Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 53
„Mér finnst alltaf sú skák athyglisverðust, sem ég er að tefla þá stundina”, segir Friörik, og hér veltir hann enn fyrir sér athyglisverðri stöðu
á skákborðinu.
eins og hús i laginu. Hann lyftir
þakinu og dregur út hliðarnar,
og við fáum að sjá þessa forláta
taflmenn á þremur hæðum, og á
botninum er nafnspjald Fidels
Castros.
— Ég hef nú afdrep annars
staðar i ibúðinni til skákiðkana,
það er svo mikið drasl i kringum
þetta, bækur og rit. En ég sit þó
oft hér að tafli, segir Friðrik.
— Krakkar eru spenntir fyrir
þessu tafli, segir Auður. Systur-
dóttir min kallaði taflmennina
voffa, þegar hún var litil, og
sagði, að Friðrik væri að leika
sér að voffunum sinum, þegar
hann var að tefla.'
— Teflir þú, Auður?
— Ég kann mannganginn, en
meira er það nú ekki. Friðrik er
of góður til að nokkur annar i
fjöskyldunni geti lagt þetta fyrir
sig.
— Ferðu með manninum
þinum á skákmót erlendis?
—Ég hef farið þrisvar sinnum,
að ég held, maður á ekki alltaf
heimangegnt, þegar börnin eru
litil.
— Ertu nokkuð afbrýðisöm út i
skákina?
— Nei, drottinn minn dýri! Það
var þá spurning! Ég hafði mjög
gaman af þvi að vinna hjá skák-
►
JÓLABLAÐ VIKAN 53