Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 66

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 66
viðurkenna Michelle sem „al- vöru“ leikkonu. Hugsanlega er þaö vegna þess að hún hlaut ekki hefðbundið leikaranám heldur komst inn I skemmt- anaiðnaðinn eftir að hafa unn- ið fegurðarsamkeppni. Hún þurfti líka að berjast lengi til að sanna að hún gæti verið til annars en skreytingar. Hún byrjaöi feril sinn í sjónvarps- þáttum og ódýrum kvikmynd- um en fyrsta stóra hlutverkið hennar var söng- og danshlut- verk í Grease 2 árið 1982. Hlutverkið varð ekki til þess að hún næði að slá I gegn eins og hún hafði vonað. Ári síðarfékk Gagnrýnendur segja að hún hafi hæfileika til að grafa sig undir húð þeirrar persónu sem hún túlkar hverju sinni og virki því ávallt sönn. Það tók Michelle Pfeiffer tíma að sanna sig sem alvöruleikkona. Hún ræður við mismun- andi hlutverk og hana munar ekkert um að bregða sér í gervi karlmanns - eða hefðar- dömu frá fyrri tíð. hún þó verðugt viðfangsefni sem ísdrottningin Elvira f Scarface. SKAPMIKIL ÞOKKADÍS Michelle er ekki leikkona sem kafffærir áhorfendur meö yfir- Hún er sögð eiga ýmislegt sameiginlegt með leikkonunni Ritu Hayworth. þyrmandi tækni eins og Meryl Streep. Ef bera ætti hana saman við aðrar leikkonur þyrfti að fara aftur til fimmta áratugarins, til hinna kaldheitu þokkadísa á borð við Lauren Bacall og Ritu Hayworth. Það er einmitt sú síðarnefnda sem kemur upp f hugann þegar horft er á Michelle ofan á píanóinu í The Fabulous Baker Boys. Það sem aðskilur Michelle frá þessum stórfeng- legu fyrirrennurum er við- kvæmni hennar. Ein ástæðan fyrir því að konur, sem annars gætu haft tilhneigingu til að sneiða hjá annarri eins skutlu, eru jafnhrifnar af henni og karl- ar er sú að hún hefur hæfileika til að grafa sig inn undir húð þeirrar persónu sem hún leikur hverju sinni og virkar því ávallt sönn. Áhorfendum finnst aldr- ei að þeir séu að horfa á leik- konu selja sig, né heldur aö hún hafi aðeins komist áfram á útlitinu. Leikaðferð Michelle er hvorki hægt að læra, kenna né útskýra en innlifun hennar í hlutverkin veldur því að kvik- myndahúsagestir hafa samúð með persónum hennar. Hún segir að hún og hlutverkið renni saman í eitt og ef vel gangi veiti persónan henni stöðugan innblástur. Sumum virðist sem óörygg- ið hvetji hana til dáða og sjálf segist hún myndi gera hvaö sem væri til að verða sér ekki til skammar. Hún leggur mikla vinnu í hvert hlutverka sinna, ekki síst í Russla Houseen þar leikur hún sovéska mennta- konu sem smyglar út sovésk- um hernaðarleyndarmálum. Eftir kvikmyndatökuna í Moskvu segist hún í fyrsta sinn á ævinni hafa skilið upp- gjafartilfinningu hjá fólki. „Fram aö því hafði ég átt mín- ar erfiðu stundir en ég gaf aldr- ei upp vonina. Ég var aðeins í Rússlandi i sex vikur en bara það að komast milli staða var þolraun. Maður varð aö semja við leigubílstjórann til þess að komast heim. Það er erfitt aö hafa þaö á tilfinningunni að maöur fái engu ráðið.“ f upphafi tökunnar í Moskvu reyndi Michelle að berjast við skortinn og reglurnar í sov- ésku þjóðfélagi. Þegar hún komst að því að vestrænum kvikmyndafélögum er meinað að gefa sovéskum aukaleikur- um að borða á tökustað varð hún öskureið, rauk í burtu og neitaði að koma aftur nema Rússarnir fengju að borða með hinum. „í landi þar sem ekki er hægt að fá mat og ekki hægt að fá sápu var þetta fólk að horfa á okkur skófla í okkur fullum diskum af rjúkandi spaghettíi." Til að leysa úr málinu varð að kalla til embættismenn úr sovésku kvikmyndanefndinni. Þeir grátbáöu hana um að snúa aftur til vinnu sinnar og útskýrðu að hlutirnir væru ein- faldlega gerðir svona í henni Sovét. „Ég svaf ekki mikið þá nótt,“ segir hún. „Svo hugsaði ég með mér: Mikið er þetta amerískt af þér. Það er alltaf verið aö ásaka okkur fyrir þetta sem þjóð. Hvort ég hafði rétt eða rangt fyrir mér er ekki málið. Málið var: Hef ég rétt til þess sem utanaðkomandi aðili að þröngva tilfinningasemi minni upp á þessa menn- ingu?“ Næsta dag var hún komin á tökustað aftur. Þetta atvik átti þó eftir að hafa það í för með sér að hún náði að skilja hlut- verk sitt í Russia House betur. „Ég komst aö því að sovéska konan er miklu óvirkari en sú bandaríska. Feðraveldiö er enn við lýði í Rússlandi." „Það skyldi enginn vanmeta hana,“ segir Steve Kloves, leikstjóri Baker Boys. „Henni er mikið I mun að bæta sig stöðugt og víkka sjóndeildar- hringinn, enda má ekki minn- ast svo á bók við hana að hún kaupi hana ekki - og allar aðr- ar bækur höfundarins." SPENNANDI ÖFGAR Það eru margar mótsagnir í þessari veikbyggðu, áköfu konu sem eitt andartakið getur virst algerlega varnarlaus og það næsta seigari en leður. „Ég er óþolinmóð við sjálfa mig og hef alltaf verið það,“ segir hún. „Ég hef alltaf viljað fá allt í gær. Það er mikið myrkur í eðli mínu. Ekki að ég sé alltaf myrk en ég held alltaf að ég geti allt og ráði við allt, geti haldið öllum boltunum á lofti og skil svo ekki hvers vegna ég græt móðursýkis- lega í lok dagsins og get ekki sofiö. Það er stærsti kostur minn og mín mesta bölvun - að vera svona fjári sjálfri mér nóg.“ Myndin sem hún dregur upp af sjálfri sér er af öfgafullri manneskju. „Það er aldrei um neina hálfvelgju að ræða hjá mér,“ segir hún. „Væri ég Sean Penn væri ég búin að drepa einhvern núna. Hefði ég árásargirni karlmannsins sæti ég I fangelsi. Ég hefði til dæm- is hrint þessum Ijósmyndurum sem hanga fyrir utan veitinga- hús. Hrint þeirn." Eftir stendur aö hún er ein mest spennandi leikkona tf- unda áratugarins og þaö verð- ur áhugavert aö fylgjast með því hvernig hún beitir því valdi sem hún hefur öðlast innan kvikmyndaiðnaðarins. Eins og margar valdamiklar leikkonur á undan henni er hún búin að setja upp sitt eigiö framleiðslu- fyrirtæki í samvinnu við Orion- kvikmyndaveriö. Meðal verkefna á skrá er mynd um leikkonu sem svikin er af vinkonu sinni hjá gulu press- unni, samstarfsverkefni Michelle og Cher. Þessi fjölhæfa fegurðardís hefur hæfileikann til aö koma á óvart og er áreiðan- lega ekki búin aö segja sitt síðasta orð. □ 66 VIKAN 26. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.