Vikan


Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 17

Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 17
eða Sjálfstæðishúsinu á Akur- eyri brygði illilega í brún, ef inn skálmaði persóna í líkingu við þær, sem börn voru hrædd með á 17. og 18. öld. Það voru ekkert frýnilegir piltar, jötnar á hæð, og sums staðar voru þeir klofnir upp í háls. Það var ekki fyrr en undir síðustu alda- mót, að þeir höfðu tekið á sig svipmót gamalla bænda, en óneitanlega voru þeir ærið hrekkjóttir enn og varasamir, alls ólíkir nútíma jólasveinum, frændum erlendra jólasveina, sem klæðast síðri kápu, upp- haflega stælingu á biskups- kápu, og hjálpa kaupmönnun- um dyggilega við að auka jóla- verzlunina. Hér áður fyrr þurfti að blíðka þessa karla með gjöfum. Nú eru það þeir, sem útdeila gjöfum. Og þá erum við einmitt kom- in að jólagjöfunum eða jóla- gjafafarganinu, sem svo oft er nöldrað yfir. Við höfum spurn- ir af jólagjöfum í gömlum sög- um, t. d. Egils sögu, en þær voru með talsvert öðrum hætti en nú tíðkast. Þá voru það höfðingjarnir, sem héldu veizl- ur og leystu gesti sína út með giöfum, jólagjöfum. Síðar virð- ist þetta hafa þróazt á þann veg, að húsbændur hafi gefið heimilisfólkinu, börnum og vinnufólki, jólagjafir, en minna um það, að heimilisfólkið gæfi húsbændunum. Gagnkvæmar jólagjafir þekktust ekki hér á íslandi, fyrr en á 19. öld, og það var ekki fyrr en líða tók á 20. öld- ina, að þetta varð ríkjandi sið- ur. Við þurfum ekki einu sinni að leita lengra en 15—20 ár aftur í tímann til að fá ótrú- lega sláandi samanburð við ástandið nú til dags. f þá daga mátti heita, að það væru ein- ungis foreldrar ,og börn, sem skiptust á jólagjöfum, en ætt- ingjar og vinir skiptust á jóla- kortum. Þá voru jólagjafirnar einnig allmiklu hóflegri en nú tíðkast, meira um nvtsama hiuti, fatnað og því um líkt. Það fer ekki dult, þegar lit- ið er inn að jólatrénu á að- fangadagskvöld, að við lifum á tímum kaupmennsku og aug- lýsinga. Vitaskuld er mikils virði sá góði hugur, sem á bak við jólagjöfina liggur. Gef- andinn hefur oftast haft ánægju af að velja gjöfina og búa fallega um hana. En mörg- um finnst nóg um kaupæðið fyrir jólin og ásaka kaupmenn harðlega fyrir að hafa komið því inn hjá fólki, að það sé siðferðileg skylda að gefa jóla- gjafir. Bráðum koma blessuð jólin / börnin fara að hlakka til / all- ir fá þá eitthvað fallegt / í það minnsta kerti og spil. Við heyrum þetta sungið í sífellu þessa dagana. Og til- hlökkunin hefur ekki breytzt í sjálfu sér, þótt margt hafi breytzt í jólahaldi, frá því Jó- hannes úr Kötlum orti þessa vísu. Nútíma barnið er löngu farið að hlakka til jólanna. Það er farið að skreyta herbergið sitt með jólasveinamyndum og jóladóti. Það setur skó í glugg- ann á hverju kvöldi og vakn- ar spennt að morgni til að gá, hvað jólasveinninn hafi sett í skóinn um nóttina. Það telur dagana til jóla á skrautlegu jóladagatali, á jafnvel fleiri en eitt. Það á stórt kerti með myndum og tölum og horfir á kertið minnka frá degi til dags, eftir því sem nær dregur jól- um. Það fylgist með jólabakstr- inum hjá mömmu og fær að rétta hjálparhönd við margvís- legan jólaundirbúning. Til hvers hlakkar þetta barn svo mjög? Auðvitað eru það gjafirnar, góði maturinn og jólaböllin með jólasveinunum og öllu gríninu. Nútíma barn- ið veit af fyrri reynslu, að á aðfangadagskvöld gefur að líta stórt og fallegt jólatré inni í stofu, sem varla sér í fyrir marglitum jólabögglum frá pabba og mömmu, systkinum og vinum, öfum og ömmum, frændum og frænkum. Það er alls ekki óalgengt að nútíma barn fái 15—20 jólaböggla. Yrði þetta barn ánægt með það jólahald, sem tíðkaðist fyrir fáeinum áratugum? Yrði það ánægt með að fá aðeins kerti og spil og e. t. v. eina flík, svo það klæddi ekki jólakött- inn? Svarið er auðvitað nei, af því að það hefur kynnzt allt öðru. En við sömu aðstæður og þeirra, sem voru börn fyrir nokkrum áratugum, yrði það himinlifandi. Jólahald hefur alla tíð miðazt við það að vera ærleg tilbreyting frá hvers- dagslífinu, og þeim mun meira sem fólk getur veitt sér dags- daglega, því stórkostlegri verða hátíðabrigðin. Það væri óneit- anlega gaman að geta skyggnzt inn í framtíðina og séð jóla- hald íslendinga um árið 2000, þegar þau móta jólahald, sem nú njóta þess sem börn. Bráðum koma blessuð jólin, og þau verða haldin á sama hátt og síðasta ár, hvað sem öllum vangaveltum líður. En af því að við vorum að velta fyrir okkur jólahaldi fyrr og nú, datt okkur í hug að leita til nokkurra ágætra karla og kvenna og biðja þau að svara eftirfarandi spurningu: Hvað finnst þér um nútíma jólahald, og hverju mundirðu vilja breyta? KH JÓLABLAÐ VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.