Vikan


Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 83

Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 83
— Tónlistin er okkar sameiginlega áhugamál, segir Auöur. Við sækjum oft tónleika og eigum sæmilegt plötusafn, Við erum mest fyrir klassik, en höfum ekkert á móti James Last, eins og þú heyrir, enda er ég viss um, að Beethoven væri ekki óánægður með útsetningar hans. — Leiðist þér ekki að heyra okkur ekki tala um annaö en eitt- hvað viðkomandi skák? — Nei, mér finnst það einmitt ágætt. Ég hef nú eiginlega ekki heyrt minnzt á skák, siðan heims- meistaraeinviginu lauk. Ég held, að allir hafi bara verið búnir að fá nóg þá. — Það getur óneitanlega verið dálitið þreytandi stundum, segir Friðrik, en sumir virðast álita, að ég vilji ekki tala um neitt annað en skák. Ég tel mig hins vegar viðræðuhæfan á fleiri sviðum. Við látum okkur þetta að kenningu verða, og það sem eftir er kvöldsins ræðum við um ferðalög og fjarlæg lönd. Einsog gefur að skilja, hefur Friðrik farið viða til þess að taka þátt i skákmótum, en skákin setur honum lika nokkrar skorður, hann getur yfirleitt litið séð sig um, meðan á mótum stendur. Skákin heimtar alltaf sitt. t september s.l. fóru þó hjónin með báöar dæturnar i sumarfri til Júgóslaviu og dvöldust þar ,i j hálfan mánuð, og þó þau teldu sig ekki hafa verið nógu heppin með veður, var augljóst, að eitthvað hafði sólin skinið En siðasta spurningin hlýtur að . snerta skák. — Larsen hefur látið hafa það ' eftir sér, Friðrik, að þú sért bezti áhugamaður i skák i öllum heiminum. Hvað viltu segja um ’ það? Og svarið er dæmigert fyrir okkar ágæta Friðrik: — Hann neyðist náttúrlega til að segja það. Ég hef svo oft unnið hann! MEÐ TUNDURDUFL í VÖRPUNNI Framhald. af bls. 25. Valdemar stöðvaði spilið og kallaði upp tii Gunnars, hvort þeir ættu að stanza. En þáð skipti engum togum. Fylkir tók langa veltu yfir til bakboröa og um leið varð ógurleg sprenging við skips- slðuna. Um leið slökknuðu ljósin. Þvi sem geröist á næstu augnablikum er erfitt aö lýsa. Skipiö kastaöist lengra yfir til bakborðs undan heljarafli' sprengingarinnar, en um leið þeyttist sjórinn við stjórnborðshliðina hátt i loft upp. Botnvarpan, netið og bobbingarnir, sem enn voru út af skipinu hófust á loft og köstuðust ásamt sjóstróknum, um leið og grófst undan þvi og það valt yfir til stjórnborðs. Valdemar 2. stýrimaöur sá grænan blossa, en kas'táðist undan ógnarkrafti sprengjunnar og rotaðist. Kristmundur kastaðist á þilfarið, en Ölafu þeyttist þvert yfir skipið út i lunningu bakborðsmegin. Höfuðlinan kom inn á mitt skip og forvængur vörpunnar, ’ en bobbingarnir lentu niður á milli mannanna, sem grófust undir netinu, á kafi i sjó. Auðunn skipstjóri hrökk upp við sprenginguna og stökk fram úr og upp i brú. Hávaðinn var svo yfir- þyrmandi, að honum kom i fyrstu ekki annað til hugar en að orðið hefði ketilsprenging, og hann mundi ekki komast upp. Um leið og hann kom i brúna heyrði hann sársaukastunur neðan af þilfarinu. Skipið var almyrkvað, og hann sagði Gunnari Hjálmarssyni stýrimanni-að setja út bátana og hafa þá á siðunni ef illa færi. Jörundur Sveinsson loftskeytamaður hrökk upp við sprenginguna. Auðunn kallaði til hans og fyrirskipaði að senda út neyðarkall. ólafur Halldórsson komst til meðvitundar þar sem hann lá við bakborðslunninguna. Hann var mikið meiddur. Hafði lent á spilinu þegar hann kastaðist yfir skipið' og annar . handleggurinn var máttlaus. Mennirnir sem urðu undir netmu voru hætt komnir. Aftur i ganginum tókst þeim að komast undan án mikilla erfiðleika. ■Frammiá þilfárinu höfðu Gunnar Eiriksson og Jóhann H. Jónsson ‘orðið undir belgnum. Jóhanrti tókst að ná i hnif, sem hann var með i vasanum og skera netið fyrir ofan sig. Gunnar hafði lent á bakið og fengið mikið högg. Þórður Hannesson 3. vélstjóri var við stjórntæki vélarinnar þegar tundurduflið sprakk. Ljósavélin stöðvaðist um leið, og það varö kolamyrkur i vélarrúminu; Hann var með vasaljós, og nú bjargaði það miklu. Hann vissi að öryggisútbúnaður i oliuverki ljósavélarinnar myndi hafa slegið út. Hann hraðaði sér upp á pallinn og gangsetti vélina. Það var I sama mund og ljósin kviknuðuáný, að Viggó Gislason 1. vélstjóri kom niður i vélarrúmið. Hann hafði eins og ' aðrir hrokkið upp viö sprenginguna, og fannst i svefnrofunum, að atomsprengja hefði falli yfir skipið. Hann komst upp stigann, upp i ganginn og heyrði að hrópað var að menn ættu að hraöa sér til bátanna. Hann fór með Þórði 3. vélstjóra fram i kyndistöðina, og þeir urðu þess áskynja að siðutankur sem verið háfði tómur, var orðinn fullur af sjó. Bátsmannsvaktin var farin fram I og þeir voru rétt komnir i Allt til Ijósmyndunar Sendum i póstkröfu AUSTURSTRÆTI Konica myndavélar Qollei Rollei sýningarvélar Sólarljós eftir pöntun með Braun Töskur undir myndavélar óg fylgihlutir margar gérðir Chinon kvikmyndatöku- sýningarvélar JÓLABLAÐ VIKAN 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.