Vikan


Vikan - 17.12.1987, Side 59

Vikan - 17.12.1987, Side 59
 Ásgrímur Sverrisson fl|p|| | MYNDBÖND W / Kvikmyndir sem nú eru fáanlegar á myndböndum og þú getur horft á í jólafríiinu maður Comfort and Joy ★★★ Aðalhlutverk: Bill Paterson, Eleanor David, C.P. Crogan. Leikstj. Bill Forsyth. Útvarps- Ijósvíkingur verður fyrir þeirri ógæfu að sambýliskona hans ákveður rétt si svona að fara frá honum og tilkynnir honum það um leið, og trukkurinn birtist til að sækja húsgögnin. Sagan fjallar síðan um hvernig hann reynir að ná áttum eftir þessi ósköp og, gengur ýmislegt furðulegt á, áður en yfir lýkur. Hreint yndislegur húmor og Paterson brillerar í aðalhlutverkinu. Leikstjórinn Bill Forsyth, er minn maður, síðasta myndin hans á undan þessari, Local Hero, var hreinasta snilld og ef þú skyldir rekast á hana í hillunni, þá gríptu báðar. Veikasti hiekkurinn 84 Charing Cross Road ★★ Aðalhlutverk Anne Bancroft, Anthony Hopkins. Leikstj. David Jones. Sérstætt platónískt ástarsamband og tuttugu ára ferðalag gegnum breskar bók- menntir geta vissulega getið af sér góða sögu. Og er hún fyrir hendi hér. Bancroft leik- ur rithöfund í New York og Hopkins bóksala í London sem sér henni fyrir andlegu fóðri hins breska bókmenntaarfs. Þau skrifast á yfir poll- inn um áratugaskeið og eiga sér þann draum að hittast en aldrei verður af því. Veikasti hlekkurinn liggur í kvikmyndaforminu sjálfu og vangetu þess til að tjá hugsun manna án stuðnings við hið sjónræna sem sagan býður því miður ekki uppá. Þessi saga er fyrst og fremst bókmenntalegs eðlis, sterk, hlýleg og falleg í frásögn sinni af sönnum verðmætum. Ágætir taktar Hollywood Shuffle ★★ Aðalhlutverk og og leikstj. Robert Townsend. Townsend mun hafa gert allnokkra lukku vestra með þessari mynd sinni og skal ekki dregið í efa að svartir meðbræður hans sem þurft hafa að ströggla gegnum kynþáttamúr kvikmyndaiðnaðarins, geta glaðst hjartanlega yfir henni. Townsend dregur kvikmyndaborg- ina og viðhorf hennar til svartra, sundur og saman í háði og ærslafullu spéi og tekst oftast að vera skemmtilega einlægur og fyndinn. En mér segir svo hugur að leikarinn í honum sé öllu minni í sniðum en leikstjórinn, þar sem hann sýnir ágætis takta. Og nú þegar þær fréttir hafa borist að Eddie Murphy hafi ráðið hann til að leikstýra nýjustu myndinni sinni, hefur hann ágætis tækifæri til að koma öllu því í verk sem hann prédikar í myndinni.... Runninn syngjandi og önnur endemis vitleysa Three Amigos ★★ Aðalhlutverk: Steve Martin, Chevy Chase, Martin Short. Leikstjóri: John Landis. John Landis er sennilega einn almesti sprelligosi sem stendur aftan við myndavélar í dag og oftar en ekki tekst honum dável upp, sbr. Blues Brothers, Trading Places og Into the Night. Hér leitar hann fanga ( gullöld Hollywood og býr til sögu um mislukkað gengi þriggja jólasveina í gervi kvikmyndaleikara, sem fá pokann sinn og ákveða fyrir misskiln- ing að freista gæfunnar í Mexikó. Endemis vit- leysa náttúrlega og allt í góðu lagi með það, bara ef brandararnir stæðu ekki velflestir í hálsinum. Stöku grín hittir þó beint í mark, t.d. runninn syngjandi sem kyrjar írska slagara í miðri mexikanskri eyðimörk og óborganleg kvöldvökusena út á gresjunni, sviðsett svo rækilega í kvikmyndaveri að það fer ekki framhjá neinum. Að létta á sfnu hjarta Heartburn ★★ Aðalhlutverk Meryl Streep, Jack Nicholson. Leikstjóri Mike Nichols. Þetta er hin notalegasta mynd, Ijúfsár ástar- saga og ósköp yndislega unnin og leikin - en um leið alveg fyrirhafnarlaust. Súperstjörnur á borð við Streep og Nicholson afgreiða þessa átakalitlu mynd með annarri hendi og bundið fyrir augu, án þess að þessi orð beri að skilja á neikvæðan hátt. Og maður klórar sér í koll- inum yfir Nichols leikstjóra sem oftast áður hefur legið miklu meira á hjarta sbr. The Gra- duate, Catch-22 og Silkwood. Hver var til- gangurinn? Tæþlega sá að lýsa sambandi Noru Ephron og Carl Bernstein (myndin er byggð á bók Ephron) því auðvitað er Ephron ekki að lýsa því ( neinum smáatriðum heldur fyrst og fremst að létta á sínu hjarta. En svo má auðvitað segja að það sé nægur tilgangur í sjálfu sér. VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.