Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 21

Vikan - 17.12.1987, Page 21
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar: MenningaHegur ófridur í sveitinni Manni er hreinlega farið að þykja nóg um þegar þræt- umar á Alþingi eru farnar að hafa áhrif hjá okkur hér í friðsamri hreppsnefhdinni fyrir norðan. Maður hélt þó að menn sæju sóma sinn í að halda friðinn eftir allt stapp- ið með sláturleyfið. Slátur- tíðinni lauk farsællega svo að það var útlit fyrir að það yrði hægt að snúa sér að því að leysa ýmis menningarleg viðfangseíhi innansveitar. Það er nefnilega vandamál hjá okkur eins og svo mörgum öðr- um í dreilbýlinu að þegar krakk- amir eru sendir burt í skóla þá koma þau ekki heim aftur. Það fekkar því í sveitinni. Við héld- um að ástandið myndi lagast eft- ir að við fengum grunnskólann heim í hérað. En þá kom í ljós að það þurfti að gera meira svo að í hitteðfyrra var lokið við félagsheimilið og í fyrra var lok- ið við sundláugina. Félags- heimilið er svo vel við vöxt að það rximar alla íbúa sveitarinnar í einu og sama má segja um sundlaugina. Það má baða alla íbúa sveitarinnar samtímis og galgopamir neðan úr kauptúni vilja meina að veiti ekki af. Svo kom upp hugmyndin að byggja nýja kirkju. Það yrði þó aúa vega kristilegt fólk sem héldist heima í héraði. En þá byrjaði djöfúlgangurinn um kvótafmmvarpið fyrir sunnan á Alþingi. Siggi í Nesi er firam- sóknarmaður og styður kvóta- frumvarpið hans Halldórs Ás- grímssonar en Tóti á Skaga er krati og var því alveg á móti Sigga. Siggi gerir út bát í komp- aníi við annan en Tóti gerir ekki út en segist samt eiga að fá kvóta sem hann megi selja. Fiskimiðin em nefnilega sam- eign allra landsmanna hvort sem þeir gera út bát eða elta rollurassa upp um fjöll. Þetta með sameignina hafði Tóti eftir Sighvati Björgvinssyni. Svo það var ekki von á góðu og það fór allt í háa loft í hreppsnefhdinni og við urðum bara að slíta fúndi í snarheitum. Það boðar aldrei gott þegar farið er að ræða í hreppsnefhdinni eitthvað allt annað en það sem er á dagskrá. Síðan átti að halda fúnd í hreppsnefhdinni á mánudags- kvöldi um kirkjubygginguna. Því mótmælti ég nú harðlega því ég vil ekki missa af Góða dátanum Svejk efitir að Jón Baldvin og Gorbasjev em búnir að vera á skjánum mestallan firéttatímann. Ég hafði þetta í gegn með að fúndir yrðu ekki haldnir á mánudagskvöldum svo það var boðað til hreppsnefhdarfúndar á þriðjudaginn var og í fúndar- boðinu var sérstaklega tekið Alveg hreint dæmigerð mynd af vini mínum hreppsnefhdar- manninum Tóta á Skaga. Hann er til að mynda ekki sammála öll- um hinum í nefhdinni um það, að glæsilegasta kirkjustæðið sé út á Stóra-Nesi.... fram að það ætti að ræða um kirkjubygginguna. Siggi og Tóti fengu ekki tæki- feri til að rífast um kvótann svo þeir þurftu endilega að vera ósammála um hvar skyldi byggja kirkjuna. Það vom þó all- ir sammála um að glæsilegasta kirkjustæðið væri út á Stóra- Nesi en þá þurfti Tóti endilega að vera ósammála, því nesið væri svo uppblásið að þar væri eng- inn jarðvegur fyrir kirkjugarð. Siggi í Nesi taldi það algjört aukaatriði því það væri úrelt að- ferð að grafa dauða í mold. Brennsla væri nýtískuleg aðferð og sparaði auk þess rándýra leg- steina fyrir blanka aðstandend- ur. Siggi fylgdi máli sínu í sköm- legri ræðu og sagði að í staðinn fyrir kirkjugarð yrði settur upp líkbrennsluofh og loftpressa. Það yrðu bara boraðar holur fyr- ir öskuna og settur stór tappi í staðinn fyrir legstein. Það hnussaði í Tóta og hann gat ekki stillt sig um að skjóta því á Sigga að það yrði þá líklega Viský-tappi á holunni hans þeg- ar hann væri dauður. Þá fór allt aftur í háaloft og við urðum að slíta þeim fúndi. Það er svona í sveitinni að all- ir þykjast vita allt um alla. Það hefúr svo sem borið á góma að Siggi fengi alltaf viský-sendingu með póstinum á fimmtudögum. Fundur var settur að nýju daginn eftir og þá náðist sam- komulag um að það yrði gerð kostnaðaráætlun og athugað hvort væri hagkvæmara að steypa vegg í kringum krikju- garð og keyra moldina á staðinn eða að kaupa líkbrennsluofh og loftpressu. Ég var kosinn til að kanna málið hlutlægt og af gætni og því var samþykkt að ég feri suður til að kanna tilboð I loftprssuna. Ég verð því líklega fyrir sunn- an í næstu viku. Hróbjartur. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.