Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 28

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 28
KENNIR SJÁLFSVÖRN Frh. af bls. 26 Ef haldiö er utan um konuna til dæmis er henni kennt aö nýta sér lausa líkamshluta, svo sem fætur, tennur og fleira. Konum er líka kennt aö losa tak. Ef kona er til aö mynda tekin hálstaki er henni kennt aö spenna fingur og jafnvel brjóta þá. (Muniö að hér er um sjálfsvörn að ræða.) Allt miðar aö því að gefa konunni tóm til að flýja. „Að slá út í loftið I ofboði og hræðslu eyðir bara orku,“ segir Björg. „Ótti virkar annaðhvort lamandi á mann eða maður hefur stjórn á hon- um og bregst rétt við. Grundvallaratriðin eru staða, öndun og að hrópa nei. Hróp eykur adrenalínið og með því magnast reiðin sem við virkjum og við finnum fyrir auknum krafti." Björg hjálpar nemendum sínum að byggja upp sjálfstraust. Hún kennir og þjálfar æfingar sem gera þá meðvitaöri um eigin líkama. Slök- un er líka liður í náminu. Þá eru brögðin æfð og smám saman eykst færni og öryggi nem- endanna. Konunum er einnig kennt hvernig bregðast skuli við ólíkum aðstæöum, svo sem ef ofbeldismaður er vopnaður. Eins og áöur sagði er mikil áhersla lögð á andlega hliö sjálfsvarnarinnar. Tilfinningar, sem fylgja í kjölfar líkamsárásar og nauðgunar, eru rædd- ar - hvernig vinna á gegn áfallinu. Fordómar - en þeir eru miklir- eru líka ræddir, svo og sifja- spell og það ef árásarmaöur er einhver sem fórnarlambi þykir vænt um. Því meiri sem fræöslan og þekkingin er því öruggari eru kon- urnar. Það hefur reyndar komið á daginn að í sum- um tilfellum hafa fjölskyldur, vinir eða sam- starfsmenn nemenda á námskeiðinu haft for- dóma gegn þessari kennslu. Ef fólk hugsar sig um getur það samt varla komist að annarri niðurstöðu en að þörfin sé brýn. Vissan um að stúlka kunni aö bregðast rétt við árás hlýtur að létta áhyggjum af foreldrum og öðrum að- standendum. Verri er vitneskjan um að starfsfólk Stíga- móta hefur margsinnis tekið á móti stúlkum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi en ekki þorað að segja sínum nánustu frá því. Tökum sem dæmi stúlku sem fer á dansleik. Þar fær hún sér nokkra drykki, þrátt fyrir að for- eldrar hennar hafi varað hana við áfengi. Áfengið sljóvgar stúlkuna, hún gætir ekki að sér á leiðinni heim og verður fyrir árás, annað- hvort af hálfu kunningja eða ókunnugs manns af götunni. Þegar hún loks kemst heim, í skelfi- legu ástandi og trúir móður sinni grátandi fyrir atburðum næturinnar, verður svarið kannski: „Var ég ekki búin að banna þér.. Svona viðbrögö auka á sjálfsásökun stúlk- unnar og sjálfsásökun er mjög algeng meðal þolenda kynferðislegs ofbeldis. „Ég veit að þetta er ekki mér að kenna en mér líður eins og þetta sé mér að kenna,“ er líka setning sem starfsmenn Stígamóta heyra oft. Þær eru líka ófáar, konurnar sem hefur ekki fundist sitt mál nógu alvarlegt til að leita sér hjálpar - oft ekki fyrr en í óefni er komið og vanlíðanin hefur skaðað þær verulega. Þaö er aldrei of oft sagt: NEI, ÞÝÐIR NEI. Konur hafa líka leyfi til að skipta um skoðun. Þótt kona hafi látið líklega en skipti um skoðun á elleftu stundu réttlætir það ekki að karlinn þvingi hana til samræðis. Karlmaður, er átti eitt sinn tal við Björgu, sagði henni eftirfarandi sögu: „Ég bauð stúlku út að borða. Ég keypti handa henni dress til að fara í, færði henni blómvönd þegar ég sótti hana og fór með hana á dýrasta veitingahús borgarinnar. Þar bauð ég henni mat og drykk á hægri og vinstri og sparaði ekkert til aö gera kvöldið sem ánægju- legast. Svo bauð ég stúlkunni heim og allt gekk vel. Við kysstumst og keluðum og leiðin ■ Björg hjálpar nemendum sínum að byggja upp sjálfstraust. Hún kennir og þjálfar æfingar sem gera þá meðvitaðri um eigin líkama. Konunum er einnig kennt hvernig bregðast skuli við ólíkum aðstæðum, svo sem ef ofbeldis- maður er vopnaður. ■ „Og hvað heldurðu, þarna lá stúlkan nakin uppi í rúmi hjá mér en segir allt í einu STOPP! Nei — ég vil þetta ekki! Hafði hún leyfi til þess? Ég varð alveg ofsalega reiður. Hefði það talist nauðgun hefði ég ekki stoppað?“ lá upp í rúm. Og hvað heldurðu, þarna lá stúlk- an nakin uppi í rúmi hjá mér en segir allt i einu STOPP. Nei - ég vil þetta ekki! Hafði hún leyfi til þess? Ég varð alveg ofsalega reiður. Hefði það talist nauðgun hefði ég ekki stoppað?" Svarið, sem Björg gaf manninum, var: „Já.