Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 76

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 76
TEXTI: ÞORSTEINN EGGERTSSON / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON TVEIR METSÖLUHÖFUNDAR Á FERÐ UM ÍSLAND „ÞID ERUD SVOUTID STOLT OG FURDULEG" Einn víðlesnasti rithöfundur Norðurlanda, Svíinn Maj Sjövall (sem skrifaði óvenjulegar glæpasögur um lög- reglumanninn Martin Beck ásamt manni sínum Per Wahlöö) er farin að skrifa skáldsögur í samvinnu við mesta metsöluhöfund Hollendinga, Tomas Ross. Fyrsta skáld- saga þeirra, Konan sem líktist Gretu Garbo, kom út í fyrra, hefur verið þýdd á íslensku og er komin í bókabúðir hér á landi. Þau ákváðu á dögunum að taka sér svolítið frí frá rit- störfum og fara tii íslands. Maj hefur komið hingað áður og Tomas, sem er mannfræðingur að mennt og ævintýramaður að upplagi, sló til þegar hún hafði lýst landinu fjálglega fyrir honum. Hún er 55 ára ekkja en hann er 47 ára, tvíkvæntur og tók seinni konuna sína, Doreen, með sér hingað. Ég snæddi með þeim kvöldverð fyrir nokkru og varð margs vísari um þau. Það eru sjö ár síðan þau Maj og Tomas kynntust og ég spurði hann hvernig það hefði viljað til. Tomas: Ég var sendur til Kaupmannahafnar til að taka viötal við hana. Þetta var sól- arhringsferð - ég átti að hitta hana á ákveðnum staö á ákveðnum tíma. Ég kom á undan henni og í hvert skipti sem ég sá ríkmannlega konu ganga í salinn, kannski í pels og með tvo kjölturakka, stóð ég upp, tilbúinn að kynna mig. En konurnar strunsuðu allar framhjá. Svo þegar ósköp al- þýðleg kona í blússu og galla- buxum settist hjá mér starði ég hvumsa á hana þegar hún kynnti sig sem Maj Sjövall. Maj: Hann hélt að ég væri forrík og kannski ætti ég að vera það. En ég hef aldrei kunnað að fara með peninga. Þegar hann komst að því bauð hann mér heim til sín I Hol- landi og þar með hófst óslitin vinátta okkar. Við töluðum um bókmenntir yfir morgunkaffinu og það varð til þess að seinna fórum við að skrifa saman. Hann er mjög fær í að finna út söguþráð og fléttur. - Hvernig færðu hug- myndirnar? A Höfund- ar sögunn- ar Konan sem líktist Gretu Garbo. Blaðamað- ur Vikunnar átti stutt viðtal við þau er þau voru hér á ferð fyrir skemmstu til að kynna bók sína, en hún kom út í ís- lenskri þýð- ingu fyrir jól. Tomas: Ég ergamall blaða- maður og fæ stundum hug- myndir úr sérkennilegum fréttum. Tökum til dæmis litla frétt um konu sem kemst að því að hún er ættleidd og vill komast aö því hverjir raun- verulegir foreldrar hennar eru. Samkvæmt hollenskum lögum er það ekki hægt vegna þagn- arskyldu viðkomandi yfirvalda. Svo mér dettur í hug stúlka sem langar að eignast barn. Hún finnur sér mann til að gera sig ófríska en vill síðan ekkert með hana hafa. Barnið fæðist en deyr skömmu síðar úr arfgengum blóðsjúkdómi sem aðeins erfist frá móður- inni. Þar með finnur hún út að foreldrar hennar geta ekki ver- ið raunverulegir foreldrar 76 VIKAN 26. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.