Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 10
ÁTLAS
JÆ *
Þróunin heldur áfram: kröfurnar aukast, einnig til heimilisþæginda:
færri spor - stærri innkaup í einu. ATLAS býöur þvi 4 nýja, stóra
skápa (H 150 x B -59,5): kæliskáp án frystihólfs, kæliskáp meö
frystihólfi, sambyggöan kæli- og frystiskáp og frystiskáp. Einnig
enn stærri sambyggöan kæli- og frystiskáp (H 170 x B 59,5).
ATLAS ber af um útlit og frágang. Sjáiö sjálf - lítiö inn og skoöiöl
5 STORMEISTARAR
í LÍKKISTU
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig
að ráða fyrir mig tvo stutta
drauma. Sá fyrri er svona:
Mér fannst ég liggja inni í
herbergi. Þegar mér verður
litið í kringum mig, sé ég, að
herbergið er orðið að líkhúsi.
Og það sem meira var: Eg lá
sjálf í líkkistu!
Hinn draumurinn er á þessa
leið og er svipaðs eðlis:
Mér fannst ég vera úti að
ganga. Sé ég þá tvær grafir,
og voru legsteinar á þeim. Um
leið og ég las nöfnin, kipptist
ég við, en ég man ekki hver
þau voru.
Með fyrirfram þökk.
Ein að sunnan.
Það er ekki óalgengt, að
menn dreymi, að þeir liggi í
líkkistu. Flestir verða ótta-
slegnir við slíka drauma sem
vonlegt er og halda, að þeir
séu feigir. Svo er þó ekki. .—
Slíkur draumur táknar að vísu
dauða, en aldrei dreymandans,
heldur einhvers, sem hann
þekkir eða þá þjóðkunnrar eða
heimsfrægrar persónu, sem all-
ir láta sig nokkru varða.
ASTARBRÉF
Kæri þáttur!
Mig dreymdi, að ég væri í
skólanum, og einn strákurinn
í mínum bekk, sem ég er svo
hrifin af, sendi mér bréf. Ég
hélt fyrst, að einhver annar
hefði skrifað það fyrir hann og
væri að gera gys að honum. En
svo var ekki. Hann hafði skrif-
að það sjálfur.
Ég var auðvitað mjög glöð,
þegar ég vissi frá hverjum
bréfið var. Það stóð i því, að
ég ætti að koma heim til lians,
O" það ætti að gerast ofsalegt
ástarævintýri á milli okkar. —
Hann var ægilega hrifinn af
mér, þegar hann skrifaði bréf-
ið.
Kæri draumráðandi! Geturðu
sagt mér fyrir hverju þessi
draumur er? Eigum við eftir
að vera eitthvað saman? Ég
hef einu sinni fengið bréf frá
þessum strák í alvöru. Það var
í fyrra.
X — 14 ára.
Jú, það er alls ekki ósenni-
legt að eitthvað verði á milli
ykkar. Að dreyma bréf getur
að vísu boðað nýjungar, en
einnig gleðitíðindi, t. d. komu
ástvinar.
10 VIKAN JÓLABLAÐ