Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 62

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 62
segja einn mjög stóran út- blástursventil og tvo minni inn- sogsventla. Þetta veldur því að gegnumstreymi loftsins verður virkara og eldsneytis- nýtingin því betri. Það sést á því að eftir að 75 hestafla vélin ▲ Aftur- hlerinn er óvenju stór og auðveld- ar mjög hleðslu farangurs. var endurhönnuð á þennan hátt skilar hún 87 hestöflum án aukinnar eyðslu. Fjöðrun Lancersins er mjög góð og kemur þar að góðum notum sú þekking sem fengist hefur með áralangri þátttöku Lancer-bíla í rallakstri. Fjöðrunin er hæfilega stinn og veitir örugga stjórn á bílnum í beygjum og á malarvegi. Þar sem hann er einnig óvenju sporvíður veitir það honum rásfestu og stöðugleika við erfið skilyrði. Fjöðrunarbúnað- urinn er mjög vel einangraður frá yfirbyggingunni sem veldur því að veghljóð og högg finn- ast sama sem ekkert inn. Verð Lancersins kemur á óvart en það er á bilinu um 1038 þúsund til 1318 þúsund miðað við staðgreiðslu. Liggur verðmunurinn í því hvort tek- inn er bíll með sjálf- eða bein- skiptingu og/eða sítengdu al- drifi. Það má með sanni segja að Mitsubishi Lancer hlaðbakur sé í senn hagkvæmur og fjöl- hæfur fjölskyldubíll, með sportlega aksturseiginleika og virðulegt en samt létt yfir- bragð. Það er Hekla hf., Laugavegi 170-174 í Reykjavík, sem er með umboð fyrir þessa bíla. Bíllinn sem Vikan reynsluók var frá söluumboði Heklu fyrir Mitsubishi bílana á Akureyri sem er Höldur sf., Tryggva- braut 12. □ LISTIN AÐ LÆRA Frh. af bls 59 liggur í því að kenna nemend- um að hugsa á markvissan, sjálfstæðan og hæfileikríkan hátt.“ - Geta allir orðið hæfir hugsuðir? „Einstaklingar nálgast við- fangsefni sitt og markmið á mjög ólíkan hátt og lærdómur liggur vissulega misvel fyrir fólki. Engin ein leið að lokatak- markinu er þó réttari eða betri en önnur svo lengi sem hún skilar nemandanum vel áleið- is. Þegar hver einstakur nem- andi er búinn að finna á hvern hátt hugsun hans er virkust er hann sinn eigin fararstjóri í ferðinni að takmarki sínu. Ef við lítum á tvo nóbelsverð- launahafa í eðlisfræði kom- umst við að því að þótt þeir hugsi ef til vill á mjög ólíkan hátt eru þeir engu að siður báðir fremstir á sínu sviði. Það finnst mér mjög heillandi staðreynd." - Hvað olli þessari áherslu- breytingu í kennslufræðum? „Víða i háskólum er fimm hundruð til þúsund nemendum kennt í einni og sömu kennslu- stundinni og ég veit dæmi þess að i kanadískum háskól- ■ Engin ein leið að lokatak- markinu er réttari eða betri en önnur svo lengi sem hún skilar nemandanum vel óleiðis. ■ Starf mitt felst í því að gera hóskólana samkeppnishœfa við einkakennslumarkaðinn með því að bœta kennslu- aðferðir þeirra. um sitja allt að átján hundruð nemendur í einum sálfræði- tíma. Notaðir eru sömu salir fyrir kennsluna og rokktónleika og kennarinn er í órafjarlægð frá nemendum. Það segir sig sjálft að nemendurnir ná ekki góðum árangri við svo fárán- legar kennsluaðstæður. Afleiðing þessa er sú að at- vinnurekendur fá sífellt verr undirbúna starfskrafta í vinnu. Léleg kennsla í háskólum er því orðin að efnahagslegu vandamáli og mótleikur at- vinnurekenda er að setja á stofn sína eigin skóla. Með því móti vita þeir nákvæmlega í hvernig starfskröftum þeir eru að fjárfesta og fá sfðar til vinnu. Mörg þessara fyrirtækja veittu áður fé til háskólanna en nota peningana núna ein- göngu til þess að byggja upp eigin skóla. Núna er svo komið að einkaskólarnir freista unga fólksins sífelt meira því þar tel- ur það sig fá betri kennslu en í yfirhlöðnum háskólum. Háskólayfirvöld verða því að spyrja sig hvað sé að. Starf mitt felst í því að gera háskól- ana samkeppnishæfa við einkakennslumarkaðinn með þvf að bæta kennsluaðferðir þeirra." ■ Þegar farið verður að meta kennsluhœfileika við stöðuhœkkanir innan hó- skólanna fer okkur að miða hraðar ófram. BREYTTAR ÁHERSLUR Þær kröfur hafa verið gerðar til umsækjenda prófessorsem- bætta innan háskóla að þeir eigi að baki lágmarks rann- sóknarvinnu og að eftir þá liggi ákveðið magn útgefins efnis. - Telur þú að kennsluhæfi- leikar umsækjenda eigi ef til vill eftir að vega þyngra við stöðuveitingar í framtíðinni heldur en rannsóknarvinna og útgefið efni þeirra? „Já, ég tel mig sjá hægfara breytingu í þá átt. Háskólayfir- völd eru að vísu mislengi að sjá mikilvægi þess að hafa á að skipa góðum kennurum. Sumir háskólar munu eflaust áfram leggja aðaláherslu á að umsækjendur um prófessors- embætti eigi að baki rann- sóknir og hafi gefið út svo og svo mikið efni. En ég vona að í framtíðinni muni gæði kennslunnar vega að minnsta kosti til jafns á við þá þætti.“ - Hvernig heldur þú að há- skólar og kennarar komi til með að tileinka sér breyttar áherslur kennslufræðinnar ( framtíðinni? „Ég held að það eigi margt eftir að gerast á þessu sviði á allra næstu árum. Ef unnt er aö bæta kennsluna og sanna það með hjálp tölvuhugbúnaö- arins geta háskólayfirvöld ekki litið fram hjá því. Þegar farið verður að meta kennsluhæfi- leika við stöðuhækkanir innan háskólanna fer okkur að miða hraðar áfram. Um leið verða kennararnir áhugasamari að læra meira um bættar kennsluaðferðir, sem leiðir til enn betri kennslu og betri ár- angurs nemenda. Eftir að hjól- ið er komið af stað verður ekki aftur snúið.“ □ 62 VIKAN 26. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.