Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 22

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 22
ER EG OHAMINGJUSAMUR MOR INGI ISTAÐ H^MINGJUSAMRAR - SAGA ÍSLENSKRAR STÚLKU SEM GENGIÐ HEFUR í GEGNUM FÓSTUREYÐINGU Eg veit ekki hvort þið hafið áhuga á sögu minni en hún snýst um þá martröð sem ég hef lifað að undan- förnu. Hún er líka um ástæðurnar fyrir því hvers vegna ég fyllist alltaf sorg þegar ég sé ungar mæður úti að ganga með barnavagna og þegar ég heyri lítið barn gráta. Það var laugardagur þegar fundum okkar bar saman. Þá fór ég í ökuferö og síðan út að borða ásamt vinkonu minni. Með henni í för var vinur hennar og síðan vinur hans, sem ég ekki þekkti. Ég heillaðist af hinum síðarnefnda vegna þess hve hann var skapgóður og uppá- finningasamur. Þegar þetta var haföi slitnað upp úr sambandi mínu og stráks sem ég hafði verið með í nokkurn tíma en ég var alls ekki að leita mér að öðrum til að fylla í skarðið. Þetta var hinn skemmtilegasti laugardagur. Ég var í góöu skapi, lét eins og bjáni, eins og ég á vanda til í vinahópi. Ég sagði brandara og hló hærra en allir aðrir, söng og lék við hvern minn fingur. Um kvöldið var síðan smalað til teitis. Þar var dansað og fólk skemmti sér afar vel. „Hann“ sat yfir mér allan timann og sagði mér skemmtilegar sögur. Öllum var Ijóst hvaö hann ætlaði sér - nema mér. Kvöldið endaði nú samt þannig að við héldum heim til hans. í rekkju hef ég upplifað ýmislegt en þetta var sú fallegasta og besta nótt sem ég hef lifað. Um það leyti sem sólin var að rísa úr sinni rekkju lágu líkamar okkar sveittir hlið við hlið. Ég var himinsæl og nær örmagna af þreytu. Hann sneri sér að mér og hvíslaði í eyra mér, rétt eins og sólin gæti heyrt til hans: „Ég elska þig.“ Ég þagði. Hann lýgur, hugsaði ég. „Ég hef aldrei sagt þetta áður,“ bætti hann við eins og til að sannfæra mig. „Ég lýg ekki.“ „Kannski," svaraði ég. Ég fór áður en hann vaknaöi. Ég bjóst ekki viö að heyra frá honum aftur en skrifaði síma- númerið mitt á blað og setti á náttborðið. Það leið ekki á löngu þar til hann hringdi. Hann bauð mér í mat, út að dansa og ýmislegt fleira. Við vorum saman allt sumarið. Við ræddum um vonir okkar og óskir, skemmtum okkur og elskuðumst allar nætur. Ég var svo ánægð að ég var syngjandi frá morgni til kvölds. Sólin skein allt í kringum mig þótt úti rigndi. Hann hvíslaði að mér: „Ég elska þig,“ hvern einasta dag. Eina nóttina, þegar sólin lá og hvíldi sig og við vöfðum okkur saman, hvíslaði ég að honum stóru orðunum þremur af minni innstu sannfæringu. Ég sagði satt, ég var ástfangin af honum upp fyrir haus og fram í stóru tá. Sumarið leið og það kom tími að- skilnaðar. „Hann“ var nefnilega utan af landi og hélt aftur heim í skólann. Ég var mjög leið en hann fullvissaði mig um að hann elskaði mig enn og sambandi okkar væri síður en svo lokiö. Stuttu eftir að hann fór áttaði ég mig á því að ég hafði ekki haft blæðingar í of langan tfma. Ég fór með þvagprufu á næstu heilsugæslu- stöð. Svarið kom fljótt - og það var jákvætt. Ég var fljót að hlaupa út og settist inn á milli hárra trjáa. „Ólétt!" Ég brotnaði alveg niður, grét úr mér augun. Ég sat þarna grafkyrr lengi og hugsaði um framtíð mína - um að ég væri ung og ætti eftir að koma svo miklu í verk, hvort samband mitt og „hans“ færi ekki í hundana. Mamma og pabbi yrðu ekki ánægð ef ég hætti við allt námiö sem ég ætlaði að Ijúka við - en svo var það fleira. Mér fannst að þetta barn hefði veriö getið í ást, ég elskaði barnsföður- inn. Ég hugsaði með mér að ef ég ætti það ætti ég alltaf hluta af honum þótt ég myndi aldrei eiga hann að. Ég vissi ekki hvað ég átti að taka til bragðs. Ég ræddi við vinkonu mína sem eignaðist barn aðeins sextán ára. Ég leitaði ráða hjá henni. „Auðvitað er dásamlegt að fæða barn en farðu samt í fóstureyðingu," var svar hennar. Ég tal- aði við mömmu. „Þú ert of ung, ertu tilbúin að sökkva öllum þínum draumum og vonum? Að standa jafnvel ein í að ala upp barn, ekki bara í eitt ár, vinan, því barnauppeldi stendur yfir í tuttugu ár?“ Ég var enn óákveðin en þróttlaus og fékk 22 VIKAN 26. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.