Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 89
GJÖF ÁRSINS
1972
„Kornblómið"
Þetta er önnur skeiðin í dýr-
mætri seríu frá Georg Jensen.
Skeiðin er úr Sterling silfri og
gullhúðuð og er með blóma-
mynd í Email. Hvert ár kemur
ný skeið með nýju blóma-
mynstri. Upplag hverrar skeið-
ar verður mjög takmarkað.
Jóhannes
Norðfjörð hf.
Hverfisgötu 49, sími 13313.
Laugavegi 5, sími 12090.
enda var hann ekki Gyðingur.
Hann beygði af leið og ramb-
aði stíginn upp á fjallið Síon,
þar sem hús Maríu var. Hann
kvaddi þar dyra og gekk inn.
Nú fer að sjást hvað mósaík-
myndin á að sýna — jólaguð-
spjallið er að verða til. Það er
rökkvað og svalt í stofunni, því
að í landinu helga eru húsin
ekki byggð til að halda inni
hitanum, eins og hjá okkur,
þvert á móti er hlutverk þeirra
að halda honum og brennandi
sólskininu úti. Hljóð berast ut-
an af götunni gegnum litla
gluggaboru; þar leika sér börn,
konur blaðra, menn ganga hjá,
essrekar arga og blístra. Öðru
hvoru eru lúðrar þeyttir í
musterinu í hinum enda borg-
arinnar, til merkis um að þar
standi yfir fórnfæringar. En
öll þessi hljóð eru aðeins dauf-
ur undirleikur kyrrlátlegrar
raddar gömlu konunnar, sem
Lúkas hlýðir á. f rökkrinu
getur hann rétt með naumind-
um greint andlitsdrætti henn-
ar, þar sem hann situr and-
spænis henni með vasabók á
hné sér, hlustar og skrifar.
Gamalt fólk lifir í minning-
um sínum; það man betur það
sem skeði fyrir fimmtíu árum
en í fyrradag. María lifði í
minningum sínum, og henni
var því auðvelt að segja frá
os svara spurningum. Þess
vegna eru fyrstu kapítular
Lúkasar guðspjalls fullir af
endurminningum hennar — um
boðunina, heimsóknina til
Elísabetar, lofsöngvana við
þessi tækifæri, ferðina erfiðu
til Betlehem', sem þau Jósef
voru neydd að takast á hendur
þótt hún vænti sín á hverri
stundu, komuna eitt vetrar-
kvöld til bæjarins, sem var yf-
irfullur af fólki, um það hvern-
ig þau að lokum fengu gistingu
í gripahúsi, þar sem hún fæddi
barn sitt við söng englanna.
Dreymin í augum sat María
og endurlifði þessa fjarlægu,
miklu tíma, meðan Lúkas skrif-
aði og skrifaði. Og það varð
annar kapítulinn í guðspjalli
hans: „En það bar til um þess-
ar mundir . . .“
f tvö þúsund ár hafa þessi
orð verið lesin í kirkjum og
stofum heimsins, þar sem
kveikt hefur verið á jólatrjám
oe börn hafa staðið og hlustað.
Sú saga tendrar Ijós í hjarta og
veiti yl, sem enginn kuldi í lífi
eða dauða getur sigrazt á. 02
nú hefur okkur skilizt að það
var á Síon, sem María og
Lúkas hittust. -tr
KULDASTÍGVÉL í FRÚARSKÓR
MÖRGUM GERÐUM f BREIDDUM
SKÓSEL
Laugavegi 60,
sími 21270.
PÓSTSENDUM.
HANDUNNAR
GJAFAVÖRUR
r
Utskornir trémunir
Handofinn fatnaður
Silfur skartgripir
íslenzkur
heimilislðnaður
Hafnapstræti 3 - Laufásvegurt 2
JÓLABLAÐ VIKAN 89