Vikan


Vikan - 15.03.1979, Page 46

Vikan - 15.03.1979, Page 46
GLA UMGOSINN um að allt þetta yrði afhent klukkan hálf tólf um kvöldið fyrir utan hliðin við Crome Hall. Fyrir utan smávægilegar áhyggjur út af því hvort farangur unnustunnar yrði of mikill og hvort flótti hennar yrði hindraður, þá hafði hr. Luttrell ekkert að óttast eins og fræðari hans og fylgdarmaður hafði margoft fullvissað hannum. Pen hefði viljað vera viðstödd á þess- ari örlagastund, en Piers hafnaði því boði. Þau kvöddu þvi hvort annað við dyrnar á George og hvorugt þeirra fann fyrir minnsta söknuðu yfir þeirri vit- neskju að þau væru á leið i hjónaband meðöðrum aðila. Eftir að hafa veifað gamla leikfélaga sínum I siðasta sinn, fór Pen inn í krána og hitti þar fyrir sir Richard, sem virti hana fyrir sér frá toppi til táar og sagði: „Hræðilegi krakki, þér er best að gera hreint fyrir þínum dyrum! Hvar hefur þú verið og hvaða afbrot hefur þú framið?" „Nú, en ég skildi eftir skilaboð til þin,” mótmælti Pen. „Létu þeir þig ekki fá þau, herra?” „Jú, það gerðu þeir. En vitneskjan um það að þú hefðir farið með Luttrell yngri fyllti mig aðeins grunsemdum. Játaðu nú!” Hún leit á hann. „Nú, kannski þú verðir ekki mjög ánægður, en ég gerði það allt i góðum tilgangi, Richard.” „Þetta verður alltaf verra og verra. Ég er viss um að þú hefur framið ^ eitthvert skaðræðisverk.” Hún gekk inn í stofuna, að speglunum fyrir ofan arininn og fór að lagfæra á sér hárið. „Ekki beint skaðræðisverk," tautaði hún. Sir Richard horfði á hana og honum var skemmt. Hann sagði: „Mér létlir. Ég held að þvi fyrr sem þú ferð aftur í pilsið, Pen, þvi betra. Þetta er mjög kvenlegt bragð.” Hún roðnaði, hló og sneri sér frá speglinum. „Ég gleymdi því. Nú það hefur ekkert að segja eftir allt saman, því það virðist sem ævintýri mitt sé á enda." „Ekki alveg," svaraði hann. „Jú, vist, þú veist ekkert um það.” „Þú ert hræðilega illileg. Leystu frá skjóðunni." „Piers og Lydia ætla að flýja i kvöld." Hláturinn í augum hans hvarf. „Pen er þelta þin sök?” „Nei, alls ekki herra. Reyndar hafði ég allt aðra áætlun í huga. Ég þorði bara ekki að segja þér frá henni og svo leist Piers heldur ekkert vel á hana. Ég vildi nema Lydiu á brott svo Piers gæti bjargað henni frá mér og með þvi brætt hjarta föður hennar. En ég bjóst ekki við að þú myndir samþykkja það.” „Svo sannarlega ekki,” sagði sir Richard með áherslu. „Nei, þessvegna sagði ég þér ekki frá þvi. Að lokum ákvað Lydia að flýja.” „Áttu við að þú hafir neytt vesalings stúlkuna til...” „Nei, ég gerði það ekki. Þú ert órétt- látur herra. Við drengskap minn, ég gerði það ekki. Ég hefi kannski komið hugmyndinni inn i höfuðið á henni, en þetta var allt saman sök majórsins. Hann hótaði að fara með hana til Lincolnshire í fyrramálið og auðvitað gæti hún ekki lifað þar. Hér kemur þjónninn. Ég segi þér alla söguna á eftir." Hún settist í uppáhalds stólinn sinn við gluggann meðan lagt var á borð. Sir Richard stóð og sneri baki i arininn og horfði á hana. Það tók þjóninn dá- góða stund að búa allt undir matinn og i eitt af þeim skiptum, sem hann skrapp frá sagði Pen fljótmælt: „Þú hafðir rétt fyrir þér. Honum finnst ég ekki hafa breyst á neinn hátt.” „Ekki grunaði mig að hann væri maður til að gefa þér svo góða gullhamra,” sagði sirRichard og lyfti brúnum. „Ekki held ég að það hafi átt að vera gullhamrar,” sagði Pen full efa. Hann brosli en sagði ekkert. Þjónninn kom aftur inn með hlaðinn bakka og byrjaði að leggja ýmsa rétti á borðið. Þegar hann var farinn dró sir Richard fram stól fyrir Pen og sagði: „Maturinn er til, krakki. Ertu svöng?” „Ekkert sérstaklega,” svaraði hún og settist. Hann fór á sinn eigin stað. „Nú. hversvegna ekki?” „Ég veit það ekki. Piers ætlar að flýja með Lydiu á miðnætti." „Ég vona að sú staðreynd ræni ekki frá þér matarlystinni?” „Nei, nei. Ég held að þau eigi