Vikan - 07.12.1972, Blaðsíða 16
Viltu breyta
jólahaldinu?
Bráðum koma blessuð jólin, og þau verða
vafalaust haldin á sama hátt og síðasta
Hér veltum við ofurlítið fyrir okkur
jólahaldi fyrr og nú, og á næstu opnu
leggjum við eftirfarandi spurningu fyrir
nokkra ágæta karla og konur:
Hvað finnst þér um nútíma jólahald,
og hverju mundirðu vilja breyta?
»11111111
WímíMmm
Hvað eru jólin gömul?
spurði lítill drengur
móður sína. Og eins og
svo oft vill bregða við,
átti mamma ekki óyggj-
andi svar í fórum sín-
um. Sumir kynnu að svara
þessari spurningu þannig, að
jólin væru 1972 ára gömul, þar
sem kristinna manna jól eru
haldin til að minnast fæðingu
frelsarans. En jól voru haldin
heims um ból, löngu áður en
Jesús Kristur fæddist, og það
var raunar ekki fyrr en ein-
hvern tíma á 5. öld, sem sam-
þykkt var á kirkjuþingum, að
Jesús Kristur hefði fæðzt 25.
desember.
Sólhvörfin munu hafa verið
frumorsök hinna fornu jóla.
Heiðingjar fögnuðu fæðingu
sólarinnar með því að kveikja
elda henni til dýrðar um jóla-
leytið. Kristnir menn tóku
gjarnan þátt í gleðileikum og
veizluhöldum heiðinna manna
um jólin, og það var ofur eðli-
legt, að kirkjan vildi hamla
gegn slíkri spillingu. Bezta
leiðin var vitaskuld að gera
þessa eldfornu hátíð að krist-
inni hátíð. Margir halda því
fram, að' ennþá eimi eftir af
þessu heiðna jólahaldi, og
margir halda því einnig fram,
að boðskapur jólanna týnist
með öllu í því umbúðamikla
jólahaldi, sem nú tíðkast.
Jólasiðir eru margir og marg-
víslegir, og yrði of langt mál
að gera þeim góð skil hér. En
allt frá tímum hinna heiðnu
jóla og fram á þennan dag hef-
ur jólahald að miklu leyti ver-
ið fólgið í tilbreytingu í mat
og drykk og því meiri ljósa-
hátíð, sem norðar dregur og
vetrarmyrkrið verður svartara.
Við skulum rétt líta á, hvað
séra Jónas Jónasson frá
Hrafnagili segir okkur um
jólahald íslendinga á síðari
öldum í bók sinni um íslenzka
þjóðhætti:
„Jólanóttin var ársins helg-
asta stund í augum almennings
og er það enn í dag. Þá var
víða siður og er sums staðar
enn að kveikja ljós um allan
bæinn, svo að hvergi beri
skugga á, þegar búið var að
sópa hann allan, og gekk þá
húsfreyja kringum bæinn og
um hann, „bauð álfum heim“
og sagði: „komi þeir, sem
koma vilja, veri þeir, sem vera
vilja, fari þeir, sem fara vilja,
mér og mínum að meina-
lausu“.
Og enn segir séra Jónas:
„Sérstaklega voru jólin og eru
enn hátíð fyrir börnin. Þá var
nú bæði, að þau fengu góða
fylli sína að borða, en svo hef-
ur það verið gamall siður á ís-
landi að gefa þeim kerti. En
kertaljósin voru dýrindisljós, á
meðan lýsislamparnir og grút-
arkolurnar voru aðalljósin á
bæjunum. Víða var líka öllu
fólkinu gefið sitt kertið hverj-
um, var þá ekki lítið um dýrð-
ir, þegar mörg börn kveiktu
hvert á sínu kerti, og brá svo
ljósbjarmanum um alla bað-
stofuna. En annað þurftu þau
líka að fá, ef vel átti að fara,
— þau þurftu endilega að fá
einhverja flík á jólunum, því
að annars „fóru þau í jólakött-
inn“ eða „klæddu jólaköttinn“.“
Nútíma fólki er gjarnt að
átelja húsmæður fyrir hrein-
gerningaæði fyrir jólin og virð-
ist jafnvel halda þetta nýtil-
komna siði. Svo er þó langt í
frá, þetta eru einmitt leifar af
gömlum siðum. Sá er bara
munurinn, að í gamla daga var
þeirra virkilega þörf. Nú á tím-
um eru híbýli manna yfirleitt
hreinleg, og sér lítinn mun á,
þótt húsmóðirin striti dögum
saman við hreingerningar fyr-
ir jólin. Og það er önnur öld-
in núna en þegar fólk varð að
vonast eftir góðum þurrki á
fötin sín fyrir jólin, svokölluð-
um fátækraþerri, því að al-
menningur átti e. t. v. ekki til
skiptanna.
Sama máli gegnir um mat-
artilbúninginn og kökubakst-
urinn, sem húsmæðurnar ætla
sumar hverjar hreint að drepa
sig á fyrir jólin. Miðað við að-
stæður var ekki minna í lagt
hér fyrr á árum. Var þá
skömmtulag hvergi skorið við
nögl, og þótti lélega skammt-
að, ef menn áttu létt með að
ljúka sínum skerfi. Þá var líka
til siðs að setja mat fyrir huldu-
fólk og álfa. Og í þá daga var
það virkilega hátíð að fá laufa-
brauð og jólabrauð og nýbak-
aðar lummur, en nú gildir
nánast einu, hvort öll herleg-
heitin eru árangur margra
klukkustunda vinnu í einka-
eldhúsi eða keypt í næstu
brauðbúð. Það er umhugsunar-
vert, að nú til dags er fóik í
vandræðum með að kaupa í
hátíðamatinn, af því að það er
svo góðu vant frá degi til dags.
Það er einnig umhugsunar-
vert, hvernig drykkjusiðir hafa
breytzt í sambandi við jólin.
Áður fyrr var oft lagt út í tví-
sýnu og harðræði til þess að
sækja á jólakútinn. Virðist
hafa verið algengt, að menn
smökkuðu áfengi á jólum, enda
var þá nokkur tilbreyting að
fá sér í staupinu. Nú hefur
þetta snúizt við. Nú þykir það
fremur tilbreyting að bragða
ekki áfengi á jólum, a. m. k.
ekki á sjálfa jólanóttina.
Nútíma jólasveinum svipar
heldur ekki ýkja mikið til
gömlu íslenzku jólasveinanna,
og er hætt við, að prúðbúnum
börnum á jólaballi í Glaumbæ
16 VIKAN JÓLABLAÐ