Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 97
Ný kynslóð
Sjálfvirka þvottavélin sem búin
er kostum rafeindatækninnar
Setur ný mörk í gæöum og styrkleika
Tryggir arðbærari fjárfestingu í
þvottavél en áður hefur tekizt.
NÝTT útlit
NÝ stærðarhlutföll
NÝR fjaðrabúnaður
NÝR mótor
NÝ rafeindastýring
Komið og kynnið yður kosti nýju
Hoover-þvottavélanna í reynd
Örugg varahluta- og viðgerðarþjónusta
Hoover er heimilisprýði
FÁLKIN N
SuSurlandsbraut 8, Rvk.
ÖLÁFUR SKOLASON
Framhald af bls. 18.
sagt óeðlilegt. Ég mundi t. d. vilja hvetja
alla þá, sem leita jólahelgi með því að
sækja jólaguðsþjónusturnar, en þær ein-
ar, að ætla sér ákveðinn undirbúning í
því að sækja hinn rétta jólaanda til kirkj-
unnar sinnar á aðfangadagskvöld eða
jóladag. Það er oft erfitt að prédika fyrir
hinn fjölmenna söfnuð jólanna, af því að
þar eru svo margir, sem eru alls óvanir
kirkjunni og guðsþjónustunni, og kunna
þess vegna ekki að hagnýta sér blessun
hennar sem skyldi. Því vildi ég óska, að
allur sá fjöldi, sem með réttu getur ekki
aðskilið jólin og kirkjuna, notaði sunnu-
daga aðventunnar — jólaföstunnar — til
þess að sækja messur sem hinn eðlilega
undirbúning jólanna. Og í framhaldi þess
þykist ég vita, að þeir, sem slíkt temdu
sér, mundu ekki láta sitja við jólamessur
og aðventu eingöngu heldur yfirfærðu
tilbeiðsluna og þakkirnar til ársins alls.
Og sá er raunverulega hinn eini rétti
jólaandi.
HANNIBAL VALDIMARSSON
Framhald af bls. 19.
sem kemur aldrei aftur, ekki einu sinni
á afskekktustu afdalabæjum, þar sem
lífinu er ennþá lifað í einfaldleik, fjarri
„bílífi“ og borgarglaumi.
Á jólahaldi okkar hefur nefnilega orð-
ið sama breyting og á þjóðlífinu. Þau eru
í samræmi við lífsstíl samtímans. Þannig
hljótum við að halda jól, þannig viljum
við halda jól, hvað sem við segjum. Við
viljum ekki hverfa aftur til fyrri lífs-
hátta. Við getum það ekki, hversu sannar
og töfrandi sem minningarnar eru, þegar
þær sækja á hugann.
Kaupsýslutilstand jólanna er aðeins
stækkuð mynd af daglegu lífi þínu og
mínu — okkar allra.
HREFNA TYNES
Framhald af bls. 19.
frá einhverri fjölskyldu eða jólasveinin-
um. Jólabarnið hefur svo marga aðila,
sem þarfnast hjálpar. T. d.: Hjálparstofn-
un kirkjunnar, Jólapottur Hjálpræðis-
hersins, Styrktarfélag vangefinna, fatl-
aðra og lamaðra, Blindrahjálp, Krabba-
meinsfélagið, Hjartavernd, Slysavarnir,
Hjálparsveitir, Rauði krossinn, Hjálp til
drykkjusjúkra, o. fl. Það er nóg af verlc-
efnum. Eru ekki jólin einmitt tilvalin til
að leggja slíkum málum lið?
6UÐJÓN GUÐJÓNSSON
Framhald af bls. 19.
Að vísu er ég búinn að tapa aðfangadeg-
inum, atvinna mín sér fyrir því, og mér
þykir það leitt, ég vildi gjarnan geta far-
ið til kirkju þann dag eins og hér áður.
En það þýðir ekki að fárast yfir því, fólk
verður að borða, og margir verða að
verzla einmitt á aðfangadag. Þess má
svo að lokum geta, að fólk borðar svo
góðan mat allt árið nú til dags, að það
er orðið erfitt að finna eitthvað, sem orð-
ið getur til hátíðabrigða.
ASMUNDUR SVEINSSON
Framhald af bls. 18.
braskarahátíð einhvern annan tíma árs-
ins. Hugsa sér til dæmis að þurfa endi-
lega að koma öllum bókum út fyrir jól-
in, eins og bækur eigi ekki að geta selzt
allt árið. Það er hægt að gefa gjafir oftar
en á jólunum, t. d. afmælum og svoleiðis.
Nei, mér finnst jólin eiga að vera róleg
stemningshátíð.
ÞORA KRISTÍN JÚNSDÓTTIR
Framhald af bls. 19.
Og síðast, en ekki sízt: Hvers vegna að
gefa dýrari gjafir en hver og einn er
borgunarmaður fyrir?
SIGRIÐUR THORLACIUS
Framhald af bls. 18.
verkum um það, hvernig þeir skuli halda
sín jól. Það er vel, ef kærleiksboðskapur
kristinnar trúar er mönnum svo hug-
stæður á jólahátíðinni, að þeir telji eðli-
legt og skylt að rækja vináttu- og frænd-
semisbönd frekar en endranær, hlynna
að þeim, sem minna mega sín og hugleiða
eigin afstöðu til meðbræðranna í ljósi boð-
skapar hans, sem jólin eru helguð.
JÓLABLAÐ VIKAN 97