Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 34

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 34
BRÚÐARMYNDA- KEPPNI KQDAK árin en viö uröum ekki ást- fangin hvort af öðru fyrr en í þriðja bekk. Síöan þá höfum viö ekki getað litið hvort af öðru. Við útskrifuðumst vorið ’90 og héldum suður þá um haustið. Það hefur alltaf staðið til að við giftum okkur, það lék aldrei neinn vafi á því.“ Hún sagði að brúðkaups- dagurinn hefði verið ákaflega vel heppnaður í alla staði. Þau giftu sig í Akureyrarkirkju en svo skemmtilega vildi til að það var bróöir hennar sem gaf þau saman, séra Svavar Al- freð Jónsson, sóknarprestur á Ólafsfirði. Hann skirði dóttur þeirra við sama tækifæri og hlaut hún nafnið Fanney Margrét. „Mér fannst það mjög vel við hæfi að bróðir minn gifti okkur, þetta varð allt einhvern veginn svo miklu persónu- legra. Það tók svolítið af virðu- leika athafnarinnar að dóttir okkar grét allan tímann en það kom samt ekkert að sök. Það voru um níutíu kirkjugestir og komu þeir síðan allir til veisl- unnar sem haldin var í safnað- arheimilinu, í nýju og glæsi- legu húsnæði." Sigríður sagði að athöfnin hefði farið fram klukkan fimm síðdegis. Hún fór því í hár- greiðslu um hádegið og í snyrtinguna þar á eftir. Kjólinn fékk hún lánaðan og þá vant- aði ekkert nema blómin. Þau fékk hún í versluninni Blóma- húsinu. „Það er saga að segja frá því. Okkur langaði að hafa allar blómaskreytingar ferskju- bleikar og það er ekki hlaupið að því að fá blóm með þeim lit, nema gera sérstakar ráð- stafanir. Þau voru því pöntuð sérstaklega fyrir okkur. Blóm- vöndurinn var settur saman úr gladíólum og rósum í þessum fallega lit.“ Brúðkaupsnóttinni eyddu ungu hjónin frammi á Kristnesi en faðir Sigríðar starfar við sjúkrahúsið þar. „Þarna eru nokkrar starfsmannaíbúðir með öllum búnaði og hann fékk eina lánaða handa okkur fyrir þessa einu nótt. Það var mjög skemmtilegt að dvelja þarna uppi í sveit. Maðurinn minn er áhugasöm gæsa- skytta og það eina sem ég ótt- aðist var að missa hann á skyttirí eldsnemma næsta morgun." □ GÓÐUR UÓSMYNDARI ÞARF AÐ VERA SÁLFRÆÐINGUR í SÉR Sigurvegari í brúðar- myndakeppni Kodak- umboðsins og Vikunnar í nóvembermánuði er Ásgrím- ur Ágústsson á Ijósmyndastof- unni Norðurmynd á Akureyri. Brúðurin heitir Sigríður Jóns- dóttir og er borinn og barn- fæddur Akureyringur eins og Ásgrímur. Rekstur Ijósmyndastofunnar hóf hann í marsmánuði 1973 og hefur starfað af krafti síðan. Ásgrímur lærði Ijósmyndun í heimabæ sínum og var meist- ari hans Sigurður Stefánsson á Ijósmyndastofunni Filmunni. Bóklega námið sótti hann til Reykjavíkur fyrstu misserin en lauk því síðan fyrir norðan. „Við erum þrír, feðgarnir sem vinnum hérna," sagði Ás- grímur þegar hann var spurð- ur um það hversu umfangs- mikil starfsemin væri. „Þeir eru reyndar tvíburar og heita Ágúst og Bergþór. Sá fyrri hef- ur lokið Ijósmyndanámi, hinn er ekki algjörlega búinn með allt sem til þarf en stutt er í það.“ Ásgrímur sagöi að starf þeirra væri einkum fólgið í hefðbundnum stúdíómynda- tökum en þeir sinntu jafnframt ýmsum öðrum verkefnum sem tengdust til dæmis atvinnulífi og auglýsingagerð. Spjallað var við Ásgrím á miðri jólaföstunni og var hann þá önnum kafinn við árstíða- bundin verkefni tengd hinni miklu hátíð. „Við erum þessa dagana að taka myndir fyrir fólk sem ætlar að hafa þær til jólagjafa, auk þess sem við tökum eftir gömlum myndum í sama tilgangi. Síðast en ekki síst er oröið algengt að fólk biðji okkur um að útbúa fyrir sig myndir á jólakort.” Ásgrímur var spurður að því hvort fjölgun giftinga hefði ver- ið jafnmikil norðan heiða og fyrir sunnan. „Já,“ sagði hann, „ekki ber á öðru. Undanfarin tvö sumur hafa giftingar verið fleiri hér nyrðra en mörg undanfarin ár. Ég var einmitt að fletta í gömlum vinnubók- um síðan á fyrri helmingi átt- unda áratugarins. Fram kemur að giftingar þá voru fjölmargar og algengt að hér væru fimm brúðhjón í Ijósmyndun á laugardögum og jafnmörg á sunnudögum á sumrin og fram á haustið. Síðan datt þetta niður og á tímabili heyrðu A Starfs- fólk Norður- myndar á Akureyri. F.v. Hafdís Dögg Svein- bjarnardótt- ir, Ágúst Ásgríms- son, Berg- þór Ás- grímsson og höfuð- paurinn, Ás- grímur Agústsson. Brúðhjónin Sigríður Jónsdóttir og Karl Jónsson. brúðhjón hér til algjörra undantekninga liggur mér við að segja. Maður varð bara hissa þegar slíkar myndatökur voru pantaðar. Þetta hefur ver- ið heldur að aukast hin síöari ár og í fyrrasumar náðu gifting- arnar hámarki. Maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið." VORUÐ ÞIÐ NEYDD TIL AÐ GIFTAST? - Hvað hefur þú mest gaman af að fást við? Það fer eftir því fólki sem í hlut á hverju sinni, hvort sem það eru brúðhjón, fermingar- barn eða fjölskylda. Sum ferm- ingarbörnin koma hingað af illri nauðsyn og jafnvel nauðug viljug og eru að láta taka mynd af sér fyrir foreldrana og skyld- fólkið. Það getur á hinn bóginn verið geysilega skemmtilegt að mynda fermingarbörn. Ef fólk kemur í stúdíóið illa fyrir kallað er stundum hægt að vinna við- komandi á sitt band og fá þann sem situr fyrir til að slaka á og sýna hinar skemmtilegri og betri hliðar á sér. Yfirleitt er mjög gaman að mynda brúðhjón sem hamingj- an geislar af og lífiö brosir við. Þó geta þau líka verið alvarleg á svipinn og áhyggjufull, svo stíf reyndar að þeim stekkur ekki bros. Einu sinni sem oftar voru hjá mér nýgift hjón. Þau voru gjörsamlega frosin í framan og feimin. Til þess að freista þess að fá þau til að brosa örlítið framan í mynda- vélina spurði ég hvort þau hefðu verið neydd til að giftast, en slíkt mætti halda af svipn- 34 VIKAN 26. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.