Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 26
abaret
Örstutt
framhaldssaga
eftir Volodja Semitjov
gerð eftir kvikmynd,
sem nú fer sigurför
uin heiminn.
Iisa Minelli
og Michael York
leika aðalhlutverkin.
Sally vaknaði seint. Hún var þreytt og
henni var illt i höfðinu. Það var ekkert
óvenjulegt. Þetta kom af þvi að vera i
næturklúbbnum á nóttunni og drekka of
mikið. Og augu Felix fylgdu henni eftir,
köld augu i hvitmáluðu . trúðarandlitinu, rauða
munninn og glansandi hárkollu, laus augnahár, —
dansandi leikbrúða, sem hvorki var kona né
karlmaður. Hún losnaði ekki við þessa sýn . . . Og
stúlkurnar i dansflokknum . . . .meðal þeirra var
að minnsta kosti ein, sem alls ekki var kven-
maður . . .andlitin urðu óljós i sigarettureyknum i
þétt setnum salnum . . . .og hún sjálf. Sally Bowles,
sem var orðin þekkt i skemmtanaheiminum. Hún
fékk mikið klapp og þakkaði fyrir sig.
Þetta var i Berlin árið 1932, siðasta árið áður en
allt Þýzkaland var orðið brúnt, nasistabrúnt og
skreýtt hakakrossfánum.
Hvað kom henni þetta við? Einhvem daginn
myndi Max Reinhardt birtast i salnum og uppgötva
hana, eða þá einhver, sem þekkti leikstjóra við
kvikmyndir, einhver sem gæti útvegað henni
hlutverk . .....
Dyrabjallan hringdi......
Sally hlustaði eftir fótataki frú Schneider á
ganginum i leiguhúsinu, en hún var greinilega ekki
heima. Sally vafði að sér þunnan morgunsloppinn
og fór fram til að opna. Það var ungur maður, sem
stóð við dyrnar. Hann var með þykkt skollitað hár
og viðkvæmnislegan munnsvip, barnalegan, en þó
munaðarlegan.
— Býr frú Schneider hér? sagði hann. — Ég er að
leitá að leiguherbergi, ódýru herbergi.
— Stórkostlegt, sagði Sally. — Áttu sigarettu,
élskan? Ég er alveg i öngum minum.
Þetta var talsmáti frá næturklúbbnum og i munni
hennar þýddi þetta að henni litizt vel á viðmælanda
sinn og gæti hugsað sér að leggjast með honum. .
Hann rétti henni sigarettupakka.
— Stórkostlegt.
— Þér eruð amerisk, er það ekki? Honum iétti
greinilega og hann var ekki lengi að skipta frá
þýzku yfir i ensku. Þau kynntu sig. Hann hér Brian
Roberts og var frá Cambridge. — Hve lengi hefir þú
verið hér? spurði hann.
Framhald á bls. 44.
Karlmennirnir i salnum
supu hveljur,
þegar hún kom fram
á sviðið.
Hún lagði sig alla
fram til að vekja
aðdáun gestanna.
Þetta var hennar heimur,
þangað til hún
hitti Brian,
sem var af aUt öðru
sauðahúsi
26 VIKAN JÓLABLAÐ
rs*,