“ Svo einfalt er það. NEI ÞÝÐIR NEI. Og aftur: KONUR HAFA LEYFI TIL AÐ SKIPTA UM SKOÐUN. Karlar hafa fullt leyfi til að verða reiðir en þeir verða að virða nei-ið. Þetta þurfa allir að með- taka. Skyldi ekki mörg stúlkan hafa þegiö boö herra um kvöldverð á veitingastað og fundist hún skuldbundin til að gjalda í blíðu og gert það? Stúlkum er kennt í uppvextinum að vera blíðar og þægilegar í umgengni og smám saman síast inn í þær að það séu frekjur sem segja nei. Þetta eru nú bara vangaveltur - en skyldi ekki vera eitthvað til í þessu? „í uppvexti ættum við öll aö læra að virða rétt hvers og eins til síns „rýmis“,“ segir Björg. Foreldrar eiga líka að virða rými barns síns. „Þetta er mitt rýrni," segir Björg og myndar hring í kringum sig með hendinni, „og inn í það ætti enginn að koma nema ég bjóði honum það.“ Drengir, sem læra þetta ungir, verða varla kynferðisafbrotamenn þegar þeir vaxa úr grasi. Auövitað ætti forvarnarstarfið gegn kyn- ferðislegu ofbeldi að byrja í bernsku. Björg hefur kennt sjálfsvörn í nokkrum fram- haldsskólum. Foreldrafélög nokkurra grunn- skóla borgarinnar hafa lika fengið hana til að kenna stúlkum í 9. og 10. bekk sjálfsvörn í frjálsum íþróttatímum. Drengjunum í skólun- um finnst sér aö vonum ógnað þegar þeir eru utan dyra og vita að inni er verið að kenna stelpunum fantabrögð. „Ég er ekkert ánægð að vita af strákunum úti í kuldanum. Þeir þyrftu á sama tíma að fá tilsögn í formi fyrirlestra um þessi mál og fá tækifæri til að tjá sig. Tjáskipti eru viðkvæm á þessum árum og misskilningur tíður. Ef fræðsla væri almenn yrði nauðsynin fyrir sjálfs- varnarnámskeið stúlkna kannski minni,“ segir Björg. „En ég endurtek að þarna er ekki verið að stuðla að auknu ofbeldi heldur draga úr því. Það er brýnt fyrir stúlkunum að misnota ekki þá ábyrgð sem þessari kunnáttu fylgir. Ráðist enginn á þær þurfa þær aldrei að nýta kunnátt- una.“ Hér fylgir sönn saga af ungri stúlku sem hef- ur lært sjálfsvörn hjá Björgu. Þetta er aðeins lítið dæmi um breytt viðbrögð og öryggið sem námskeiðið gefur: Stúlkan fer oft á böll og það gerði hún líka áður en hún fór á námskeiðið. Áður hafði hún oft orðið fyrir því, eins og fleiri stúlkur, aö menn voru að klípa í hana og strjúka. Hún hafði þá farið hjá sér, roönað og litið í kringum sig til að athuga hvort nokkur hefði tekið eftir þessu niðurlægjandi atviki. Eftir námskeiðið bregst hún allt öðruvísi við. Hún grípur í höndina á káfaranum, lítur harkalega á hann og segir hárri, strangri röddu, þannig að allir í kring heyra: „Láttu þér ekki detta [ hug aö reyna þetta aftur.“ Viðbrögðin - skömm - sem áður voru hennar eru nú káfarans. Eftirfarandi skilgreining á nauðgun, sifja- spellum og kynferðislegri áreitni er fengið að láni úr bæklingi Stígamóta: Nauðgun er ofbeldisverk, þar sem um er að ræða þvingun til kynferðislegra samskipta, hvort sem ofbeldismaðurinn er ókunnur, kunn- ingi, vinur eöa eiginmaður. Sifjaspell hafa átt sér stað þegar fullorðinn, skyldur eða nákominn, í skjóli valds síns notar börn til þess að fullnægja kynferðislegum þörf- um sínum - hvort sem hann sýnir sig beran, þuklar á barninu, lætur barnið þukla á sér eða hefur við það samfarir. Með nákomnum er átt við hvern þann sem barnið er háð eða ber traust til. Það gæti verið foreldri eða systkini, afi eða langafi, frændi eða mágur, kennari, bóndinn í sveitinni eða heimilisvinur - eigin- lega hver sem er. Kynferðisleg áreitni er kynferðisleg athygli sem ekki er óskað eftir, né boðið upp á, af þol- andanum. Hún getur birst í kynferðislegum að- dróttunum; snertingu, svo sem klípi, því að nudda sér upp að, strokum; bröndurum, at- hugasemdum um útlit, kynferðislegum tilboð- um o.s.frv. Kynferðisleg áreitni getur haft þær afleiðing- ar á starf konunnar að það veikir sjálfstraust hennar í vinnunni, hindrar hana í að vinna starf sitt sómasamlega, eykur á streitu og ógnar ör- yggi á vinnustað. Vegna þessa minnka líkur á stöðuhækkun og hefur það þannig áhrif á lífs- afkomu konunnar í heild. Kynferðisleg áreitni getur haft þær afleiðing- ar á konuna að hún getur fundið fyrir tauga- óstyrk, þyngdartapi, svefnleysi, almennri van- sæld, minnkandi sjálfsöryggi og félagslegri einangrun. □ 28 VIKAN 26. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.