Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 31

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 31
TEXTI: HJALTI JÓN SVEINSSON / UÓSM.: M. HJÖRLEIFSSON HUGARÓRAR HALLGERÐAR ÖNNUR MEÐ VÖRTU HIN MEÐ SKEGGRÓT að er alveg á hreinu að ég flyt að heiman um áramótin ef ráðin mín verða ekki notuð. Mamma er búin að gera allt brjálað hérna heima með því að bjóða Tótu frænku i Breiðholtinu í mat á gamlársdag og' afa á Grand- anum líka. Við skulum bara at- huga það að síðan Óli, kær- astinn hennar, sást klípa í lær- ið á tengdamömmu herfunnar á neðri hæðinni hefur Tóta gengið með leikhúskíki á sér, gjörsamlega óð af afbrýði. Það vita náttúrlega allir að afi er hættulega kvensamur, eiginlega kynóður, myndi ég segja. Eins og þjóðin veit svo greinilega fara allir inn á alla um tólfleytið og ef við eigum ekki að flippa endanlega hérna heima verður meiri hátt- ar mál að gulltryggja að þessir kvennabósar týnist ekki. Það verður aö plana stórt núna, það er sko á hreinu. Pabbi og mamma verða að flytja úr Hrafnanesinu ef þeir finnast svo kannski - eins og um síðustu áramót - á nýárs- dag heima hjá systrum sem búa hérna í götunni. Þessar lauslátu sogskálar bókstaflega bíða eftir að strákarnir láti sjá sig eftir miðnætti einu sinni á ári. Það sleppur enginn frá þeim fyrr en í fyrsta lagi dag- inn eftir. Þær eru svo rosalega aðþrengdar, enda hafa þær engan séns þar á milli, það sjá allir. Önnur er með vörtu á kinnbeininu á stærð við með- altungl og hin er svo greinilega með skeggrót, alla vega er eins og hún sé með svartan tvinna alls staðar á hökunni. Þessar lúmsku piparbjöllur standa eins og tveir sakleys- ingjar úti á tröppum með stjörnuljós frá klukkan átta til að missa ekki af neinu. Mamma lofaði Tótu, þessari moldvörpu, að við pabbi myndum vakta Óla allt kvöldið ef hún kæmi. Maður finnur svo innilega tilætlunarsemina í þessari ofdekruðu geit. Best væri og minnst þreytandi fyrir okkur pabba, ef við eigum ekki að deyja hægum dauðdaga, að spila af kassettu smáupp- lýsingar fyrir þessa bósa, sem gefa til kynna hvað bíður þeirra ef þeir voga sér út. Mað- ur tekur sko enga sénsa fyrir svona geðsjúkt lið. Ég fæ velgju ef ég sé þá. Báðir með hárkollu, takk. Við skulum bara athuga það, að þegar Jóa þurfti einu sinni á gamlárskvöld að vakta pabba sinn af sömu ástæðum þá sagði ég henni bara að gleyma því og láta tæknina vinna fyrir sig. Guttinn er svo rosalega móðursjúkur að hún keyrði hann í rúmið á innan við kortéri, eftir að hafa sett í gang kassettutæki með nokkrum sæmilega háværum hvellum og svolitlu af grunsamlegum karlmannsskrækjum með. Það fór ekki á milli mála að sá á bandinu hafði orðið fyrir grófri áreitni konu sem var svo greinilega siðlaus. Halli bróðir hennar gargaði þetta inn á kassettu sem hún spilaði stöðugt: „Ég er búinn aö missa heyrnina. Ég finn hvergi annan þumalputtann. Ég er búinn að vera. Náið í sjúkrabíl í hvelli. Ég er dáinn, ég finn það svo greinilega." Nú, það var ekkert mál að halda tappanum heima alla nóttina. Hann ætlar ekki á fæt- ur oftar um áramót. Vonandi verð ég uppgötvuð fljótlega. Nýlega komu á markað hér á landi léttvín sem eru snauð og næstum laus við vínanda. Hér er um að ræða hvítvín, rauðvín og freyðivin frá hinum virta, þýska framleiðanda Huesgen. Með fullkomnum aðferðum hefur vinandinn verið fjar- lægður úr völdum léttvínum og útkoman er drykkur sem held- ur helstu einkennum vínsins - eins og bragði og ilmi. Því er unnt að njóta vínsins án þess að hin neikvæðu einkenni vín- andans komi fram í líkaman- um. Þess má jafnframt geta að Huesgen-vínin eru afar góð til matargerðar. Það spillir heldur ekki fyrir þessum vínandalausu vínum að þau innihalda helmingi færri hitaeiningar en venjulegt léttvín, svo ekki sé talað um bjór. Nú geta allir ekið öruggir heim úr áramótaveislunni eða af nýársgleöinni, þó þeir hafi Það er ekki nóg með að þessar léttvínstegundir séu vínanda- lausar heldur innihalda þær helmlngi færri hitaeiningar en venjulegt léttvín. skálað fyrir nýja árinu með freyðivín í glösum eða skolað hátíðarmatnum niður með hvítvíni eða rauðvíni af þessu tagi. Það er Islensk-ameríska verslunarfélagið sem flytur Huesgen- vínin inn og býður þau til sölu í verslunum um land allt. ÞRÁÐLAUS SÍMI SEM HÆFIR LÍFSSTÍL ÞEIRRA, SEM KJÓSA ÞAÐ ÞÆGILEGASTA. Verð kr. stgr. SÍÐUMÚLA 37 SÍMI 687570 VIÐURKENNDIR AF FJARSKiPTAEFTIRLITINU 26. TBL1991 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.