Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 19

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 19
■ Nú er þó loks komin ríkisstjórn sem hefur vilja til að fara að mestu að ráðum fiskifræðinga og draga úr sókn- inni til að ganga ekki nær fiskistofnunum en orðið er. nægja. Frumþörf er aö vísu teygjanlegt hugtak en við getum sagt aö rammi frumþarfa okkar íslendinga sé harla rúmur. Þaö nægir. Þá gerir ekkert til þótt sumir hafi ívið meira eöa minna en aðrir. Metnaöur er ávinningur en metingur er leiður löstur. I mínum huga leikur ekki vafi á því að okkur tekst aö vinna okkur í gegnum vandann sem viö stöndum frammi fyrir og upp- hafið að einmitt þessu sé ég fyrir mér að gerist á árinu 1992. Við erum svo vel sett að 2-4 prósent lakari lífskjör eru ekkert reiðarslag fyrir okkur. Frem- ur má líta á það sem óþægindi eða lítils háttar afturför. Aflinn minnkar og það er meðal ann- ars rökrétt afleiðing af ofveiðinni mörg undan- farin ár, auk óstjórnar og ofstjórnar í málefnum sjávarútvegsins. Nú er þó loks komin ríkis- stjórn sem hefur vilja til að fara að mestu að ráðum fiskifræðinga og draga úr sókninni til að ganga ekki nær fiskistofnunum en orðið er. Þessi stefnubreyting mun hafa það í för með sér að við getum fljótlega aukið aflann á ný og átt það þó nokkurn veginn víst að hann verður stórfellt meiri eftir tíu ár en hann er nú. f sjávar- útvegi er nú unnið markvisst að því að draga úr tilkostnaði þannig að samanlagt munu afla- aukning og hagræðing gefa mikið í aðra hönd þegar til lengri tíma er litið." GÓÐ LOÐNUVERTÍÐ „Þessu til viðbótar eru ánægjulegar horfur varðandi loðnuvertíðina í vetur. Væntanlega getum við veitt allt að milljón tonn af loðnu sem við fáum gott verð fyrir. Vert er líka að hafa það í huga að í Bandaríkjunum fer í hönd kosn- ingaár. Þegar svo stendur á verður jafnan nokkur þensla i efnahagslífi þar. Þessi þensla kemur sér vel fyrir okkur íslendinga því að hún skilar sér í hærra verði sem við fáum fyrir þær fiskafurðir sem við seljum þar.“ ÁLVER OG SKULDIR „Um álverið er það að segja að við eigum inni þaö sem við höfum þegar lagt fram af fé og fyrirhöfn. Við höfum þrátt fyrir allt unnið okkur [ hag þannig að þegar ákvörðun um að reisa ál- verið verður tekin getum við tekið til óspilltra málanna og unnið það verk hratt og örugglega. Versnandi lánskjör þýða einfaldlega það að við getum ekki haldið áfram að safna skuldum er- lendis. Það kann aö vera óþægilegt að geta ekki lengur „reddað" málunum með þeim gamalkunna hætti en einnig þetta ætlum við að nýta okkur. Við látum okkur óráðsíuna að kenningu verða um leið og við bætum fjár- hagsstöðuna." SJÓÐASUKK OG FRJÁLSHYGGJA „Þessar aðstæður, sem ég er að lýsa, setja okkur að mörgu leyti þröngar skorður. Þær gera kröfur til aðhalds og sparnaðar, ekki síst hjá hinu opinbera. Þær krefjast þess jafnframt að við leggjum af „sjóðasukkið" og hættum að dæla almannafé í rekstur og framkvæmdir sem fá ekki staðist, þannig að þær hafa í raun- inni aldrei möguleika á að skila arði. Það er lögmál að rekstur verður að skila arði. Þetta lögmál er ekki uppfinning strangtrúarmanna frjálshyggju, það er einfaldlega lögmál heil- brigðrar skynsemi." FISKELDI - FRAMLEIÐSLA - SAMKEPPNI „Eitt get ég nefnt sem mun verða okkur til hagsbóta. Á sínum tíma var átta milljörðum mokað i fiskeldi. Þar af fuku sex milljarðar út í veður og vind. Eftir eru þá tveir milljarðar í fjár- festingum í þessari grein og því til viðbótar