Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 14

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 14
Enn á Margrét Thatcher eftir að koma á óvart. Mitterrand á eftir að deila hart við ýmsa þjóðarleiðtoga. Gorbatsjov er ekki þagnaður... ENGLAND OG EVRÓPULÖND ■ Margrét Thatcher kemur enn á óvart varöandi Evrópu- bandalagsmálið. ■ Breskt einkaleyfi á gúmmí- mottum, sem hjálpa konum til að rannsaka sjálfar brjósta- krabbamein á byrjunarstigi, verður kynnt á Norðurlöndun- um og einnig hér á íslandi. ■ Mayor, forsætisráðherra Breta, æskir stuðnings Mar- grétar Thatcher og* ræður hana sem sérstakan sendifull- trúa á nokkrum ráðstefnum um EB-málið. ■ Manchester United kaupir íslenskan leikmann í knatt- spyrnu fyrir háa upphæð. ■ Ríkisreknir bankar í Frakk- landi munu einkavæðast í rík- ari mæli en hingað til og sækj- ast eftir fjármagni og eignar- aðild stærstu fyrirtækja þar í landi. ■ Mitterrand Frakklandsfor- seti mun láta mikið að sér kveða á árinu og deila hart við þjóðarleiðtoga í álfunni. Hann mun fara fyrir f fyrirhuguðu hjálparstarfi við ný ríki í hinum fyrrverandi Sovétríkjum og á Balkanskaga. ■ Á Balkanskaga upphefst nefnilega mikill órói og það hriktir í stjórnum margra ríkja þar. Júgóslavíu verður ekki endanlega skipt og ekki sér fyrir endann á stríðsátökum f landinu. VÍÐS VEGAR ■ í Rússlandi og öörum rfkj- um þessa fyrrverandi heims- veldis verður erfiður vetur en ástandið batnar verulega með vorinu og endurskipulagning hefst í flestum ríkjunum. ■ Af Gorbatsjov munum við heyra mikið á árinu þótt að- stæður hans breytist. ■ Jeltsín heldur áfram að vera forsvarsmaður í flestum mál- um hinna nýfrjálsu ríkja. Bandaríkin munu styðja upp- byggingu þessara landa. ■ í Þýskalandi eiga fyrirtæki, einkum í iðnaði, í vök að verjast, bæði vegna minnk- andi útflutnings til Bandaríkj- anna og eins vegna snar- minnkandi viðskipta við þau lönd sem áður tilheyrðu Sov- étríkjunum. Atvinnuleysi eykst þar í landi. Átak verður gert til að sameina flest minni fyrir- tæki í framleiðslugreinum en þar er við ramman reip að draga þar sem Japanir hafa forskot með tölvuvæddum fyrirtækjum í flestum greinum sem keppa við Þjóðverja. ■ I Asíu eru víða óveðurs- ský. í Hong Kong veröur mikill óróleiki, jafnvel uppreisn vegna ótta íbúanna við yfir- töku kínverska alþýðulýðveld- isins þegar breskum yfirráöum sleppir. Atvinnuleysi eykst f nýlendunni en fólk reynir að komast burt til að forðast vandræðin. í Austur-Asíu eru þó ekki alls staðar erfiðleikar og Japan heldur sínum hlut. Og á þessu svæði verður stærsta markaðssvæði heims- ins. Fríverslunarsvæði verða aukin í þessum heimshluta úr tveimur í fimm. ■ Norður-Kórea hótar blóð- baði verði ráðist á landið og múslimar, sem eru fjölmennir f sovésku lýðveldunum, fara fram á aðstoð ríkra araba- þjóða. Verður það til þess að vestrænar þjóðir munu verða vel á varðbergi varðandi áhrif þessara hræringa á austan- verða Evrópu. ■ Stærsta mál ársins í er- lendum fréttum verður hins vegar óleyst vandamál vegna fólksflutninga milli landa, bæði f Evrópu og í nýfrjálsu ríkjun- um í Sovétríkjunum. Þetta á eftir að taka allan tíma