Vikan


Vikan - 09.04.1970, Page 21

Vikan - 09.04.1970, Page 21
/ hadimii aHrivatoa Negrarnir, sem fyrir hundruðum ára voru fluttir í þrældóm til Brasilíu, tóku með sér frá Afríku trúarbrögð sín, sem runnu saman við kristindóminn. Úr þessari blöndu hafa orðið til margir undarlegir trúflokkar, sem viðhafa sumir hverjir nokkuð villimannlega helgisiði og draga til sín æ fleiri áhangendur. Blóð flýtur niður um andlit stúlkunnar eftir að hún hefur verið mörkuð krossi í hvirfilinn. Síðan er skorinn yfir henni hani eða dúfa, en stundum geit- hafur. í sjó i mitti, sönginn á ný. Þegar brimið hvolfir bátunum og þeir sökkva, þagn- ar söngurinn og fólkið veður ánægt í land. Jemanja, „allra vatna gyðja“, hef- ur heyrt hænir þess og veitt viðtöku fórnargjöfunum. Nýja árið verður sem sagt gott ár. Hátíðir af þessu tagi standa á þess- ari stundu yfir á hundruðum staða eft- ir endilangri strönd Brasilíu, frá Ríó lil ósa Amasonfljóts, og sömuleiðis viðs vegar inni í landi á hökkum fljóta og H.i lækja. Alls staðar syngja menn og dansa og brenna kertum til heiðurs „gyðju allra vatna“. Engir bátar eru þó settir út i árnar. Þess i stað er fundinn ein- hvers staðar í miðjum árstraumi klett- ur, sem skagar upp úr vatninu, þó ekki liærra en svo að yfir skoli. Þar er borið heldur myndarlega á borð fyrir gyðj- una með öllu tilheyrandi: dúk og horð- húnaði, beztu fáanlegum krásum með tillieyrandi borðvínum. Fólkið dansar svo og syngur á hakkanum meðal frumskógartrjánna unz straumurinn hefur skolað öllu saman af klettinum. Þá lýstur söfnuðurinn upp fagnaðar- ópi: gyðjan hefur móttekið fórnargjöf 18. tbi. viKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.