Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 16

Vikan - 17.12.1987, Page 16
Hálsmen og hringar eru vinsæl gjöf hjá enskum, en skyldi konan £á rjómaþeytara í stað hrings? Hún kemst að því á aðfangadag... Aðalgatan í Chester var fiiil af fólki. Lífleg jólalög hljómuðu úr öllum áttum, frá búðum, sem fylla hvem krók og kima á öllum hæð- um húsanna við götuna. Gömlu húsin setja sérstakan svip á miðbæinn. Fyrir ofan jarðhæð flestra húsanna em svalir og inn af þeim em fieiri verslanir. Fyrir fslend- ing er sérstök tilfinning að ganga innan um ævaforn húsin, sem haldið hafa gamla sjarmanum. Aðeins vömmar í búðum em nýjar af nálinni, annað tilheyrir fortíðinni. Bretar hafa gaman af jóla- stússinu, margar fjölskyldur röltu með troðfúlla poka af varningi milli búða, spá og spek- úlera. í jafnlítilli borg og Chester, er fróðlegt að sjá hve ólíkar manngerðir eru á ferli. Flestir glaðlegir, en aðrir þreytt- ir á öllu umstanginu og hve mik- il umferð er á aðalgötunni. Hálsmen og hringar eru mjög vinsæl jólagjöf í Englandi og glingurbúðir eru á hverju götu- horni. Flestar búðirnar í Chester eru litlar holur með smávarn- ingi, ciida er borgin vinsæl ferðamannaborg allan ársins hring, þó vinsælust á sumrin. „Bretar eru brjálaðir í nauta- kjöt á jólunum," sögðu tveir glaðlegir kjötkaupmenn sem Vikan ræddi við „hjá slátraran- um“. Áður fyrr vildu allir fugla- kjöt, hænur og kalkún, en nú eru matseðlarnir fjölbreyttari, jafhvel með fiskréttum. Það er þó ekki okkar smekkur. Við vilj- um safaríkar steikur". Skammt frá kjötbúðinni raul- aði eldri maður jólalög og þandi gamaldags harmóníku í kapp við gelt lítils en kröftugs hunds, sem hann hafði sér til halds og 16 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.