Vikan


Vikan - 17.12.1987, Page 56

Vikan - 17.12.1987, Page 56
Auðveldur jólakrans á hurðina Bastmotta er hér notuö sem uppistaöa í þennan jólakrans, en bastmottur álíka og þessi fást víöa. Mottan er skreytt meö ýmsu jólaskrauti sem fest er á hana meö blómaskreytingavír. Stór flauelisslaufa setur punktinn yfir i-iö og síðan er greni- greinum raðað í kringum bastmottuna og þær festar með vír. Greinarnar dregnar upp á nokkrum stööum þannig að þær komi á milli skreytinganna. Palckajólatré Hér er lífleg borðskreyting gerö úr pappakeilu, litlum pappaöskjum og blómaskreytingavír. Skreytingin getur verið eins stór og hver vill; keilan, sem fæst í föndurbúð, ræöur stærðinni. Síö- an er tréö skreytt meö pökkum sem festir eru á keiluna meö vírnum, Pakkarnir geta verið fylltir með sælgæti og jafnvel má búa til pakka úr svampi og pakka í pappír. Sumir hafa ákveöna liti sem eru ráöandi í jólaskreytingum á heimilinu og nota þá þessa sömu liti í jólatréð. Jóla-epla Ijós Epli og jól eiga vel saman. Hér er epl- um og jólaljósum blandaö skemmtilega saman. Rauð, falleg epli eru pússuö þar til þau glansa vel. Hola er gerö í þau aö ofan sem passar fyrir sprittkerti og síðan er eplaljósunum komiö fyrir þar sem þau njóta sín vel og kveikt á kertunum. Jólaskreytingahringur (fæst t.d. í blómabúðum) er skreyttur meö greinum. Nagla er stungið djúpt í græn, vel púss- uð epli og þeim síðan komið fyrir á hringnum. Milli þeirra er komiö fyrir grænum kertum og er þá komin skemmtilegasta boröskreyting.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.