Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 55
Auður og Friðrik hafa búið sér notaiegt heimili með dætrum sinum tveimur, Bergljótu 10 ára og Aslaugu 3 ára.
mikill mannfjöldi að fylgjast
með mótinu á stórri sýningar-
töflu. Svo var það eitt kvöldið, að
júgóslavneski meistarinn
Gligoric tapaði sinni skák fyrir
Tal, og það vakti ólgu og
vonbrigði meðal Júgóslavanna á
torginu. Rétt á eftir vann ég
mina skák við Petrosjan, og þá
fannst Júgóslövum sem ég hefði
hefnt nokkuð ófara landa þeirra
og upphófu mikil fagnaðarlæti,
heimtuðu að ég kæmi fram á
svalirnar og veifaði til mann-
fjöldans og allt eftir þvi. Þegar
ég svo kom út úr húsinu, vissi ég
ekki fyrri til en ég var þriíinn og
borinn á gullstól fram og aftur
um torgið, og allir vildu snerta
og þrifa i mig. Ég var eiginlega
orðinn dauðhræddur, og þegar
mér loks tókst að slita mig
lausan, tók ég til fótanna og
hljóp sem mést ég mátti alla leið
heim á hótel með skarann á
hælunum.
— Þú hefur lika eitthvað gert
af þvi að fara um hér innanlands
og tefla fjöltefli.
— Ég gerði dálitið af þvi einu
sinni, en ekkert núna lengi.
Skákáhuginn nær um allt landið
og fólk úti á landi hefur mjög
gaman af að fá svona
heimsóknir. Ég man t.d. éftir
einum bónda, sem kom gangandi
með taflið sitt undir hendinni
alla leið innan úr Fljótum til
Sauðárkróks, þar sem ég tefldi
þá fjöltefli við 76 manns.
— Er nóg gert fyrir skák hér á
íslandi? Framhald á bls. 82.
JÓLABLAÐ VIKAN 55