Vikan


Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 8

Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 8
f Hvað er verið ^ L að skamma mann? Eru þetta ekki Sommer-teppin Jrá Litaveri sem þola allti^lf Teppin sem endast endast og endast á stigahús og stóra góiffleti Sommer teppin eru úr nælon. Það er sterkasta teppaefnið og hrindir bezt frá sér óhreinindum. Yfirborðið er með þéttum, lá- réttum þráðum. Undirlagið er áfast og tryggir mýkt, sfslétta áferð og er vatnsþétt. Sommer gólf- og veggklæðning er heimsþekkt. Sommer teppln hafa staðizt ótrúiegustu gæðaprófanir, m. a. á fjölförnustu járnbrautarstöðvum Evrópu. ViS önnumst mælingar, lagningu, gerum tilboð og gefum góða greiðsluskilmála. Leitið til þeirra, sem bjóða Sommer verð og Sommer gæði. UTAVER GRENSÁSVEGI 22-24 SÍMAR: 30280 - 32262 Hildur álfadrottning Einu sinni bjó bóndi á bæ nokkrum til fjalla og er þess hvorki getið hvað hann hét né bærinn. Bóndi var ókvongaður, en bjó með bústýru er Hildur hét, og vissu menn ógjörla um ætt hennar. Hún hafði öll ráð innanstokks á heimilinu og fóru henni flestir hlutir vel úr hendi. Hún var geðþekk öllum heima- mönnum og þar með bónda, en þó bar ekki á að hugir þeirra færu saman um of, enda var hún stillt kona og heldur fá- lát, en þó viðmótsgóð. Heimilishagur bónda stóð með blóma miklum nema að því einu að hann átti illt með að fá smalamenn, en hann var sauðbóndi góður og þótti sem fóturinn færi undan búi sínu ef sauðamann brysti. Kom þetta hvorki af því að bóndi væri harður við smala sína né held- ur af því að bústýran léti á vanta það er hún átti til að leggja. Hitt var heldur sem á milli bar að þeir urðu þar ekki gamlir og fundust jafnan dauð- ir í rúmi sínu á jóladagsmorg- uninn. Á þeim tíma var það lenzka hér á landi að messað var á jólanóttina og þótti ekki minna hátíðabrigði að því að fara þá til kirkju en á sjálfan jóladag- inn. En af fjallbæjum, þaðan sem langt var til kirkju, var það ekkert heimatak að fara til tíða og vera kominn þar í tæk- an tíma fyrir þá sem svo stóð á fyrir að ekki gátu orðið fyrr tilbúnir að heiman en stjarnan var komin jöfnu báðu hádegis og dagmála eins og gjarnast var að sauðamenn kæmu ekki fyrr heim hjá bónda þessum. Ekki þurftu þeir að vísu að gæta bæjarins sem ávallt var venja að einhver gerði aðfanga- nætur jóla og nýárs meðan ann- að bæjarfólk væri við tíðir; því frá því Hildur kom til bónda hafði hún ávallt orðið til þess sjálfboðin um leið og hún ann- aðist það sem gera þurfti fyrir hátíðirnar, matseld og annað sem þar að lýtur, og vakti hún yfir því allajafna langt fram á nótt svo að kirkjufólkið var oft komið aftur frá tíðum, háttað og sofnað áður en hún fór í rúmið. Þegar svo hafði gengið langa hríð að sauðamenn bónda höfðu allir orðið bráðkvaddir á jóla- nótt fór þetta að verða héraðs- fleygt og gekk bónda af því alltreglega að ráða menn til starfa þessa og því verr sem fleiri dóu. Lá þó alls enginn grunur á honum né öðrum heimamönnum hans að þeir væru valdir að dauða sauða- manna sem allir höfðu dáið áverkalaust. Loksins kvaðst bóndi ekki geta lagt það lengur á samvizku sína að ráða til sín smala út í opinn dauðann og hljóti nú auðna að ráða hversu fari um fjárhöld og fjárhag. Þegar bóndi hafði staðráðið þetta og hann var orðinn með öllu afhuga að vista nokkurn til sín í því skyni kemur eitt sinn til hans maður vaskur og harð- legur og býður honum þjónustu sína. Bóndi segir: „Ekki þarfn- ast ég þjónustu þinnar svo að ég vilji við þér taka.“ Komu- maður mælti: „Hefur þú ráðið sauðamann til bús þíns næsta vetur?“ Bóndi kvað nei við og kvaðst ekki hafa ásett sér að gjöra það oftar, „og muntu heyrt hafa fyrir hverjum ósköp- um sauðamenn mínir hafa orðið til þessa.“ „Heyrt hef ég það,“ segir komumaður, „en ekki munu forlög þeirra fæla mig frá fjárgeymslu fyrir þig ef þú vilt við mér taka.“ Bóndi lét það þá eftir honum með því hinn sótti fast á að hann réði hann til sín fyrir sauðamann. Eftir þetta líða tímar fram svo að hvorugum hugnar vel við annan, bónda og sauðamanni, og eru allir vel til hans því að hann var háttprýðismaður, ó- deigur og ötull til hvers sem reyna skyldi. Nú bar ekki til tíðinda fram að jólum; fer þá sem vant er að bóndi fer með heimamönnum sínum til kirkju á aðfangadags- 8 VIKAN JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.