Vikan


Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 14

Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 14
Jólasveirnimn kemur labbandi með He-Man oft - segir Cuömundur Orri 3 ára, en hann var einn af mörgum sem Vikan hitti í jólaskapi á Laugaveginum. Liður í jólastemningunni í Reykjavík er að fara í innkaupaferð á Laugaveginn. Það er ekki aðalatriðið að kaupa sem mest, heldur að finna fyrir þv( að jólin séu að koma með því að blandast f fólks- mergðina sem þrammar eftir götunni; stansa við og við og líta í skreytta gluggana, láta lokkandi ilminn frá bakaríi tæla sig inn og kaupa eitt sérbakað vínarbrauð, gæta þess að verða ekki fyrir bfl þegar hlaupið er yfir götuna#til að skoða í gluggana hinum megin. Mest er þó gaman að fylgjast með börnunum sem hrópa upp yfir sig af gleði í hvert sinn sem þau sjá jólaljós í glugga, jólasvein eða leikföng. Ljósmyndari og blaðamaður Vikunnar fylgdust með jól- astemmningunni á Laugaveginum nokkrum dögum fyrir jól og komust í gott jólaskap - þrátt fyrir snjóleysið. Ingibjörg og Snaea með gull- fisk í poka. „Gaman að búa til jólamatinn og fara með jólapakkana." uðsynlegt hafa jólin Ingibjörg og Snæa gengu um Laugaveginn með gull- fisk í poka. — Á að gefa ein- hverjum fiskinn? „Nei. Ég keypti hann handa mér,“ sagði Ingibjörg. Þær voru báðar innilega sammála um að jólin væru bráðnauðsyn- leg og það skemmtilegasta við þau væri að kaupa jóla- gjafirnar og svo væri svo gaman að búa til jólamatinn sem þær hjálpa báðar til við. Ómissandi þáttur í jólahald- inu fannst þeim að fara með jólapakkana til vina og vandamanna á aðfangadag. Þær neíhdu pakkana fyrir sig ekki einu orði þessar indælu og hjálpsömu stelpur en aftur á móti fannst þeim gaman að fá ný föt fyrir jólin: Önnur ætlar að vera í poka- pilsi og svona bleikum og hvítum jakka, en hin í bux- um og svörtum og hvítum jakka. 14 VIKAN Búdar- glugginn er jólin í leikfangaverslun er ör- ugglega hægt að finna nóg af börnum í jólaskapi, sögðum við Páll Ijósmyndari og brugðum okkur inn í elstu leikfangaverslunina við Laugaveginn, K. Einarsson. Við höfðum auðvitað rétt fyrir okkur, þarna voru þau í óða önn að skoða leikföngin og láta í Ijós óskir sínar. Ólöf Vala Sigurðardóttir, þriggja ára, vildi fyrst í stað alls ekki segja okkur eða sýna hvað hún vildi fá, en fljótlega hvarf henni öll feimni og hún náði í stóran kassa með læknisdóti sem hana langaði í. Bróðir hennar, Sigurgeir Már, var aftur á móti alls ófeiminn að sýna okkur stóra og mikla bílabraut sem hann vildi fá; það er nú held- ur ekki að marka, hann er orðinn fimm ára. Hvað eru eru jólin? Og Ólöf Vala benti Hún vill læknisdót í jólagjöf brosandi á fagurlega skreytt- og ætlar að lækna Sigurgeir an gluggann. bróður sinn. Eigum við að fara og sækja jólin? sagði Árni Jónsson, þriggja ára, þegar hann var að leggja af stað í bæinn með mömmu sinni og bræðrum sínum Stefáni og Ólafi. Hann hljóp á milli búðaglugga og hróp- aði upp yfir sig af gleði í hvert sinn sem hann sá jóla- ljós eða jólasvein. Bræðurnir hlupu á eftir og gættu þess að hann yrði ekki fýrir bíl. Jólaljós! sagði þessi þriggja ára snáði og andlitið ljómaði. Bróðir passar að hann hlaupi ekki fyrir bíl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.