Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 96
Tómstundahúsð er
barnanna
ur til hringsins er hann hafði
náð um nóttina á hallargólfinu
í álfheimum og segir: „Þó ég
ætli mér óskylt að sanna draum-
sögu með jarteiknum þá vill
svo vel til að ég hef hér eigi
óljósan vott þess að ég hafi með
álfum verið í nótt, eða er þetta
ekki fingurgull yðar. Hildur
drottning?" Hildur mælti: „Svo
er víst og hafðu allra manna
heppnastur og sælastur leyst
mig úr ánauð þeirri er tengda-
móðir mín hefur á mig lagt, og
hef ég orðið nauðug að vinna
öll þau ódæmi er hún á mig
lagði.“ Hefur þá Hildur drottn-
ing sögu sína svo látandi:
„Ég var álfamey af ótignum
ættum, en sá sem nú er kon-
ungur yfir álfheimum varð ást-
fanginn í mér. Og þótt móður
hans væri það alnauðugt gekk
hann að eiga mig. Varð tengda-
móðir mín þá svo æf, að hún
hézt við son sinn að hann
skyldi skamma unaðsbót af
mér hljóta, en þó skyldum við
sjást mega endrum og eins. En
á mig lagði hún það að ég
skyldi verða ambátt í mann-
heimum og fylgdu þar með þau
ósköp að ég skyldi verða
mannsbani hverja jólanótt á
þann hátt að ég skyldi leggja
beizli mitt við þá sofandi og
ríða þeim sömu leið og er ég
reið sauðamanni þessum í nótt
til að hitta konunginn; og
skyldi þessu svo fram fara
þangað til óhæfa þessi sannað-
ist á mig og ég yrði drepin
nema ég hitti áður svo vaskan
mann og hugaðan að hann bæri
traust til að fylgja mér í álf-
heima og gæti eftir á sannað að
hann hefði þangað komið og
séð þar athæfi manna. Nú er
það bert að allir hinir fyrri
sauðamenn bónda síðan ég kom
hér hafa bana beðið fyrir mín-
ar sakir, og vænti ég að mér
verði þó ekki gefin sök á því
sem mér varð ósjálfrátt því
enginn hefur fyrr til þess orð-
ið að kanna hina neðri leið og
forvitnast um híbýli álfa en
þessi fullhugi sem nú hefur
leyst mig úr ánauð minni og
álögum, og skal ég að vísu
launa honum það þó síðar verði.
Nú skal hér og eigi lengri við-
dvöl eiga og hafið þér góða
þökk er mér hafið vel reynzt,
en mig fýsir nú til heimkynna
minna.“ Að því mæltu hvarf
Hildur drottning og hefur hún
aldrei síðan sézt í mannheim-
um.
En það er frá sauðamanni að
segja að hann kvongaðist og
reisti bú næsta vor eftir. Var
það hvort tveggja að bóndi
gjörði vel við hann er hann fór
enda setti hann ekki saman af
engu. Hann varð hinn nýtasti
bóndi í héraðinu og sóttu menn
hann jafnan að ráðum og lið-
semd, en ástsæld hans og lán
var svo mikið að mönnum þótti
líkindum meiri og sem tvö höf-
uð væri á hverri skepnu, og
kvaðst hann allan sinn upp-
gang eiga að þakka Hildi álfa-
drottningu.
(Úr þjóös. Jóns Árnasonar)
— Reyndu að stilla þig,
María, annars verð ég að
hætta að nota þennan rakspira!
— Þessar aðskornu skyrtur
fara ljómandi vel á bakið!
— Ég ætla bara að taka það
fram, Jósep, að ef þú vinnur,
þá segi ég þér upp!
— Það er ég, sem á að vera
vond, ég keypti minn hatt
fyrir útsöluna!
96 VIKAN JÓLABLAÐ