Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 18

Vikan - 17.12.1987, Page 18
Meira að segja Danir flykkjastá jólamarkaði í Þýskalandi Fólk bíður klukkutímum saman eftir að komast inn á jólamark- aðinn í Liibeck. Þó Ijótt sé firá að segja var okkur hleypt inn bak- dyramegin á undan öllum hinum. Jólamarkaðir eru gjaman haldnir í kirkjum og á þeim seldir alls konar handgerðir munir. kaupa svona varning. Mesta furða var hvað vel gekk að gera sig skiljanlegan í búðunum og í sölutjaldinu þar sem undirrituð keypti jólaskraut talaði kon- an svo skýra þýsku að hægt var að skilja hvert orð, sem var ekki undarlegt þegar í ljós kom að hún var í raun að tala dönsku! Við komum semsagt flest heim með sýnishorn af þessari fallegu handavinnu og einn keypti sér stóran og fallega málaðan jóla- svein úr tré á einum markaðn- um, en varð það á að líta á mið- , nn þar sem á stóð hvar gripur- inn væri framleiddur — og erfitt áttum við með að hætta að hlægja þegar við lásum: Made in China. Þegar menn hafa jafnað sig eftir jólin og eru farnir að huga að skemmtiferðum til erlendra stórborga, þá verður sagt nánar ffá því hvernig hægt er að gera Hamborgarferðina enn betri og eftirminnilegri með því að heimsækja eina, eða allar af ná- grannaborgunum þrem; Lúbeck, Bremen eða Múnster. Verslunargötur Reykjavík- ur fóru í jólaskrúðann laug- ardaginn 5. desember þegar kveikt var á ljósum jóla- skreytinganna, en borgir og bæir í Þýskalandi fara í jóla- búninginn töluvert fyrr. Þegar blaðamaður Vikunnar var þar á ferð um mánaðar- mótin þá gaf að líta — auk götuskreytinganna - jólatré í fúllum skrúða, jólaljós t gluggum húsa og aðventu- ljósin ómissandi og virðast þau jafh almenn í Þýskalandi og á íslandi. Verslunarferðir íslendinga til útlanda fýrir jólin eru að verða fastur liður í jólahaldinu og eru borgirnar Amsterdam, Glasgow og Hamborg einna vinsælustu verslunarstaðirnir. Flestir sem til þessara borga koma halda sig á sama stað alla ferðina, sem gjarnan stendur yfir í flmm daga til viku og eru þá margir búnir að fá meira en nóg. Fjórum ís- lenskum blaðamönnum var boðið í skoðunarferðir um þrjár borgir í nágrenni Hamborgar: I.úbeck, Bremen og Múnster, einkum með það í huga að sýna að þó fólk kaupi sér ferð til Hamborgar þá er mjög hægt um vik að bregða sér til næstu borga. Ferð sem aðallega hefur verið hugsuð sem innkaupa- eða skemmtiferð til Hamborgar get- ur auðveldlega orðið enn betri með því að breyta um umhverfl og sjá aðeins meira af landinu, án þess að það þurfi að kosta mikinn tíma eða fyrirhöfh. Nágrannar okkar, Skandinav- ar, eru fyrir löngu búnir að upp- götva Þýskaland sem gott inn- kaupaland og þegar við komum á lestarstöðina í Bremen, að Lú- beckdvöl lokinni, þá var hægara sagt en gert að komast út á götu. Múgur og margmenni fyllti stöðina og tvær konur sátu fast- ar í lestardyrunum, því á sama tíma ætlaði önnur inn, en hin út og hvorug vildi gefa sig. Þetta leystist að lokum, ekki á mjög vinsamlegan máta þó, og við komumst á hótelið okkar sem var beint á móti 'lestarstöðinni. Ástæðan fýrir margmenninu var jólamarkaður í borginni sem fólk hvaðanæva að flykktist á til að versla í fýrir jólin. í Lúbeck komumst við fýrst í kynni við jólamarkað. Tæpum mánuði fyrir jól eru sett upp sölutjöld og básar á torgum, í kirkjum og í eða við ráðhús borganna, þar sem seldur er afar margvíslegur varningur. Mest bar á handgerðum hlutum ým- iss konar, s.s. handmáluðu jóla- skrauti frá A-Þýskalandi, kertum úr býflugnavaxi, leirmunum, dúkkum og sælgæti. Þetta er varningur sem ekki er á boðstól- unum daglega og ásóknin í hann því mikil. Þarna sáum við margt fólk frá Skandinavíu og var okk- ur sagt að á hverju ári kæmu margir þaðan til að versla á jóla- mörkuðum, einkum væru það Danirnir sem kæmu. Þeir taka lest og ferju snemma að morgni og versla í Þýskalandi yfir dag- inn og fara klyfjaðir tilbaka til Danmerlmr að kvöldi. Okkur voru sýndir nokkrir jólamarkaðir í hverr' borg þar sem örlítill tími gafst til að versla. Það sem einna helst heillaði okkur var handmálaða jólaskrautið frá A-Þýskalandi, sem við höfðum að vísu séð áður en þar var það svo dýrt að ekki var hægt að láta það eftir sér að eyða í það peningum, svona rétt fyrir jólin sem er þó eini tíminn sem gaman er að 18 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.