Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 92
Tilvalin jólagjöf fyrir eiginmanninn.
Höfum eftirtaldar vörur í BRUT:
After shave lotion — After shave creme
lotion — Pre electric shave lotion —
Deodorant spray — Deodorant stich og
sápur.
Fabergé
forthe loveof life.
Snyrtívörur h.f.
LAUGAVEGI 20, SÍMI 11020.
HILDUR
ÁLFADROTTNING
Framhald af bls. 9.
ur á borinn, og undrar hann
mjög öll sú viðhöfn. Eftir
nokkra stund sér hann Hildi
koma inn í höllina og var hún
þá skrýdd skrúða þeim sem fyrr
er nefndur. Er þá skipað mönn-
um í sæti og sezt Hildur drottn-
ing í hásæti hjá konungi, en
hirðin öll til beggja hliða og
matast menn nú um hríð. Síð-
an voru borð upp tekin og
gengu þá hirðmenn og hirð-
meyjar til dansleika, þeir sem
það vildu, en aðrir völdu sér
aðra skemmtun er það hugnaði
betur; en þau konungur og
drottning tóku tal með sér og
virtist sauðamanni samtal
þeirra bæði blítt og angur-
blandið.
Meðan þau ræddust við kon-
ungur og drottning komu til
þeirra þrjú börn yngri en þau
sem áður er getið og fögnuðu
þau einnig móður sinni. Hildur
drottning tók því blíðlega; tók
hún yngsta barnið og setti í kné
sér og lét að því alúðlega, en
það brekaði og var óvært. Setti
þá drottning af sér barnið, dró
hring einn af hendi sér og fékk
því að leika sér að. Barnið
þagnaði þá og lék sér að gull-
inu, en missti það loksins á gólf-
ið. Var sauðamaður þar nær-
staddur; varð hann fljótur til,
náði hringnum er hann féll á
gólfið, stakk honum á sig og
geymdi vandlega, og varð eng-
inn þess var, en öllum þótti
kynlegt er hringurinn fannst
hvergi þegar leitað var.
Þegar langt var liðið á nótt
fram fór Hildur drottning að
hreyfa sér til ferðar, en allir
þeir sem innan hallar voru
beiddu hana að dvelja lengur
og voru mjög hryggir er þeir
sáu ferðasnið á henni. Sauða-
maður hafði veitt því eftirtekt
að á einum stað í höllinni sat
kona öldruð mjög og illileg;
hún var sú eina af öllum sem
þar voru inni er hvorki fagnaði
Hildi drottningu þegar hún kom
né latti hana burtfarar. Þegar
konungur sá ferðasnið á Hildi
og hún vildi ekki kyrr vera
hvorki fyrir bænastað hans né
annarra gekk hann til þessarar
konu og mælti: „Tak nú aftur
ummæli þín, móðir mín, og virð
til bæn mina að drottning þurfi
ekki lengur að vera fjarvistum
og mér verði svo lítil skammvin
unaðsbót að henni sem hefur
verið um hríð.“ Hin aldraða
kona svaraði honum heldur
— Er þetta ekki stórkostlegt,
pabbi? Palli er að tefla við
pennavin sinn á Nýja Sjá-
landi!
— Það er mjög sjaldgæft að
menn séu svona sjóveikir í
miðborginni!
— Hún er dóttir skipstjórans!
— Og kom ég vel út í rad-
arnum?
92 VIKAN JÓLABLAÐ