leið- toga Evrópuríkja og einnig Bandaríkjanna og landa í Asíu sem eru þess umkomin að taka við nýjum innflytjendum. ■ Og það er ekki bara á ís- landi sem skorið er niður í heil- brigðiskerfinu. ( Danmörku veröa miklar deilur þegar upp- sagnir nokkur hundruð manna á stærsta sjúkrahúsi landsins veröa tilkynntar, sjúkrastofum lokað og landsbyggðarhéruð- um gert að taka á sig kostnað af sínum sjúklingum. FRÆGT ERLENT FÓLK ■ Elfsabet Taylor skilur við nýja eiginmanninn. ■ Díana Bretaprinsessa verður í sviðsljósinu vegna meintrar vináttu við frægan listamann. ■ Eitt Kennedy-hneykslið enn kemur upp á yfirboröið og veldur fjaðrafoki í fjármála- heiminum. ■ Aids-veiran mun taka toll af þremur frægum og hjartfólgn- um leikurum, tveimur í Holly- wood og einum í Bretlandi. ■ Nelson Mandela æskir að- stoðar Evrópuleiðtoga svo og stjórnvalda í Bandaríkjunum vegna baráttu sinnar í Afríku. ■ Cliff Richard festir umtals- vert fé f eignum á Bretiandi. ■ Leikkonan Cher græðir stórfé á líkamsræktarpró- grammi sem hún selur á spól- um og myndböndum. Þessi myndbönd verða einnig vin- sæl hér á landi en deilur koma upp um íslenskan umboðsað- ila. ■ Sylvester Stallone og Kief- er Sutherland feröast víða um heim með áróður til hjálpar bágstöddum og vannærðum börnum og verður vel ágengt. VÍSINDIN ■ Enn kemur fram nýtt lyf sem menn binda vonir við til lækningar á krabbameini. Og gegn Alzheimerveikinni verður fariö aö nota sérstakt efni sem komið er fyrir í eða við heilann til að geta haft hemil á við- gangi þessa sjúkdóms. ■ Ókunnur sjúkdómur, sem breiðist út í einu eða fleiri lönd- um fyrir botni Miðjarðarhafs eða við Persaflóann, vekur upp ótta fólks. ■ Frumdrög að fyrsta tveggja hæða fólksbílnum (4-6 sæta) verða kynnt á nýju ári. ■ Farið verður að prófa hvernig menn geta lifað f at- hugunar- og vísindastöðvum í geimnum með því að byggja þar til gerðar stöðvar á jörðu niðri með sömu aöstæðum og í geimnum. ■ Miklar framfarir verða á sviði tölvubúnaðar og einkum með tilliti til að gera þær mun hraðvirkari en nú þekkist. ■ Nýjar tilraunir verða kynnt- ar til að auka trjávöxt umtals- vert. Stórt svæði með fljót- sprottnum trjám gefur góða raun fyrir árslok. ■ Stórstígar framfarir verða í flutningaþotum sem geta borið og flutt stærri farma og þyngri en hingað til. ■ Hugmyndafræðin um sól- kerfið okkar og aldur þess kann að breytast verulega á næsta ári þegar uppgötvaðar verða nýjar smástjörnur milli nokkurra reikistjarnanna. Og enn finnast ný vegsummerki um uppruna mannsins. Báðar þessar uppgötvanir verða gerðar einhvers staðar á suðurhveli jarðar. ■ Litaðir fiskar verða eftirsótt- ir til átu í framtíðinni og við Indlandshaf verður farið að veiða slíka fiska, ekki síst svokallaðan bláfisk sem þó var uppgötvaður fyrir meira en fimmtíu árum. Einnig uppgötv- ast að fiskar og krabbadýr geta líka lifað neðanjarðar á landmassanum, þar sem vatn er djúpt í jörðu, einkum á há- hitasvæðum. Loks verður bílaáhugamönnum að ósk sinni að komast nær því að losna við bensín og olíu þar sem fram kemur bíll sem gengur fyrir vetnisorku. 14 VIKAN 26. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.