frá upphafi
að prédikunin sé þungamiðja
messunnar?
—- Jú. En sjálfsagt hefur Lúth-
er lagt svo ríka áherzlu á þetta
vegna þess, hversu vanrækt pré-
dikunin var orðin á hans dögum,
og oft er skammt öfganna á milli.
Hér hefur líka skeð það, sem
Lúther í rauninni varaði við.
Hann var að steypa páfanum af
þeim stóli, sem honum þótti þessi
æðsti maður kristninnar hafa
hrundið Guði af en setzt sjálfur
á í staðinn. En þess í stað hafa
komið öfgar margra okkar Lúth-
ersjátenda; þess gætir nokkuð, að
ýmsar kirkjudeildir okkar vilji
troða Lúther í þetta sama sæti.
— Eru kenningar og ritúal
mismunandi hjá hinum ýmsu
lúthersku kirkjudeildum?
— Nei, ekki er það. Lútherska
alkirkjuráðið hefur það hlutverk
að ræða þessa hluti og draga af
þeim lærdóma, sem kirkjudeild-
irnar geti sameinazt um.
Æskan ræðst að
hræsni og hálfvelgju
— Svo við komum þá að því
margumrædda fyrirbrigði, pop-
messunum. Hvaða raun finnst
þér þær hafa gefið?
— Vissulega má deila um það.
Það hefur gætt ákaflega mikils
misskilnings í sambandi við
þetta. Við vorum búnir að vera
með tilraunir í þessa átt í tvö ár,
og allt í einu reis fullorðna fólkið
upp og tók fyrir einn þátt í þessu.
Þannig var, að ungt fólk hafði
komið hér saman og við héldum
HUSMÆÐUR!
k'kk'kk'kirkirk'kkirk'kk'k'k'kk'k'k'k'k'k'k'kkkirk'kkkk'kk'kkkk'k
ROBIN HOOD hveitið er kanadisk gæða-
vara, sem að þér megið ekki láta vanta, ef
að þér viljið ná góðum árangri við bakstur
á hvers konar brauði og kökum
ROBIN HOOD hveitið ermjög ríkt af eggja-
hvítuefnum og einkar örjúgt til baksturs.
ROBIN HOOD hveitið fæst í öllum kaup-
félagsbúðum á sérlega hagstæðu verði.
Innflutningsdeild
VIKAN-JÓLABLAÐ 83