Vikan - 17.12.1987, Síða 26
SKÁK:
Frábær árangur
Ólympíuliðsins
26 VIKAN
Skáksamband íslands hef-
ur nú gefið út bókina „Skák-
stríðið við Persaflóa“ en hún
fjallar um hinn frábæra
árangur íslenska Olympíu-
liðsins í skák er það náði 5.
sætinu á mótlnu í Dubai
1986. Það er Jón L. Ámason
sem skrifar bókina en hann
skrifar m.a. um skák í'yrir
Vikuna.
Þessi bók er bráðnauðsynleg
eign öllum þeim sem fylgjast
með skák á íslandi þvi í henni er
að finna allar skákir sem
íslendingarnir tefldu á þessu
móti með skýringum Jóns og
skákmannanna sjálfra.
Raunar skiptist bókin í tvo
meginkafla, og nefhist fyrri hluti
hennar „Ferðasagan" þar sem
greint er frá undirbúningi ís-
lensku skáksveitarinnar og dvöl
hennar í Dubai meðan á mótinu
stóð. Seinni hlutinn ber svo
nafhið „Taflmennskan". Auk
þessara kafla er að finna í bók-
inni margvíslegan fróðleik ann-
an svo sem töflur um sigurliðin
á Olympíuskákmótunum frá
upphafi, þátttöku íslands frá
upphafi, íslenska keppendur á
þessum mótum frá upphafi o.fl.
Bókin er á heildina litið vel
upp sett og skemmtilega skrifuð
eins og Jóns var von og vísa og
ekki spillir fyrir að hún er prýdd
fjölda mynda frá Dubai, af skák-
mönnum okkar, bæði í keppni
og afslöppun.
Einhver eftirminnilegasta
viðureign okkar manna var við
Sovétmenn sem skörtuðu þeim
Kasparov og Karpov í broddi
fylkingar. Um þá viðureign segir
Jón að fyrirfram töldu íslending-
arnir að 2.5—1.5 vinninga tap
væru þokkaleg úrslit og allt ann-
að frábær árangur. íslendingarn-
ir tefldu fram aðalliði sínu en
auk hinna tveggja fyrrgreindu
voru Sovétmenn með þá Vag-
anjan og Tseshkovsky.
Við skulum grípa aðeins nið-
ur í frásögn Jóns af þessari
viðureign eftir að Kasparov hef-
Aðallið íslands í upphafi umferðar. Næstur situr Margeir, þá Jón L., síðan Jóhann og loks Helgi.
>P I mi
%
.
Á baðströndinni við Persaflóann. Jóhann, Helgi, Guðmundur og
Margeir undirbúa sundsprett morgunsins.
ur sigrað Helga Ólafsson og Jón
náði jafhtefli við Vaganjan.
„Með eina „hartnær" tapaða
biðskák og aðra „hartnær" unna,
vonuðumst við eftir einum
vinningi samtals og þolanlegur
1 Vi—2 Vi tapi. Hvoruga bið-
skákina var hægt að rannsaka í
botn, en Jóhann, Margeir og
Kristján mættu ákveðnir, en
syfjaðir, til leiks um níuleytið
morguninn eftir. Ekki er hægt
að segja það sama um Tseshkov-
sky, sem veitti furðu litla mót-
spyrnu og gaf skákina fljótlega.
Þetta veitti Jóhanni aukinn kraft
og svo virtist sem ónákvæmar
biðrannsóknir okkar hafi slegið
Karpov út af laginu. Hann missti
^af vænlegri leið, ef ekki tveimur
og Jóhann fórnaði síðasta
manninum sínum til að ná
þráskák með drottningunni.
Jóhann og Karpov rannsökuðu
biðskákina lengi á eftir og var
Karpov þolinmóður við að út-
skýra fyrir Ljubojevic, sem allt í
einu var mættur á staðinn, af
hverju hitt og þetta mátti ekki.
„Sjó mí, sjó mí“ sagði Ljubo
aftur og aftur á bjagaðri júgósl-
avneskri ensku. Karpov var
óhress með taflmennsku sína
eftir bið, en ítrekaði að biðstað-
an hafi verið óvenju strembin.
Jafhteflið var staðreynd. 2-2
gegn Sovétmönnum með Kasp-
arov og Karpov í fararbroddi er
án efa besti einstaki árangur
okkar manna í sveitarkeppni.
Rútuferðin heim á hótelið þar
sem hinir biðu okkar á strönd-
inni var óvenju skemmtileg."
FRI