Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 85
— Auðvitað segir hún já, það
var hún sem átti uppástunguna!
HANN SKRÁÐI JÖLA-
GUÐSPJALLIÐ
Framhald af bls. 21.
síðarnefnda í Litlu-Asíu. Páll
var slæmur til heilsunnar,
þjáðist af flogaveiki, og sjón-
in var ekki heldur góð. Hann
hafði því annað veifið sára
þörf fyrir læknishjálp. Og ein-
hverju sinni lét hann sækja
Lúkas til sín — við vitum ekki
í smáatriðum hvernig það bar
til. Læknirinn ráðlagði ákveðin
lyf,en hann kunni aðeins að
lækna líkamann. Páll var hins
vegar andlegur læknir. Og
þetta endaði með því, að sjúkl-
ingurinn tók að sér að lækna
lækninn og náði ágætum ár-
angri. Heiðinginn Lúkas sner-
ist til kristni. Hann varð und-
ireins vinur postulans, lagði af
atvinnu sína og fylgdi Páli á
langferðum hans, sem hann
segir frá í Postulasögunni. Þar
kynnumst við mörgu, sem ann-
ars hefði verið glatað, og í
bréfum sínum nefnir Páll Lúk-
as hvað eftir annað sem trygg-
an förunaut og samverkamann.
Við sjáum mynd Lúkasar
bregða fyrir gegnum þessar
strjálu setningar, þar sem á
hann er drepið. Lofsverðasti
eiginleiki hans var tryggð, og
eftir að hann hitti Pál vék
hann ekki frá hlið hans. Hvað
eftir annað kallar hann fagn-
aðarerindið „veginn“, og af
þeim vegi vék hann aldrei.
Ekki voru allir, sem við þekkj-
um úr Nýja testamentinu, svo
stöðugir í rásinni. Pétur af-
neitaði Jesú, Markús sveik
Pál og yfirgaf hann, Júdas
villtist af leið og endaði í feni
svikanna. Lúkas lét sig aldrei
henda neitt af því tagi; frá því
Laugavegi 66 - Sími 12815.
Stórkostlegt úrval af hollenzkum, þýzkum
og dönskum barnafatnaði
í stærðunum 1-14.
JOLABLAÐ VIKAN 85