Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 43

Vikan - 17.12.1987, Page 43
Eftir mikinn mokstur voru tvær hvelflngar komnar í snjóskaflinn. Plássið hefði nægt í gott áramótapartí, en við nenntum ekki að bíða. um á hlaupum. Seinna um kvöldið sáum við að kertapakka vantaði og vissum þá hver hafði litið við. Við vorum sammála um að tækifæri sem þetta myndi seint koma aftur. Jólanóttin tók við með værum svefhi og þó úti nísti kuldinn merg og bein, þá var hlýjan alsráðandi innan veggja snjóhússins, bæði líkam- lega og andlega. Okkur leið vel. Daginn eftir ákváðum við að leggja heim á leið og var ekki seinna vænna, rigning buldi á okkur á lokasprettinum, svo Iíf- dagar snjóhússins okkar voru líklega taldir hvort eð var. Við náðum að húkka bílfar við Hveradali og fyrr en varði birtist höfúðborgin sjónum okkar. Ys- inn og þysinn var í algleymingi, maður fann að það var eitthvað sem fólk gleymir í nútíma vafstri. Peningar, dýrar gjafir og glys er ekki það sem jólin eru, a.m.k. fannst okkur það ekki eft- ir snjóhúsdvölina. Málið er að fólki líði vel saman, peninga- austur á ekki að þurfa til. Jóla- nætur fjarri mannabyggðum höfðu gefið okkur nýtt viðhorf og gleðileg jól. • ♦« r* (jjqfin hennar G/æsibæ Sími83210 VIKAN I

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.