Vikan - 17.12.1987, Blaðsíða 63
Árni Tryggvason (oraanistinn) og Tinna Gunnlaugsdóttir
(Ugla) í Átómstöðinni.
Glæsileg jóladagskrá
sjónvarpsstöðvanna
Sjónvarpsáhorfendur
eru vanir þvf að dagskráin
yfir hátíðirnar sé bitastæð-
ari en endranær, enda mun
meiri tími til að njóta þess
sem á boðstólum er. Ekki
virðast stöðvarnar ætla að
bregðast þessi jól frekar
en vant er. Þó fara þær
sína leiðina hvor, Ríkis-
sjónvarpið leggur mikla
áherslu á innlent efni en
Stöð 2 einbeitir sér að
góðu erlendu efni.
Ef litið er yfir dagskrá
Ríkissjónvarpsins sést að
mikið er lagt upp úr barnaefni
yfir jólin, enda eru þau hátíð
barnanna. Á aðfangadag
verður Veiðiferðin, fjöl-
skyldumynd Andrésar Ind-
riðasonar frá 1979 á
dagskrá. Á jóladag sýnir
sjónvarpið mynd sem heitir
Leyndardómar Vatnajökuls,
en hún er um leiðangur $em
farinn var bæði ýfir og undir
jökulinn. Sama dag verður
svo Punktur, punktur,
komma, strik á dagskrá.
Þegar við bætist Jólastundin
okkar fyrir börnin sést að
mikið er lagt í dagskrána
þennan dag. Ef farið er yfir á
annan dag jóla sést að boðið
er upp á tvær stórmyndir.
Fyrsta ber þar að sjálfsögðu
að nefna Átómstöðina sem
Þorsteinn Jónsson gerði eftir
skáldsögu Halldórs Laxness.
Hin myndin er bandaríska
óskarsverðlaunamvndin
Tender Mercies. Sunnudag-
inn 27. des. verður svo sýnd
önnur mynd eftir sögu Hail-
dórs Laxness, Salka Valka,
sænsk - íslensk mynd frá
1954 sem er endursýnd.
Á Stöð 2 er meiri áh'ersla
lögð á erlent efni. Eins og hjá
Ríkissjónvarpinu er mikið um
barnaefni. Á aðfangadag er
stanslaust barnaefni allan
daginn og því lýkur með
bíómynd um Prúðuleikar-
ana. Á jóladag er boðið upp
á Tónaflóð (Sound of Music),
Aftur til framtíðar og tvær
fyrirtaks gamanmyndir að
auki, Herramenn með stíl og
Elskhuginn. Á annan dag
jóla býður Fjalakötturinn upp
á París, Texas og siðar um
kvöldið verður á dagskránni
jólamyndin Smoky Mountain
Christmas með Dolly Parton
í aðalhlutverki.
Það ætti því engum að
leiðast yfir sjónvarpinu yfir
jólin eins og sjá má á þessari
upptalningu. Umsjónarmað-
ur dagskrárkynningarinnar
óskar ykkur gleðilegra jóla
og vonar að ykkur gefist tóm
til að njóta einhvers af þeim
krásum sem boðið er upp á á
sjónvarpsskerminum yfir
hátíðirnar. AE
FÖSTUDAGUR 18. DES.
RÚV. SJÓNVARP
17.55 Ritmálsfréttir
18.00 Nils Holgeirsson
18.25 Antilópan snýr
aftur. Jólaþáttur.
18.50 Fréttir/táknmáls-
fréttir.
19.00 Matarlyst
19.20 Á döfinni.
19.30 Top of the Pops
20.00 Fréttir og veður
20.40 Þingsjá
21.00 Annir og appelsín-
ur. Umsjón Eiríkur
Guðmundsson.
21.20 Mannaveiðar.
22.25 Downhill Racer.
Bandarísk bíómynd frá
1969. Leikstjóri Michael
Ritchie. Aðalhlutverk:
Robert Redford, Gene
Hackman og Gamilla
Sparv. Myndin er um
skíðakappa og baráttu
hans við að komast í
Ólympíulið Bandaríkja-
manna.
00.10 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok.
STÖÐ II.
16.35 Drottinn minn dýri!
Bandarísk gamanmynd
frá 1980. Ferðalangar í
rútuferð um landið helga
finna gamlar skræður í
helli og við það birtast
bibilíusögurnar þeim i
nýju Ijósi. Aðalhlutverk:
Dudley Moore, James
Coco, Dom DeLuise og
Madeleine Kahn. Leik-
stjóri: Gary Weis.
