Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 17

Vikan - 17.12.1987, Page 17
I: „Við lítum á jólin sem peningaplokk. Samt eru jólin hugljúfur tími ef rétta hugarfarið er til staðar," sögðu þessir pönkarar, sem hímdu á svölum einnar verslunarinnar. trausts. Hundinum var ekkert gefið um mannþröngina, gelti á hvern sem hætti sér nærri eig- andanum, sem sjálfsagt varð af einhverjum tekjum af þeim sökum. Hann var að spila fyrir jólagrautnum, útskýrði hann. „Mér finnst gott að fólki líði vel á jólunum og spila því fyrir sjálfan mig og aðra. Enskir eru gjafmildir þegar jólin nálgast og ég ætla að gera mér glaðan dag í koti mínu. Bý til einhvern graut handa mér og hvutta.“ Pönkarar voru þarna á ferli og söfiiuðust saman á einum svölunum við aðalgötuna. „Við erum anarkistar. Erum á móti kerfinu og helst öllu yfirstéttar- blaðri," sögðu þeir. „Það er fróð- legt að sjá alla eltast við jólagjaf- ir á meðan fjöldi fólks líður húsnæðis- og næringarskort um allan heim. Fólki væri nær að skoða hungraða heiminn betur. Við lítum á jólin sem peninga- plokk. Samt eru jólin hugljúfur tími þegar rétta hugarfarið er til staðar." Þrátt fýrir gagnrýni á jólahaldið kváðust garparnir „Sjalfir viljum við safaríkar nautasteikur á jólunum," sögðu þessir glaðlegu slátrarar. Þeir töldu Englendinga ekki lengur íhaldsama í vali á mat fyrir jólahátíðina, þó þeir væru það sjálfir. Aðeins naut kom til greina á þeirra diska. „Hann greip veskið og hvarf eins og storm- sveipur í mannhafið!" Ung kona tapaði veskinu í allri ösinni og vaskir lögreglumenn mættu henni til hjálpar. flestir ætla að eyða jólunum í heimahúsum. Einn sagðist ætla út í fjós og vera meðal dýranna yfir jólanóttina! Ung húsmóðir var í vanda. Einhver hafði hnuplað frá henni vikulaununum, sem hún ætlaði að nota til jólagjafa. Lögregluna dreif að og spáð var og spek- úlerað í málið. Á sama tíma þusti fólk milli kaupmanna, glaðlegt og kurteist að hætti Englendinga. Þeir eru ekki óvanir að kalla ókunngt fólk elskuna sína eða annað álíka vingjarnlegt. f Englandi þarf ekki jólin til svo hlýleikinn skíni úr andlitum almennings, en jólastemmningin eykur hlýlegt viðmót þeirra. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.