mjög vel saman. því þau eru bæði svo vitlaus.” „Það er satt. Hvað hafðir þú að gera meðflótta þeirra?” „Mjög litið, ég fullvissa þig um það, herra. Lydia ákvað að gera það án nokkurrar hvatningar frá mér. Það eina sem ég gerði var að leigja skiptivagn fyrir Piers, vegna þess að hann er svo vel þekktur i Keynsham." „Þetta þýðir liklega að ég verð að þola aðra heimsókn frá Daubenacy majór. Ég virðist vera að sökkva dýpra og dýpra i glæpum.” Hún leit spyrjandi á hann. „Hversvegna herra? Þú hefur ekki gert neitt.” „Ég veit það. en ég ætti að gera eitthvað.” „Nei, nei, það er allt tilbúið. Það á ekki eftir að gera neitt.” „Þú heldur ekki að ég, sem kominn er á skynsemisaldurinn, ætli að láta sem ég viti ekkert um þetta hneykslanlega at- hæfi?” „Áttu við að þú ætlir að segja majómum frá þessu?” hrópaði Pen. „Ó, Richard. Þú myndir aldrei gera neitt svo grimmdarlegt? Ég er viss um að þú gerir þaðekki.” Hann hellti aftur i glasið sitt. „Ég gæti það auðveldlega, en ég geri það ekki. Ég hef ekki, ef satt skal segja, svo mikinn áhuga á elskendum, sem mér hefur fundist frá upphafi vera mjög þreytandi. Eigum við ekki frekar að ræða um okkar eigin mál?” „Jú. ég held það." samsinnti hún. „Ég hef haft svo mikið að gera i dag að ég steingleymdi stamandi manninum. Ég vona, Richard, að við verðum ekki sett i fangelsi." „Það sama segi ég,” sagði hann og hló. „Það er gotl að geta hlegið, en ég sá það að hr. Philips líkaði alls ekki við okkur.” „Ég er hræddur um að uppátæki þín hafi ruglað hann i riminu. Sem bctur fer hafa honum borist þær fréttir að maður. sem mig grunar að sé enginn annar en kafteinn Trimble sjálfur, hafi verið tekinn höndum af yfirvöldunum I Bath." „Hamingjan sanna, ég hélt að honum yrði aldrei náð. Segðu mér, var hann með menið?" „Það get ég ekki sagt þér enn. Það er óskandi að Luttrell og brúður hans hafi brúðkaupsferð sina ekki of langa, því ég býst við að óskað sé eftir þvi að Lydia beri kennsl á fangann.” „Ef hana grunaði það, er ég viss um að hún kæmi aldrei aftur,” sagði Pen. „Henni veitir ekki af hugrekki til al- menningsheilla,” sagði sir Richard. Hún brosti. „Hún hefur ekki til að bera neitt hugrekki. Ég sagði þér það, herra. Vilja yfirvöldin einnig hitta mig?” „Ég býst ekki við þvi. Hvernig sem fer, þá fá þeir ekki að hitta þig." „Nei, ég held að það gæti orðið mjög erfitt að ég yrði neydd til þess að koma fram." sagði Pen. „Reyndar held ég, herra — ég held að það væri best fyrir mig að fara heim. heldur þú það ekki?" Hann leit á hana. „Til Almeriu frænku?" „Já, auðvitað. Ég hef ekki í neitt annað hús að venda." „Og Fred, frænda?" „Ég vona aðeftir öll ævintýrin sem ég hef lent i þá vilji hann ekki lengur kvænast mér." sagði Pen bjartsýn. „Hann hneykslast mjögauðveldlega.” „Slíkur maður væri alls ekki eigin- maður fyrir þig," sagði hann og hristi höfuðið. „Þú verður endilega að finna þér einhvern, sem ekki hneykslast svo auðveldlega.” „Ef til vill væri best fyrir mig að bæta ráð mitt,” sagði Pen með óhamingju- sömu brosi. „Það leitt, því þú ert dásamleg eins og þú ert. Ég hcf betri áætlun, Pcn.” Hún stóð snöggt upp frá borðinu. „Nei. nei! Nei, herra.” sagði hún með grátstafinn i kverkunum. Hann stóð einnig upp og hélt út hendi sinni. „Hversvegna sagðirðu þetta? Ég vil að þú giftist mér, Pen.” „Ó, Richard, ég vildi að þú gerðir það ekki,” bað hún og hörfaði að glugganum. „Ég vil allsekki að þú fórnir þér fyrir mig. Þetta er mjög vinsamlegt af þér, en ég gæti þaðekki.” „Vinsanúegt af mér! Hvað vitleysa er þetta?" „Já, ég veit hversvegna þú sagðir þetta,” sagði hún örvæntingarrómi. „Þér finnst sem þú hafir stefnt mannorði mínu í hættu. En það hefur þú ekki gert, þvi það fær enginn að vita sannleikann.” „Ég ásaka hr. Luttrell,” sagði sir. Richard frekar hörkulega. „Hefur hann 46 Vlkan ll. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.