Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 49

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 49
örlitlum mismun á loftslagi, fjölda sólskinsstunda og sam- setningu jarövegarins. Þekkt- ustu hlutar svæðisins og jafn- framt þeir bestu eru Grande Champagne og Petite Cham- pagne sem eru i héraðinu miðju. Samkvæmt frönskum lögum síðan 1938 má gæða- stimpillinn „Fine Champagne" aðeins fylgja því koníaki sem kemur frá þessum tveimur vinræktarsvæðum. Koníakið er framleitt úr vet- urgömlu, þurru og bragðmiklu hvítvini. Gerjunin tekur nokk- urn tíma en þann 31. mars á henni að vera lokið lögum samkvæmt og er það þá orðið 7-10 prósent að styrkleika. Tíminn er svo fastskorðaður vegna hættu á því að hið rétta jafnvægi á milli litar og lyktar spillist þegar hitnar í veðri. Þá tekur eimingin við. Hún fer fram í svepplaga pottum sem hafa verið nákvæmlega eins að gerð og lögun í meira en þrjár aldir. Eimingin er hæg og krefst bæði nákvæmni og yfirlegu. Nú verður til mjööur sem Frakkar kalla „brouillis", með styrkleika sem nemur 27-30 prósentum. Að því búnu er hann hitaður og þéttur enn meir eða þangað til styrk- leikinn er orðinn um 70 prósent. Þessu ferli er þá lokið og hið síðasta tekur við - geymslan eða lageringin. Koníakið er aðeins geymt í eikartunnum sem smíðaðar eru eftir ströngum reglum úr skráfþurri og gamalli eðaleik. I raun gerist nú þrennt - liturinn verður gullnari með tímanum, vínið dregur í sig bragð úr viðnum og styrkleikinn minnkar. UPPRUNI OG ALDUR Algengt er aö brandíi sé rugl- að saman við koníak. Þaö dregur nafn sitt af hollenska orðasambandinu „Gebrande Wijn“ sem þýðir brennt vín. í heiminum eru framleidd hundruð tegunda brandis. Að því ber hins vegar að gæta að Cognac, koníak, má sá einn brenndur drykkur heita sem rekur uppruna sinn til Cognac- héraösins í Frakklandi og framleiddur er í samræmi viö þargildandi lög og reglur. Koníakið er líka mismun- andi, bæði að eðli og gæðum. Það er enda svo að því er skipt niður í nokkra flokka - eftir því úr hvaða hluta héraðs- ins það kemur og hversu lengi það hefur verið geymt í eikar- tunnunum góðu áður en því var tappað á flöskur. því eru þær merktar á mismunandi hátt og koníakinu jafnvel gefið mismunandi heiti til aðgrein- ingar. Uppruni: Mest metna koníakið kemur frá tveimur bestu hlutum hér- aðsins, eins og áður var minnst á, Grand Champagne og Petite Champagne. Þegar á merkimiðanum stendur: Grande Fine Champagne Cognac á koníakið að fullu uppruna sinn að rekja til svæðisins sem í mestum met- um er, það er að segja Grand Champagne. Standi á miðanum Fine Champagne Cognac er að minnsta kosti helmingur fram- leiðslunnar frá ofangreinda svæðinu en hinn helmingurinn frá Petite Champagne. Aldur: 3-5 ára - ***, V.S., R.D., St. Martial, Bras Armé o.fl.: í raun er yngsta koníakið ekki yngra en þriggja ára. Þetta vín er prýðilegt en mörg- um þykir það of hrátt til þess að það geti kallast eðalt. Það er svolítið mismunandi eftir tegundum enda getur bragðið breyst mikið á fimm árum. 5-1 Oára- V.S.O.P., Réserve, Medallion: Bragðið er orðiö fyllra og með hverju árinu verður göfgi þess meiri. 10-35 ára - Napoléon, Extra, X.O., Pale & Dry, Cordon Bleu o.fl.: Á þessum aldri nær koniak- ið smám saman sínum mesta þroska. Bragðið er orðið enn mýkra og þokkafyllra og litur- inn orðinn gullinbrúnn. 35-55 ára: Koníakið fer nú að ná fulln- aðarþroska og sannarlega ástæðulaust að geyma það lengur í rykföllnum eikartunn- unum. Svo gamalt koníak er ekki á hverju strái. Fram- leiðendur eins og Remy Martin setja á markaðinn gamalt kon- íak sem þeir kenna við sjálfan Lúðvík konung 13. og kalla það því Louis XIII. Ekki skal fullyrt hér hvort það hefur náð 55 ára aldri en býsna gamalt er það engu að síður. Til að njóta hins góða drykkjar er best að hella hon- um í hæfilegu magni í viðeig- andi glös. Ekki skal koníakið í glasinu ná nema vel upp fyr- ir botninn, þá nýtur það sín best. Á þann hátt nær ilmur þess að njóta sín í glasinu og berst upp að vitum neytand- ans. í annan stað nær lófinn að hita sopann sem í glasinu er og bragðið verður enn betra. □ LAUGAVEGI 30 - SIMI 624225 SENDUM I POSTKROFU # PARÍSARbúðin AUSTURSTR/ETI 8 - SÍMI 14266
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.