Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 38
Þcgar þau hjón hvfla sig frá ritstörfum og heimilisstörfum, þá er gjarnan setzt viö aft spila
rommi.
,;Eg hef aldrei
öfundað neinn
skáldabræöra
minna”
Stóru hvalina drápu þeir ekki
frekar en bóndi kýrnar sinar.
Svo var það selaskutlunin, sem
ég lýsi nokkuð nákvæmlega i
Márus á Valshamri. Það voru
ekki nema vissir menn, sem
höfðu hæfileika til þessa. En þeir
skutluðu á ótrúlega löngu færi.
Selaráin var fimm álna löng, og i
henni var skutull, sem snæri var
fest i. Þegar skutullinn hitti,
losnaði ráin úr honum, en
Þau eru þrjú f heimili, þau hjón og hundurinn
Blundur, fagureyg og gáfuleg skepna, enda
skarpur mannþekkjari.
skutlarinn hélt i og dró að sér
selinn. Þessum afla var yfirleitt
ekki skipt nema milli þeirra,
sem voru i bátnum. En þennan
veiðiskap eyðilögðu selveiðar
Norðmanna i norðurhöfum, og
sama er að segja um hval-
veiðamar, þvi það voru þetta sjö
norskar hvalveiðistöðvar á Vest-
fjörðum, þegar flést var.”
,,Faðir þinn hefur verið
útvegsmaður samhliða bú-
skapnum, eins og fleiri þarna?”
,,Þegar ég man fyrst eftir,
hafði faðir minn þrjá báta, sem
hann gerði út. Hann gerði út tvo
að vorinu og einn að sumrinu, en
þó var veiðin ekki stunduð fastar
en það, að þegar þurrkur var, þá
voru allir við landvinnu, en
annars reri báturinn. En á
haustin reru bátarnir allir þrir,
og þá fékk faðir minn menn að,
sem voru kallaðir útróðrar-
menn. Aflinn var þá svo mikill,
að ég man eftir, að faðir minn
fékk einu sinni á einum degi
ellefu hundruð af stórri ýsu.
Hann kom tvisvar með hlaðinn
bátinn. Þetta hélt svona áfram,
svona til nitján hundruð og sex-
sjö-átta, eitthvað þar um bil, en
þá voru togararnir búnir að
eyðileggja firðina að þvi marki,
að ómögulegt var orðið að halda
við stóru heimili, sem byggðist
aðallega á fiskveiði. Ég man
eftir þvi, að togararnir voru svo
grunnt, að það heyrðist i
vindunum i land, þegar logn
var.”
„Þeir hafa farið inn um alla
firði, inn i botn?”
,,Já. Ég man, að faðir minn
frétti eitt sinn af dönsku varð-
skipi á Dýrafirði. Hann sendi
þeim dönsku þá bréf og þau boð,
að þeir kæmu og tækju land-
helgisbrjótana, en þá þurftu þeir
að sitja veizlu i Framnesi, i
hvalveiðistöðinni, offiserarnir á
varðskipinu, og þegar varð-
skipið kom, voru togararnir
famir.
Oðru sinni var það - og það er
ein min kærasta minning - að
faðir minn fréttir að varðskipið
Hekla sé statt á ísafirði. Hann
sendir hraðboða til ísafjarðar,
þótt þetta sé yfir þr já heiðarvegi
og tvo firði að fara. Og svo man
ég eftir þvi, að ég er háttaður að
kvöldinu. Það voru tveir togarar
i firðinum. Allt i einu heyri ég að
dunar i fjöllunum eins og séu
skriður að falla. Ég rýk út i
gluggann, og sé þá, að
togararnir stýra út úr firði, og
reykurinn stendur kafþvkkur
upp úr reykháfunum. Svo kemur
Hekla i íjós og tók þá þarna. Hún
fór með þá til ísafjarðar. En
siðan kemur varðskipið eftir
nokkra daga og leggst fram af
Lokinhömrum. Og það er sendur
bátur i land. Þar er foringinn á
i
38 VIKAN JÓLABLAÐ