Vikan


Vikan - 09.04.1970, Page 4

Vikan - 09.04.1970, Page 4
Á laugardaginn kemur, þann 11. apríl, leika Chelsea — fé- lagið sem hefur á að. skipa ein- hverju efnilegasta liði Englands — og Leeds United — félagið sem er talið eiga bezta félags- lið í heiminum í dag — úrslita- leik FA-bikarkeppninnar á Wembley. Leikurinn fer fram nokkru fyrr 1 ár en undanfarin ár vegna undirbúnings enska landsliðsins fyrir heimsmeistara- keppnina í Mexico í sumar. Þessi leikur er hápunktur á hinu skemmtilega keppnistímabili sem nú er að ljúka. Viðstaddir munu verða eitt hundrað þúsund áhorfendur og milljónir manna um allan heim munu hlusta á lýsingu í útvarpi eða sjá hann í sjónvarpi, en leikurinn mun væntanlega verða sýndur í ís- Tottenham Hotspurn 1—2. Árið 1955 vann félagið fyrstudeildina í fyrsta og eina skipti, en féll niður í aðra deild um vorið 1962, aðeins fjórum mánuðum eftir að Tommy Docherty hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri. Næsta keppnistímabil breytti Docherty liðinu mikið og yngri menn voru settir inn í stað þeirra eldri og eftir mikla baráttu komst félag- ið aftur í fyrstudeild eftir að- eins árs veru í annarri. í dag leika aðeins þrír af þeim sem spiluðu með þetta eftirminnilega keppnistímabil. Það eru þeir Bonetti, McCreadie og Harris. Aðstoðarframkvæmdastjóri fé- lagsins um þær mundir var Dave Sexton, núverandi framkvæmda- stjóri. Ferðaðist hann með Doch- erty meðal annars til Mílanó, Lið Chelsea eins og það er skipað nú. Efri röð, talið frá vinstri: Harris, Ware, Smethurst, Maskell, Cruickshank, Dempsey, Bonetti, Hughes, Hutchinson, Cocks, Vaughan, Hinton. Birchenall, McCreadie, Osgood. Neðri röð, talið frá vinstri: Boyle, Hollins, Cooke, Houseman, Baldwin, Tambling, Hudson, Fascione, Houston. kostuðu ærið fé, þeirra á meðal George Graham, Tony Hateley, Alex Stepney og Charley Cooke, en hann var sá eini sem festi rætur hjá félaginu. Samt vakti engin breyting á liðinu jafn mikla athygli og sú þegar Docherty tók enska lands- liðsmanninn Barry Bridges úr liðinu og setti inn í hans stað óþekktan ungling, Peter Osgood að nafni. En aðeins þrem dögum áður hafði Bridges leikið með enska landsliðinu gegn Austur- ríki. Osgood varð strax stjarna í liðinu og spáði Docherty því að hann myndi leika með enska landsliðinu, sem leika átti í heimsmeistarakeppninni 1966. Þrátt fyrir góða frammistöðu um veturinn valdi Alf Ramsey ein- valdur enska landsliðsins, hann ekki, og hefur það eflaust ráðið miklu hversu litla keppnis- reynslu Osgood hafði, en hann var aðeins nítján ára gamall. Um haustið varð Osgood svo fyr- ir enn meira áfalli, þegar hann fótbrotnaði í leik á móti Black- pool og er það fyrst í vetur að hann er búinn að ná sér eftir það óhapp. í bikarkeppninni í ár hefur Osgood gert mark í öllum um- ferðunum til þessa og takist hon- um að skora í úrslitaleiknum gegn Leeds verður hann fyrsti maðurinn sem skorar í öllum umferðum keppninnar. Þá rætt- ist draumur hans nú fyrir skömmu, þegar Alf Ramsey valdi Jackie Charlton og Gary Sprake bera fyrirliSa sinn, Billy Bremner, af leik- velli eftir sigur í úrslitaleik Evrópu- keppni borgarllða. f UMSJÓN ÓLAFS BRYNJÖLFSSONAR lenzka sjónvarpiinu laugardag- inn 18. apríl. Chelsea og Leeds hafa tvisvar sinnum á undanförnum árum keppt saman í bikarkeppninni. í fjórðu umferð árið 1966 og í undanúrslitum árið 1967. Vann Chelsea báða leikina með einu marki gegn engu. En í deildar- keppninni eru tölurnar hagstæð- ari Leeds, hefur félagið unnið fjóra af sex síðustu leikjunum en tveir enduðu með jafntefli. Mesti markamunur í þessum leikjum var 7—0 fyrir Leeds. CHELSEA Chelsea hefur tvisvar sinnum áður leikið úrslitaleik bikar- keppninnar, en tapað í bæði skiptin. Árið 1915 fyrir Sheffield United 0—3 og árið 1967 fyrir Budapest og Madrid, til að kynna sér þjálfunar- og leikaðferðir sem gætu komið að góðum not- um hjá Chelsea. Höfðu þeir mjög gott af þessum ferðalögum og kom árangurinn fljótlega í Ijós. Var félagið alltaf meðal efstu liðanna í fyrstudeild, þó ekki tækist þeim að vinna. Vegna góðrar frammistöðu í deildinni vann félagið sér rétt til þátttöku í Evrópukeppni borgarliða og sló þar út lið eins og Roma, og AC Milan. Komst félagið í undan- úrslit þeirrar keppni árið 1966. Þá eignaðist félagið sjö landsliðs- menn (Bonetti, Shellito, Mc- Creadie, Hollins, Venables, Bridges og Tambling). En Docherty var ekki ánægður með árangurinn. Keypti hann nokkra nýja leikmenn, sem allir 4 VIKAN 15- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.