Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 40

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 40
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON 40 VIKAN 26. TBL.1991 Þrjú af verkum Sonju. Hún er brosmild og bjart yfir svipnum, inn- römmuðum af rauð- gullnu lokkaflóði. Hún heitir Sonia Renard og er ung, frönsk listakona sem býr og starfar í Hamborg. Hún lagði stund á listnám f heimalandi sínu og í Þýskalandi og starfar nú sem málari og myndhöggv- ari. List Soniu hefur flutt hana víða um heiminn og hún á eftir að fara víðar en til íslands kom hún í fyrsta sinn í júní á þessu ári. „Ég varð að fara aftur til Hamborgar mánuði síðar en stóð aðeins við þar í tíu daga og hugsaði stöðugt um ísland," segir hún. „Svo gekk ég við á ferðaskrifstofu og keypti mér miða til baka til íslands." Tilefni komu Soniu var þriðja alþjóðlega vinnustofa mynd- höggvara sem haldin var á vegum listahátíðar Hafnarfjarðar. Sverrir Ólafs- son myndhöggvari stóð fyrir hvoru tveggja en Sverri hafði Sonia hitt á alþjóðlegri vinnu- stofu myndhöggvara í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Skúlptúr Soniu á sýningunni í Hafnarfirði var risastór sími en henni eru hugleikin tengslin sem nútímamaðurinn hefur við miðlunartólin í kringum sig. Sonia hitti margt annarra lista- manna sem aðstöðu höfðu í Straumi meðan hún stóð við og kvaðst hún sérstaklega ánægð með hve vel hefði ver- ið að öllu staðið. Þegar Vikan hittir hana að máli hefur hún dvalið á eyjunni ísbláu í sex vikur og segir sig langa til að vera lengur. Hvers vegna? „Fólk er afar vingjarnlegt hérna," segir þessi sjarmer- andi listakona. „Hér hef ég eignast fleiri vini en ég eignað- ist á fjórum árum í Þýskalandi. Hér er auðvelt að komast í kynni við fólk. Mér er boöiö út um allt og Reykjavík er hæfi- lega lítil til þess að fólk hittist á götu. ísland er opið fyrir lista- fólki frá öðrum löndum og ég hef komist í góð sambönd hvað listina varðar. Svo fékk ég tækifæri til að vinna að stórum málverkum vegna þess að ég fékk til afnota tvö hundruð fermetra stúdíó í Straumi. Þessa aðstöðu hef ég ekki í Hamborg og það skiptir mig máli að fá að spreyta mig á nýjum flötum í listsköpun." ELDS ER VON Svaraði ísland til væntinga hennar í upphafi? „Ég kom hingað nánast af tilviljun og hafði ekki grun um við hverju væri að búast. Ég kom til að heimsækja Sverri en fyrir þann tíma vissi ég tæpast af tilvist íslands. Ég heillaðist strax af landslaginu. Þetta land virðist vera lifandi, jörðin er alltaf á hreyfingu og elds er ávallt von úr iðrum þess. Landið virðist einnig svolítið hættulegt, ólíkt Þýska- landi þar sem allt er öruggt og skipulagt. Ég hef á tilfinning- unni að fólkið sé svolítið líkt landinu. Á yfirborðinu virðist það rólegt en hefur þennan innri eld. Þetta kann ég vel við. Svo kynnist ég hliðum á sjálfri mér sem ég ekki þekkti áður. Hér hef ég gert hluti sem ég hef hvergi gert annars staðar. Hér hef ég líka upplifað að ferðast um landið á jeppa, drekka úr ám og klífa fjöll. Þetta er stórkostlegt." PERSÓNULEG EINANGRUN Eins og áður sagði sýndi Son- ia síma í Hafnarfirði og í Mex- Á Sonja fyrir framan vinnu- stofuna í Straumi. Listaverkið góða keypti kvikmynda- fyrirtækið Nýja bíó, eins og sagt er fró í við- talinu. UMÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.