Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 21

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 21
engan veginn komin í þrot. Hins vegar er staö- an orðin svo þröng aö viö komumst óhjá- kvæmilega í þrot ef viö tökum ekki rétta stefnu núna. Efnahagslífinu má líkja við bíl sem er kom- inn inn í öngstræti. Bíllinn getur ekki komist á áfangastað nema breytt sé um stefnu. Ekki dugar að snarsnúa stýrinu. Þá yrði beygjan svo kröpp að bíllinn ylti. Augljóslega er ríkis- stjórnin að taka krappa beygju en bíllinn er traustur og sé honum stýrt af öryggi veltur hann ekki þótt hann hljóti að hægja á sér. Að líkingamáli slepptu þá er nú verið að vinda ofan af rekstri sem ábyrgðarlausir stjórn- málamenn hafa haldið úti á vægast sagt hæpnum forsendum, með styrkjum af al- mannafé sem í rauninni var ekki fyrir hendi. Það er eitt meginmarkmið þeirrar stjórnar sem ég verkstýri að slíkri óráðsíu verði hætt. At- hafnalífið er því miður undirlagt af þessari villu. Það vill bara svo til að við sem nú skipum ríkís- stjórnina lítum ekki á þá staðreynd sem neitt náttúrulögmál eða óvinnandi virki. Þvert á móti." STANDAST STJÓRNARFLOKKARNIR? - Nú er greinilega við ramman reip að draga í þessu efni. Þér gengur ekki sem best að afla stuðnings við stjórnarstefnuna á þingi og jafn- vel ekki í þínum eigin þingflokki. „Auðvitað eru til í öllum flokkum menn sem virðast eiga það sameiginlegt að bera fremur fyrir brjósti stundarhagsmuni „atkvæðanna" sem komu þeim á þing en þjóðarhag." - Er stjórnarsamstarfinu svo háttað að bú- ast megi við þingkosningum á komandi ári? „Nei, það tel ég ekki vera. Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess að stjórnarflokkun- um takist ekki að þoka stefnumálum sínum í rétta átt og afla stuðnings við þau. Þetta kostar bara þóf og þetta þóf tekur tíma sem væri bet- ur varið til þarfari hluta en þess að jagast um smáatriði. Árið 1992 gætu hins vegar orðið breytingar innan ríkisstjórnarinnar. Rætt var um það þegar stjórnin var mynduð að stuðla að vissri hreyfingu innan hennar á meðan hún sæti. Hér á ég við að núverandi ráðherrar kynnu að færast til innan stjórnarinnar, senni- ■ Það er lögmál að rekstur verður að skila arði. Þetta lögmál er ekki uppfinning strangtrúar- manna frjálshyggju, það er einfaldlega lögmál heilbrigðrar skynsemi. ■ Við komumst ekki lengur upp með að framleiða langt umfram eftirspurn innanlands af ákveðnum matvælum og halda þeirri framleiðslu gangandi eins og orðið er eins konar kækur hér. Við erum að draga úr þessari framleiðslu enda þótt það hafi I för með sér vissan sársauka. ■ Kerfisbreytingar eru alltaf erfiðar, ekki síst þegar ekki verður hjá því komist að hrófla við veldi smákónganna. ■ Kerfið var vel meint í byrjun en það hefur tútnað út og orðið illa viðráðanlegt. Að leggja það niður, eins og það leggur sig, kemur engum heilvita manni til hugar. ■ Nú eru skuldirnar komnar á það stig að við ráðum ekki við þær nema með víðtækum ráðstöfun- um. legast þannig að ráðherrar úr sama flokki skiptu um ráðuneyti. Til þess gæti komið á næsta ári. Líka kemur til greina að skipta um menn og fá alveg nýja menn inn í stjórnina. Það verður þó varla fyrr en á þar næsta ári. Sjálfur tel ég að jafnan eigi að koma til álita að skipt sé um ráðherra í ríkisstjórn á miðju kjör- tímabili. Sá háttur er hafður á í ýmsum ríkjum og þykir gefast vel. Þannig fást nýjar víddir inn í stjórnarsamstarfið sem hlýtur að vera æski- legt þótt ekki kæmi annað til. Mér finnst sjálfsagt, aö öðru jöfnu, að gefa nýjum mönn- um tækifæri til að spreyta sig í ríkisstjórn, jafn- vel þótt þeir sem þar eru fyrir standi sig ágæt- lega.“ - Og gefa þá kannski þjóðinni færi á að njóta ferskra hugmynda nýrra ráðherra, samanber þá kenningu að nýir vendir sópi best? „Já, einmitt." - En þið sem unduð ykkur í Viðeyjarklaust- ur? Ætlið þið að standa upp fyrir nýjum mönnum? „Nei, ég á ekki von á því.“ □ 26.TBL.1991 VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.