Vikan


Vikan - 15.03.1979, Page 27

Vikan - 15.03.1979, Page 27
'Þasaar myndir sýna glttggt, að sjáifvirkur v6la- þvottur dugir illa til afl þrffa bilinn afl nsflan. H6r sjáum við undir hjólhlffina fyrir þvott... spúlun, þegar um sjálfvirkan þvott er að ræða. Bílar eru mjög mismunandi að stærðum og gerðum, og sé kraftmikilli spúlun beitt jafnt undir allan bílinn getur vatnið þrengt sér upp í gegnum gólfið og safnast undir mottur, þar sem það síðan getur valdið ryðmyndun, þegar tímar liða. Eða að vatn getur komist að rafkerfi vélarinnar, svo að hún vill ekki fara í gang að þvotti loknum. Af þessu öllu leiðir, að sjálfvirka undirspúlunin hefur reynst svo gagnslítil, sem raun ber vitni, þar sem henni er beitt. „Bílar eru aldrei þvegnir að neðan" Þegar þýðandi hafði lesið umrædda grein í sænska neytendablaðinu Rád og Rön, þar sem reyndar er fjallað miklu meira um sjálfvirkan bílaþvott, sem er mikið notaður í Svíþjóð, vaknaði löngun til að kanna aðeins, hvernig þessum málum er háttað í Reykjavík. Eftir því sem ég komst næst eru a.m.k. þrjár nokkuð stórar stöðvar, sem taka að sér að þvo og bóna bíla. Ein þeirra er alveg sjálfvirk, en þar er engin undirspúlun. Hinar tvær þvo bílinn að utan og innan fyrir mismunandi verð eftir stærð bílsins, en þegar ég spurði, hvort bílarnir væru þvegnir að neðan, komu talsverðar vöflur á þá, sem ég ræddi við. Þeir skildu raunar alls ekki í fyrstu, hvað ég átti við, en þegar það var orðið ljóst, var svarið ákveðið | neikvætt. Og annar þeirra sagði mjög ákveðið: „Bílar eru aldrei þvegnir að neðan.” Góð regla afl sprauta upp í brettin Þegar bíll er ryðvarinn, er hann hins vegar að sjálfsögðu hreinþveginn utan sem innan, neðan sem ofan, vélin og vélarhúsið, og þurrkaður til fulls, áður en hafist er handa um ryðvörnina. Ég ræddi við starfsmenn á þremur ryðvarnarverkstæðum, og þeir gátu sannarlega ekki verið meira sammála um nauðsyn þess að þrífa bílinn að neðan. Einn þeirra tók svo djúpt í árinni að segja, að rækileg þrif undir bílnum á nálfs árs fresti og spúlun innan á hjólhlífarnar þess á milli gæti bjargað bílnum frá ryði svona 70- 90%, eins og hann komst að orði. Bílaryðvöm, Skeifunni 17, var hins vegar eini staðurinn, þar sem hægt er að fá bílinn þrifinn að neðan, án þess að um leið eigi að ryðverja hann. Það er þó ekki alltaf hægt, því að bílar, sem einnig á að ryðverja, sitja alltaf fyrir. Sagði viðmælandi minn hjá Bílaryðvörn, að slík hreingerning kostaði 4- 8000 kr., og þarna væri þetta gjarna gert, þegar minna væri að gera við ryðvörnina. Hann lagði áherslu á, að það væri góð regla að sprauta alltaf upp í brettin og hjóla- skálarnar, þegar bíllinn væri þveginn. Erfiðið borgar sig. Niðurstaðan er því sú, að við getum gjarna notað okkur þá þjónustu, sem bón- ... og svona lett þessi hluti bilsins út aftir þvott 6 sjélfvirkri stöfl mafl undirspúlun. Spúlunin hafur alls ekki náfl afl þrifa burt óhreinindin. og þvottastöðvar veita, hvort sem þær eru alsjálfvirkar eða ekki, ef við erum bara að hugsa um ytra borð bílsins, það sem sést. En undirvagninn verður líka að þrífa með reglulegu millibili, og það verðum við að sjá um sjálf. Best er að þrífa bílinn að neðan með því að spúla hann með kraftmikilli vatnsbunu, sem beint er að mikilvægustu stöðunum. Þetta er að vísu dálítið flókið og leiðinlegt verk, þvi erfitt er að koma bununni við, þar sem helst þarf, en erfiðið borgar sig, því það eru miklir peningar í húfi að takist að tefja fyrir ryðmyndun. Byggt á grein eftir Bo Dellensten í sænska neytenda- blaðinu Rád & Rön. K. H. þýddi og bætti við. Birt í samráði við Neytendasamtökin. Draumur þoirra, aam láta a6r annt um bfllnn og 16ta sór akki naagja ytri glana: Slanga mafl bognu munnstykki og kraftmikilli vatnsbunu til þess afl auflvelda spúlun undir bflinn og þó einkum innan í hjólhlffamar. II. tbl. Vlkan 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.