18.15 Dansdraumar.
Bráðfjörugur framhalds-
flokkur um tvær systur
sem dreymir um frægð og
frama i nútímadansi.
18.40 Valdstjórinn.
19.1919.19.
20.30 Sagan af Harvey
Moon. Lokaþáttur.
21.30 Ans-Ans. Úrslit í
spurningakeppni fréttam-
anna.
22.00 Hasarleikur.
23.00 Kór Langholts-
kirkju.
00.00 Þessir kennarar.
Bandarísk gamanmynd
frá 1984 um kennara í
framhaldsskóla sem á í
stökustu vandræðum
með nemendur sína.
Húmorinn í myndinni ku
vera í svartasta lagi.
Aðalhlutverk: Nick Nolte,
JoBeth Williams, Judd
Hirsch og Richard Mullig-
an (úr Löðri). Leikstjóri:
Arthur Hiller.
01.45 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR 19. DES.
RÚV. SJÓNVARP
14.55 Enska knattspyrn-
an. Bein útsending.
17.00 Spænskukennsia
18.00 Á döfinni.
18.15 (þróttir.
18.30 Kardimommu-
bærinn.
18.50 Smellir.
18.50 Fréttir/táknmáls-
fréttir.
19.00 Smellir.
19.30 Brotið til mergjar.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.50 Fyrirmyndarfaðir.
21.25 Maður vikunnar.
21.45 A Child’s Christmas
in Wales Bresk/kanadísk
sjónvarpsmynd um
jólahald ungs drengs í
litlu velsku þorpi. Myndin
er byggð á Ijóði Dylan
Thomas og er hugljúf í
meira lagi eins og hæfir
jólasögu. Með aðalhlut-
verk fer Denholm Elliott.
22.50 Love Among
Thieves. Ný bandarísk
gamanmynd. Leikstjóri
Robert Young. Aðalhlut-
verk: Audrey Hepburn og
R. Walker.
00.30 Útvarpsfréttir í
dagskrárlok.
STÖÐ II.
09.00 Barnaefnl.
12.00 Hlé.
13.35 Fjalakötturinn.
Dásamlegt líf. It's a
Wonderful Life. Bandarísk
stórmynd frá 1946. Þessi
mynd sem er löngu orðin
sígild fær fjórar stjörnur í
handbók Halliwells.
Söguþráðurinn er á þá
leið að engill kemur til
jarðar og fær mann til að
hætta við sjálfsmorð.
Síðan lítur hann yfir
farinn veg með mannin-
um og sýnir honum fram
á að lífið sé ekki lítilsvert
þrátt fyrir allt. Aðalhlut-
verk: James Stewart og
Donna Reed. Leikstjóri:
Franks Capra.
15.45 Nærmyndir.
Nærmynd af Eddu
Erlendsdóttur píanó-
leikara. Umsjónarmaður
er Jón Óttar Ragnarsson.
16.25 Ættarveldlð.
17.10 NBA - körfuknatt-
leikur.
18.40 Sældarlíf. Skemmti-
þáttur sem gerist á
gullöld rokksins.
19.19. 19.19.
20.30 íslenski listinn.
Bylgjan og Stöð 2 kynna
40 vinsælustu popplög
landsins í veitingahúsinu
Evrópu.
21.20 Tracey Ullman.
Skemmtiþáttur með
bresku söngkonunni og
grínleikkonunni Tracy
Ullman.
21.45 Spenser.
22.35 Lögregiustjórar.
Chiefs. Spennumynd í
þrem hlutum. 2. hluti.
00.05 Eitthvað fyrir alla.
Something for Everyone.
Saga um ástir og dularfull
örlög sem gerist í austur-
rísku Ölpunum. Aðalhlut-
verk: Angela Lansbury og
Michael York. Leikstjóri:
Hal Prince.
01.55 Líf og dauði Joe
Egg. Heimilislífið hjá
ungum hjónum verður
annað en fyrirhugað var
þegar þau eignast
flogaveikt barn sem er
hreyfihamlað og getur
enga björg sér veitt.
Foreldrarnir eru harmi
slegnir og fyllast vonleysi
yfir eigin getuleysi til að
hjálpa barninu. Myndin
fær mjög góða dóma og
fólki er bent á að missa
ekki af henni þrátt fyrir
■að hún sé sýnd svona
seint. Aðalhlutverk: Alan
Bates og Janet Suzman.
Leikstjóri: Peter Medak.
03.30 Dagskrárlok.
VIKAN 63