Vikan


Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 23

Vikan - 17.12.1987, Qupperneq 23
Og tangósveiflan er á stundum allt að því áþreifanleg. Alexandra (.l.t.v.J er af rússnesku bergi brotin, David at svissnesku grjóti - saman dansa þau tangó betur en aðrir menn. Þau byrja að kenna landanum strax eftir áramót. smellti snældu í tækið, Arm- strong söng eins og málverk eft- ir Tryggva. (Vissu menn að nú er hann kominn á bók?) Og úr svartri sveiflu lá beint við að fara yfir í argentínska. í Kram- húsinu hittum við David og Alexöndru sem ætla að standa fyrir tangó-námskeiði í Kram- húsinu í janúarbyrjun. Tangó- sveiflan er reyndar ættuð úr flamengóinu, eða dansinn sjálfur, svo maður gerist nú fræðilega ónákvæmur. Alex- andra er sú fótfimasta sem undirritaður hefur séð á dans- gólfi ellegar skeiðvelli og barði þó augum Glettu Sigurðar í Laugarnesi hér fyrrum. Hún, ég meina Alexandra, hefur áður dansað tangó hér á landi. Þá var listahátíð og hún sýndi ásamt David Höner á Borginni. Furðu- legt fyrirbæri þetta Kramhús. Einnig þar var boðið upp á glögg, rjúkandi heitt með sterku rúsínubragði og lagði gufur upp af hverjum manni, áfengisgufúr eða bara venjulegan svita eða þá þéttar vatnsgufur úr gufubað- inu; djassinn á fullu og biksvart- ur maður að dansa fáklæddur einn úti á gólfi með skærgult höfuðskraut, ekkert spjót. — Eigum við að skoða mál- verk, sagði drukkinn maður áað- giska sextugur, þykkur undir hönd, kynnti sig og kvaðst vera bóndi fýrir austan fjall. — Eigum við að skoða málverk eða eigum við að skoða landið? spurði hann og virtist ekki efast um að ég slægist í för með honum. — Ég gef ekki nema sjúss fyrir málverk, sagði hann. — En ég gef milljón fyrir landslag sé birtan rétt. Birtan verður að vera rétt. Það er birtan sem ræður öllu. Svo hugann gruni fleira en það sem augað sér, raulaði hann tor- kennilegu lagi, drafandi röddu, smitaður af dansi þess svarta. - Komdu! Vinstra lungað lasburða Hann fullyrti að vinstra lung- að í sér væri ákaflega lasburða. — En það hægra er afturámóti stálslegið! Ég horfði forviða á manninn. Hann talaði beint upp úr „Beðið eftir Godot“ eftir Sam- uel Beckett. — Ertu bókmenntamaður? spurði ég varfæmislega. - Nei, ég er reykingamaður. Það er þess vegna sem vinstra lungað er orðið svona slappt. Ég virðist reykja eingöngu ofan í það. Til þess að benda manninum á hinn mikla sannleika hinna absúrdu bókmennta fórum við inn í Eymundsson og náðum í eintak af nýrri bók: „Samuel Beckett — sögur, leikrit, ljóð“ í þýðingu Árna Ibsen og fíettum í leikriti allra leikrita, „Beðið eftir Godot". Á blaðsíðu 35 lesum við — Estragon: (veiklulega) Vinstra lungað í mér er ákaflega lasburða! (Hann hóstar mátt- leysislega. Glymjandi röddu.) En hægra lungað er alveg stál- slegið! — Svona em bókmenntirnar, sagði bóndinn hárri röddu þannig að fólkið í búðinni sneri sér við í forundran. — Þær metta loftið, smjúga inn í sellumar og fa mann til að tala tungum, hugsa alvöruhugsanir. Nú för- um við upp á Hellisheiði - eða jafhvel alla leið austur í Flóa til að taka eina skák. — Nei, sagði ég. — Ég held nú það, sagði hann. Ég sló til, enda laugardagur og blíðviðri og bráðum komin jól. Þá er einmitt tími til að lenda í ævintýmm. Sérstaklega bók- menntalegum ævintýmm. - GG VIKAN 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.