Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 11
MIG DREYMDI
SKRIÐUFALL
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að biðja þig
að ráða þennan draum, sem
hér fer á eftir:
Mér fannst ég búa í litlu, fal-
legu þorpi. Það voru há fjöll
allt í kringum það. Ég bjó
þarna ein í mínu eigin húsi, en
þekkti ekki marga. Allt í einu
kemur vinkona mín til mín og
segir:
— Komdu með mér yfir að
fjallinu þarna.
Það var fjallið, sem var beint
á móti húsinu mínu. Mig lang-
aði til að fara, en svaraði samt
neitandi. í sama bili fer jörðin
að titra og úr fjallinu fellur
mikil skriða. Ég hugsa með
mér: Hvílík heppni, að við
skyldum ekki fara!
Niður úr fjallinu kemur þá
fólk gangandi til mín. Ég ætl-
aði varla að trúa mínum eigin
augum, því að þarna var kom-
inn sonur minn og faðir hans
leiðir hann. Sonur minn hafði
stækkað mikið. Hann var sum-
arklæddur, í stuttbuxum og
stutterma peysu. Þegar hann
nálgast mig, segir hann:
— Ég vissi ekki, að þetta
værir þú.
Ég tók hann í fangið og segi
við hann um leið:
— Ég bjóst ekki við því að
fá þig svona fljótt.
Faðir hans horfir á okkur og
ég lít til hans og kyssi hann
(þetta er fyrrverandi unnusti
minn). En þeir stóðu ekki
þarna tveir einir, heldur einn-
ig bróðir minn og mágkona og
börn þeirra tvö. Við þau sagði
ég ekkert og þau heldur ekki
neitt við mig.
Ég vona að þú komist fram
úr þessu hrafnasparki og einn-
ig, að þú getir ráðið þennan
draum fyrir mig.
Með fyrirfram þakklæti.
S.R.
Þessi draumur boðar gott. Að
sjá fjöll táknar að rofi til í
raunum manns. Þér býðst eitt-
hvert tækifæri, en sem betur
fer hafnarðu því, og það veröur
þér til mikillar blessunar. Sam-
bandið milli þín, sonar þíns og
föður hans batnar stórum frá
því sem verið hefur. Þér mun
áður en langt um líður takast
að lifa þínu eigin lífi, sjálf-
stæð og hamingjusöm, og þú
munt ekki þurfa að hafa nein-
ar áhyggjur af efnahagslegri af-
komu þinni.
VÍSNAÞÁTTUR VIKUNNAR
Alltaf galar ofsahríð
yfir bala og hnjótum.
Öll er falin fjallsins hlíð
fram að dalamótum.
Ægishallar út í brún
oftast valla rofar.
Flóka mjallar hrærir hún
hnjúkum fjalla ofar.
Nepjan þiljar iðu og ál.
Yfir hyljum grænum
sópa kyljur svellin hál;
svifta byljir snænum.
Bylgjan syngur; háreist hrönn
hrín á þingi vinda.
Kyljan dyngir fyllu af fönn
framan í bringu rinda.
Strokur gráar húsin hrjá,
hrímga skjái sparka;
ýlustráin hljóða há,
hringi á snjáinn marka.
Rjúpan
lúrir lögð í fönn
1 þessum þætti birtum viö snilldargóðar
hringhendur eftir Guðmund Friðjónsson, skáld á
Sandi. Vísurnar birtust upprunalega
í Eimreiðinni árið 1901, en hafa verið
endurprentaðar síðan nokkrum sinnum:
Dauðinn hóar hátt við sjó,
hleypur flóann kringum;
lætin óa út‘ í mó
öllum snjótittlingum.
Löngun stúrin líður önn;
Ijúfum dúrum hallar.
Rjúpan lúrir lögð í fönn,
læst í búri mjallar.
Bárugangur bítur stein,
bjargatanga mótar.
Sýldum drang og svalri hlein
sær í fangi rótar.
Norðri andar kalt í kvöld,
kosti stranda grennir.
En fyrir handan vetrar völd
vorsól gandi rennir.
Skemmdir gjólu bætir bezt
blær, er rólar suður,
þegar að stóli þorra sezt
þýður sólmánuður.
Roðna hnjótar, blána börð,
bleytur móta vegi;
belja fljót, en blómguð jörð
brosir móti degi.
Hreytinn hvarmur hefur brá,
er Harpa barminn sýnir.
Út i bjarmann eigra þái
allir harmar mínir.
Lopnir fingur færa sig
af fölskvabingnum inni.
Ég skal hringa og hjúfra mig,
Harpa, að bringu þinni.
Kuldagjóstinn keyri ég braut
— kólguróstur linna —
munargjóst og meginþraut
milli brjósta þinna.
Að lokum minnum við á fvrri
partinn, sem birtur var í síðasta
þætti, og vonum að sem flestir hag-
yrðingar spreyti sig á að botna hann
Skrýðist land þá skyggja fer
skjannahvitum feldi.
JÓLABLAÐ VIKAN 11