Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 44

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 44
▲ Þessi hnáta var að mála mynd af leikskólanum sínum. sagöi hann aö starfsemin þar væri ekki svo mjög frábrugðin því sem tíðkaðist annars staðar. „Við kappkostum að skapa börnunum heilbrigðar fyrirmyndir og að hafa fyrir þeim lífshætti, hluti og fyrir- bæri sem þau geta síðan lært af. Við reynum að gefa börn- unum eins mikið frjálsræði og mögulegt er svo þau geti verið eins og þeim er eiginlegt. Um hefðbundna kennslu af ein- hverju tagi er ekki að ræða. Við segjum þeim til dæmis litla sögu til þess að koma í- myndunaraflinu af stað. Það má segja að við ýtum bátnum úr vör og síðan eiga börnin að Leikföngin eru einföld og smlðuð úr náttúruleg- vinna Úr SÖgunni. Við tökum um efnum og vingjarnlegum, eins og tré. þá fyrir efni sem við erum að Rjóð í kinnum og ánægð með tilveruna. vinna með hverju sinni svo að sagan hafi beina skírskotun til raunveruleikans. Það er líka mikilvægt að okkar mati aö börnunum sé sögðsagan. Því verður frásögnin að vera lif- andi en ekki lesin upp af bók eða blaði.“ HEILBRIGT UMHVERFI Ylur stendur í nógu mikilli fjar- lægð frá ys og þys borgarinnar til þess að sá sem þangaö kemur hafi á tilfinningunni að hann sé uppi í sveit, þar sem náttúran leikur aðalhlutverkið. Snorri var spurður að því hvort það væri ekki erfitt að vera svo langt frá bænum. Hann sagði að það hefði fleiri kosti en galla en auðvitað væri tölu- verður kostnaðarauki að þurfa að flytja börnin með rútu til og frá leikskólanum. „Við leggjum aftur á móti mikið upp úr því að skapa börnunum fallegt og heilbrigt umhverfi," sagði hann, „þar sem bæði ríkir hlýja og vin- semd og það sé þeim því heil- brigður innblástur I lífið, eins og allt sem fram fer í leik- skólanum. í Waldorf-skólun- um er einnig lögð áhersla að hafa sem mest í umhverfi barnanna úr náttúrulegum efnum. Þar á meðal eru viðar- klæðningar og húsgögn. Einn- ig er föndrað úr vistvænum hlutum og má til dæmis nefna vatnsliti og býflugnavax í því sambandi. Hvað leikföngin varðar þá eru þau höfð eins einföld og frekast er kostur og oft eru þau búin til af starfsfólk- inu og börnunum sjálfum. Dúkkurnar eru til dæmis saum- aðar úr bómullarefni og síð- an fylltar með ull. Við gerum líka mikið að því að fá efni úr umhverfi barnanna, steina, tré, skeljar og fleira, sem þau síðan vinna með, byggja eitthvað úr og þar fram eftir götunum. Úr hlutum af þessu tagi búa börnin til ýmis fyrir- bæri sem þau þekkja úr dag- legu lífi. Þetta örvar ímynd- unaraflið og sköpunargleð- ina.“ HIN EÐLILEGA HRYNJANDI Snorri sagði aö Waldorf-skóla- starfið byggðist mjög mikið á því að hafa reglu á hlutunum og venja börnin við þá hrynj- andi sem er þeim eiginleg - og allt líf á jörðinni byggist á. Hann var beðinn um að skýra þetta nánar. „Þá á ég við fyrir- bæri eins og reglulega öndun, hjartslátt, mun dags og nætur, árstíðirnar og svo framvegis. Allan ársins hring vinnum við samkvæmt þessu og árstíðirn- ar skipta miklu máli í starfi okkar. Við notum mikinn tíma til að fara meö börnin út í guðsgræna náttúruna og höf- um síðan á hverjum degi ein- hverja uppstillingu innandyra, sem tengist henni, hvort sem er að vetri, vori, sumri eða hausti. Dagurinn gengur þannig fyr- ir sig hjá okkur að við hittumst ■ í rútunni klukkan hálfnlu á morgnana, á bílastæðinu við Kringluna, og erum komin hingað upp eftir klukkan níu. Þá byrjum við á því að bjóða hvert öðru góðan daginn og að því búnu hefst morgunsöngur. Því næst er frjáls leikur til klukkan tíu en þá fáum við okkur morgunhressingu. Við tökum ekki beinan þátt í leikn- um og reynum að komast hjá því að leiða hann. Við erum því eins og umhverfi fyrir börn- in því við erum aldrei langt undan. Að lokinni hressing- unni tekur viö þemavinna en hver dagur vikunnar hefur á- kveðið þema. Hún mótast allt- af af árstíðinni hverju sinni og ýmsu því sem er að gerast í náttúrunni. Til skýringar má nefna að á mánudögum mál- um við, á þriðjudögum bökum við, við föndrum síðan á mið- vikudögum, vinnum með vax á fimmtudögum og tökum til og þrífum á föstudögum. Þegar þemavinnunni er lok- ið tekur við útivist fram að há- degi. Eftir matinn er sögutími og þá frjáls leikur fram til tvö en þá förum við að undirbúa ferðina heim á leið fyrir fyrri hópinn, sem er kominn til borgarinnar um þrjúleytið. Eftir að hluti barnanna er farinn heim verður andrúmsloftið hjá okkur meira eins og á venju- legu heimili því þau sem eftir sitja eru ekki svo mörg. Þau eru yfirleitt orðin þreytt á mikl- um leikjum og skapandi starfi á þessum tíma og athafna- semin orðin minni." Að sögn Snorra gengur rekstur Yls ágætlega með þeim tuttugu börnum sem þar eru um þessar mundir. Hann sagði að fjöldinn væri mjög heppilegur en unnt væri að bæta fimm til sjö börnum við með góðu móti. Leikskólinn fær rekstrar- styrk frá tveimur bæjarfélög- um, Kópavogi og Reykjavík. Gjaldið er 23.000 krónur fyrir nlu tíma vistun en 19.000 fyrir þá skemmri og á það við börn úr Kópavogi. Gjaldið fyrir Reykjavíkurbörnin er nokkru hærra. 44 VIKAN 26. TBL. 1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.