Vikan


Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 74

Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 74
WINTER ÞRÍHJÓLIN vinsælust og bezt. Varahlutaþjónusta Elnagerðin VALVR Kársnesbraut 124 setti það svo upp, að það yröi prófkosning. Og ég held, að það .hafi verið safnjð, sem lagði mér til fleiri atkvæði en nokkuð annað. Ég varð annar i prófkosn- ingunni, næst á eftir Finni Jónssyni. En svo kemur annaö til sögunnar. Það.þiirfti einhvern til að sjá um alþingiskosnlngar fyrir Alþýðuflokkinn i ísafjarðar'- sýslum og kaupstaðnum .Þaðvarð ofan á að ég tók þetta að mér við hverjar kosningar, og gekk jafnt upp f þvi og öllum öðrum störfum, sem ég hef unnið. Meðan á þvi stóð, var ekki til fyrir mér annað en atkvæði. Og þótt það þyki kannski hneykslanlegt, þá er það satt, að það var einhvern- tima, er maður mætti mér á götu, sá að ég var eitthvað brúna- þungur og illilegur og spurði, hvað að mér amaði. ,,Nú,” svaraði ég, „er það nokkuð undarlegt að maður sé þungur á brún, það dó eitt atkvæði i nótt.” Sko, það er ákaflega mikill styrkur, meðan maður er að vinna að málefni, að ekkert annað komizt að á meðan. Það sama gildir þegar maður skrifar bók . . . . Ot i þingmennsku vildi ég ekki fara, þótt ég hefði senni- lega átt kost á þvi.” „Varstu ekki einhverntima i framboði?” „Ég fór einu sinni fram i Barðastrandarsýslu, en þar var nú ekki mikil atkvæðavon, og hafi ég unnið þar eitthvað af at- kvæðum, þá vann ég þau frá Gisla Jónssyni handa framsóknar- mönnum. Þú veizt, hvernig það var, þegar vonlaus var kosningin. En ég hafði óskaplega gaman af ferðalögunum, sem fylgdu þessu. Ég hafði fram að þvi ekkert' ferðast um Austur-Barðastranda- sýslu, sem er feykilega fallegt hérað. Ég hafði góðan hestakost og hafði mjög gaman af fundunum. Fundirnir voru ellefu, og það var eins og þegar ég flutti fyrirlestrana i Noregi, ég var alltaf að breyta ræðunum og bæta inn i þæt\ Detta i hug nýir hlutir. Gisli Jónsson var mikill ræðumaður ög ákaflega myndar- legur maður, en það var eitt, sem hann átti bágt með að þola, eins og sumir atkvæðamiklir menn og skapmiklir. Það var háð og skop. Og á það lag gekk ég. Ég man til dæmis eftir einum fundi á Bildudal, sem byrj.aði klukkan tvö og hélt áfram til sjö, og svo krafðist fólkið áframhalds eftir mat, sem alls ekki var ætlunin. Svo aö fundurinn byrjaði aftur hálfniu og stóð til klukkan tvö um nóttina. En á eftir komu margir til min og þökkuðu mér meö handabandi fyrir skemmtunina! ” Og það eru fleiri en kjósendur i Barðarstrandarsýslu, sem haft hafa ástæðu til aö þakka Hagaiin fyrir veitta skemmtan, þvi að hann er ekki síður skemmtilegur sögumaður I mæltu máli en rituðu, og þar á ofan botnlaus haf- sjór af fróðleik. Sagnlist tslendinga er oft þökkuð írsku ætterni þeirra, og Guömundur segir fræðimann nokkurn hafa komizt svo að orði, að hann væri dæmigerður tri, bæði I útliti og ekki siður I skaplyndi. Ég drep I þessu sambandi á aðra þjóð, sem Vestfirðingar eru oft orðaðir viö. „Það er alkunna að oft er haft á oröi. a'ð Vestfirðingar hafi orðið fyrir talsverðri blóðblöndun út úr samskiptum við franska duggara. Hvað segir þú um það? ” „Ég held ekki að það hafi verið svo mikið um það. Hinsvegar mun einhver blóðblöndun hafa orðið við Englendinga, eftir að þeir fóru að koma á togurunum, og eins amerísku lúðu- veiöarana. En það viröist haía lánast vel, þetta er myndar- og dugnaðarfólk, sem út af þeim hefur komið.” Talið berst aftur að pólitíkinni á Vestfjörðum. „Ég skal segja þér, að ég komst mikið inn i þessi mál á tsafirði, þetta voru kreppuárin. Ég hafði verið við atvinnullfið ungur, og nú fékk ég mikinn áhuga á að styðja að þvi að þarna kæmist upp út- gerð. t þeim tilgangi hafði ég samvinnu við Finn Jónsson, Hannibal og ekki sizt Grím Krist- geirsson, föður ólafs Ragnars Grimssonar, sem var ákaflega velviljaður maður og áhuga- samur og var kannski minn bezti samstarfsmaður á tsafiröi. Það varð áður en varði eins konar tizka að kjósa mig I allan skrattann, ég var formaður hafnarnefndar, skólanefndar, I bæjarráði, formaður togara- félags, útgerðarfélags sem hafði fimm báta, varaformaður annars útgerðarfélags með sjö báta. Svo var ég formaður kaupfélagsins I 'norðursýslunni og á ísafirði I ellefu ár. Það var komið svo- leiöis, að ég gat varla sinnt þeim störfum, sem ég fékk laun fyrir.” «. Þegar tillit- til þess er tekið, að Hagalln hefur verið einhver mikilvirkasti rithöfundur okkar, getur maður ekki komizt hjá þvi að álykta, að starfsorka hans og starfsvilji hafi veriö talsvert yfir meðallag. Hann sagði mér, þegar ég spurði hann úti það, að lengst af heföi veriö siður hans að fara á fætur klukkan fimm og vinna að ritstörfum, unz hinn „venjulegi” starfsdagur hófst, klukkan niu eða þar um bil. Hann heldur áfram: „Ég get sagt þér sögu til dæmis um þaö, hvernig litiö var á rit- höfunda á kreppuárunum og stuðning við þá. Þegar ég er búinn að gefa út Kristrúnu i Hamravik, þá er hringt til mln frá Reykjavfk og mér sagt það, að ég sé kominn með tvö þúsund og fimm hundruð krónur á Framhald á bls. 80. 74 VIKAN JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.