kemur reynslan sem við höfum aflað okkur þótt hún hafi verið óheyrilega dýrkeypt. Þegar upp er staðið eru örfá fyrirtæki í fiskeldi sem halda velli og þau gætu gefið vel af sér í framtíðinni, ef vel er á haldið." - Þetta voru stóru málin. Hvað um iðnað og landbúnað? „Þrátt fyrir óvissu varðandi samskipti okkar við EB og EES er óhætt að fullyrða að í báðum þessum greinum eru fram undan á allra næstu árum gífurlegar breytingar. Þótt við vitum ekki með vissu hverju við munum standa frammi fyrir eigum við þó eitt víst: Kröfurnar, sem við verðum að gera til okkar sjálfra í þessum greinum, munu gjörbreytast. Við komumst ekki hjá því að stefna ákveðið að því að verða sam- keppnisfær. í Evrópu er offramboð á landbún- aðarafurðum og sama er að segja um megnið af iðnvarningi. Við komumst ekki lengur upp með að framleiða langt umfram eftirspurn innanlands af ákveðnum matvælum og halda þeirri framleiðslu gangandi eins og orðið er eins konar kækur hér. Við erum að draga úr þessari framleiðslu enda þótt það hafi i för með sér vissan sársauka. Það verður gert uns hún nægir okkur og þá með þeim hætti að al- menningur geti keypt hana á réttu verði. Sjálfs- þurftarbúskapur á þessu sviði er ekki nóg. Verðið þarf líka að vera í samræmi við það sem er í grannlöndunum. Samkeppnishömlur í iðnaði og verslun eru á undanhaldi en á því sviði er mikið verk óunnið. Hingað til hefur verið hægt aö velta þeim vanda á undan sér, sem reyndar má furðu gegna, en breyttar aðstæður í Evrópu valda því að við komumst einfaldlega ekki upp með það lengur." LÖG GEGN HRINGAMYNDUN - Hvað um einkavæðingu? „Hún er meðal annars liður í því að gera okkur samkeppnishæf á evrópskum vett- vangi.“ - Búnaðarbankinn hefur verið í brenni- punkti í umræðu um einkavæðingu. Mun ríkið selja hann á komandi ári? „Ég býst fastlega við því, meö þeim fyrirvara þó að löggjöf gegn hringamyndun verði að veruleika. Þetta er talsvert snúið mál en mark- miðið er að tryggja valddreifingu í staö þess að skipta bara um þríhöfða þurs. Þessi stefna er algjört grundvallaratriði. Völd í krafti pólitískra áhrifa eða fjármagns mega ekki safnast á fárra hendur. Vítin eru til að varast þau. Þar nægir að líta á SÍS á meðan það var og hét. Þetta meginatriði varðar ekki einungis Búnaðar- bankann heldur mörg önnur fyrirtæki og at- hafnasvið. Á íslandi er ekki auðvelt að setja lög sem tryggja þessa meginreglu án þess að hefta um leið nauðsynlegt frjálsræði. Slík lög eru í gildi í mörgum löndum en það þýðir ekkert fyrirokkur að Ijósrita bara bandaríska löggjöf um sama efni, svo afgerandi dæmi sé tekið. íslenskt þjóöfélag með um 250 þúsund manns er allt annað en risaþjóðfélag eins og hið bandaríska með nærfellt þúsundfalda íbúatölu. Lítið þjóð- félag á borð við okkar er miklu viðkvæmara fyrir þjöppun valds en fjölmennt þjóðfélag. Þar gilda allt önnur lögmál. Auðvelt er að færa rök að þessu. Nægir að nefna SÍS sem fyrir nokkrum árum ætlaði heldur betur að færa út kvíarnar í skjóli slíks valds og var með gríðarleg áform þar um án þess að þau væru í minnsta samræmi við raunveruleikann, eins og raunar kom á daginn. Sú fyrirtækjasamsteypa þreifst í eins konar gerviheimi, fyrst og fremst á kostnað sparifjár- eigenda. Þegar SÍS stóð síðan frammi fyrir því að lifa í alvöruheimi, þar sem unnt var að spara í því skyni aö láta áþreifanleg verðmæti, í líki peninga, sem raunar eru öruggasti mæli- 26. TBL. 1991 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.