Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 69
ekki nema meö nokkurra ára
millibili, en þá mikil mergö af
honum. Arnarfjöröurinn er nefni-
lega þannig, aö þaö dýpkar þegar
kemur inn i Geirþjófsfjöröinn, og
þaö mætti lita svo út sem smokk-
fiskurinn rataöi ekki út, þegar
komiö er þangaö inn, á nirætt
dýpi. Þar safnaöist hann saman,
og bátar komu úr öllum áttum aö
veiöa smokkfisk, en hann var svo
dýrmætbeita, aö Magnús gat haft
talsvert upp úr þessu. En hann
haföi ekki minna upp úr ööru.
Hann var afbrigöa skytta, eins og
ég gat um, og lá fyrir tófu að
vetrinum, þegar skinn hennar
voru fallegust, og lagði mikiö á
sig. og á þennan hátt kom hann
upp sinum mörgu börnum, án
þess að flyja i kaupstaö og veröa
þar verkamaður eöa háseti.”
,,Þú varst sem sagt alinn upp
viö sjó, og fórst væntanlega
snemma aö stunda sjóinn
sjálfur?”
,,Já, fjórtán ára gamall fór ég
til sjós, á þilskipi og var viö þaö i
fjögur ár. Svo reri ég stundum á
haustin og sumrin á árabátum.
Þvi aö eftir fyrra striö, þá sýndi
þaö sig, aö þó aö þessir islenzku
togarar, sem til voru nú þá, og þó
nokkuö af enskum togurum væri
á miðunum, þá fylltust firöirnir
svo aö segjá aftur af fiski Þaö
brá svo viö.”
„Þu helúr efalaust komizt i
sjávarháska?”
„Ja, þaöhafa nú eiginlega allir,
sem á sjó hafa veriö, lent I ein-
hverjum sjávarháska, og þaö
kom nú fyrir mig einum þrisvar
sinnum, aö ég tel. En þaö er
sérstaklega einn þeirra atburöa,
sem mér er minnisstæður. Ég var
þá háseti, sextán ára gamall, á
þilskipinu Dvra frá Dýrafiröi.
Þar var skipstjóri eigandi skips-
ins, nokkuö gamall maöur þá
oröinn og bondi i Dýrafiröi, þoti
hann ætti þetta skip og væri á þvi
á sumrin. Þaulæföur sjómaöur og
haföialltaf farnazt vel. Viö fórum
■út i apríl, 1915, fórum út á miöin,
vorum meö fyrstu skipum, Og
þegar viö erum komnir nokkuö út
fyrir þaö, sem hefur veriö tólf
milna landhelgi - ég gæti trúaö
svona fimmtán milur undan, út af
Dýrafiröinum - þá leggjumst viö
þar til fiskjar. Þegar viö erum
búnir aö vera svo senft sólarhring
úti og fer aö dimma um kvöldið,
þá er fariö aö gera aö fiskinum,
og um þaö bil, sem þvi er lokið,
rýkur upp ofstopaveöur, meö
blindbyl og frosti. Þaö er fariö að
rifa seglin, og þarna var stórsegl
og tvö forsegl, og þegar er veriö
aö rifa stórsegliö, þá slitnar allt I
einu strengurinn, sem heldur uppi
beitiásnum.Ogsvoslæsthanntil -
nokkur hluti habs var úr járni - og
þaö var mikill háski aö réyna að
gera viö þetta. En stýrimaðurinn
vildi fata og eiga viö þaö, en skip-
stjórinn vildi þaö ekki, en þegar
fáriö er aö reyna aö ná líffft'
seglinu, sém búiö er aö rifa - þaö
varö aö fella það á þiljur - þá var'.
oröiö frosiö I blökkunum. Og af
þvi aö komið er nú kolsvarta
myrkur, taldi skipstjórinn ótækt
að eiga viö aö fara upp i reiða og
reyna aö losa þetta. Svo þaö var
þá ekkert annaö aö gera en
veltast þarna fvrir sjó og stormi
Þaö var ekkert hægt aö hafast aö
uppi á þiljum, svo aö öll skips-
höfnin var niðri. Skipstjóri og
stýrimaöur voru frammi i
hásétaklefa og hásetarnir fóru I
rúmiö. Þaö gaf alltaf heilmikiö
yfir skipiö, og ég hugsa nú, að
ýmsir hafi rennt huganum til
þess, aö þetta yröi kannski þeirra
siöasta. Sjór tók af röriö af elda-
vélinni, og svo sló niöur reyk, og
þetta varö nú heldur óvistlegt. Þá
var opnaöur hásetaklefinn til aö
losna viö reykinn. Svo veit ég nú
ekki hvaö menn hugsuöu, en ég
man eftir þvf, aö matsveinninn,
sem var oröinn eitthvaö veill fyrir
hjarta, hann þoldi ekki viö i
rekkjunni, heldur fór fram úr og
sat þar a bekk Bylurinn hélzt
áfram, frostiö og stormúrinn, en
svo er þaö, aö brotsjór kemur á
skipiö. Þaö brakar og brestur i
öllu, og þá liöast aö nokkru leyti i
sundur reisnin - þaö er skýlið -
yfir hásetaklefanum-, svo aö ekki
var hægt aö hafa hurðirnar opnar
og sjór fellur niöri. Svo braut á
skipinu, svo aö undirkojurnar
fylltust af sjó. Ég lit fram úr efri
koju til kuls - vöknaöi ekki - og þá
sé ég, aö gamall maöur, sem er i
undirkoju til hlés, hann kemur
fram úr sjódrjúpandi. Hánn var
sköllóttur, brúnamikill og ’ svo
svartur skegghýjungur kominn
um allt andlitiö - annars lét hann
sér ekki vaxa skegg. Og þetta
andlit, rúnum rist, nötraöi allt, og
hann sagði þessa setningu: „Guð
minn almáttugur hjálpi mér!
Hver andskotinn er nú þettá,
erum viö nú aö farast?” Og þetta
fór svo skemmtilega i taugarnar
á mér, aö ég skellihló. Og sannar-
lega var litiö á mig skrýtnum
augum, aö ég skyldi hlæja undir
llf irilðir^ <©
.®.0.©,©,Q,©_©.Q Q.Q
GOmSÆT
10-12 manna ísterta, framleidd úr úrvals jurtaís.
Isterturnar fró KJÖRlS skapd veizlugleði d hvers manns borð.
Ljúffengar og girnilegar standa þær ekki við stundinni lengur
— og svo eru þær ótrúlega ódýrar.
MOKKA (STERTA með kransakökubotni
og súkkulaðihjúp
NOUGAT ISTERTA með súkkulaðihjúp.
COKTAIL (STERTA með ekta muldum
coktailberjum.
JÓLABLAÐ VIKAN 69