Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 30

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 30
FRÉTTIR AF SNYRTIVÖRUM TRESOR-baðlínan frá Lancóme í París er nú loksins komin með hin- um vinsæla, samnefnda ilmi. í línunni er húðmjólk, húðkrem, sturtusápa, svitalyktareyðir og sápa. TRESOR-baðlínan er [ afar fallegum, ferskjulituðum umbúðum. LAUREN frá Ralph Lauren er nú komið á markaðinn á ný eftir nokkurt hlé. Þessi sígildi, ameríski ilmur er fáanlegur sem ilmvatn og einnig sem „eau de toilette". Umbúðirnar eru vínrauðar með gylltri rönd. Hér er á ferðinni einkar góður og aðlaðandi ilmur. 30 VIKAN 26. TBL.1991 NÝJUNG í HREINSIKREMUM FRÁ CLARINS: MIKILV&GI RÉTTRAR HÚÐHREINSUNAR Mikið er til á markaðn- um af því sem kall- ast húðhreinsikrem en þeir sem þau nota verða að gera sér grein fyrir hvernig þau vinna því það er aðalatriðið. Hægt væri að kalla venjulega fljótandi sápu hreinsikrem ef út í það er farið. Fyrirtækið Clarins, einn af þekktari snyrtivörufram- leiðendum heims, hefur rann- sakað hvernig hreinsa beri húðina á réttan hátt. Endur- speglast niðurstaða þeirra rannsókna í nýrri vöru sem heitir á frummálinu Doux Gommage Polisant eða á ensku Gentel Exfolating Refin- er og er þessi vara hugsuð til nota fyrir andlit. Þetta efni, sem er í formi krems, sér um að viðhalda frískleika húðarinnar en í efstu lögum hennar má oft finna mikið af dauðum húðfrumum og óhreinindum sem venjuleg sápa vinnur ekki á. Þetta samsetta efni gegnir tvöföldu hlutverki. Það losar húðina við dauðar frumur og óhreinindi ásamt því að byggja vel upp þær frumur hennar sem undir liggja. Það er mjög mikilvægt að losa húðina við dauðu frum- urnar og þá viðbótarfitu sem vill hlaðast upp, sérstaklega fyrir fólk sem komið er af létt- asta skeiði. Á þessu eðlilega ferli hægist með aldrinum og mikið liggur við að frumurnar undir þessu lagi lifi sem heil- brigðustu lífi. Með því helst æska húðarinnar lengst. Hin virkni kremsins felst í því að byggja hinar lifandi undirliggjandi frumur upp. Leyndardómur þess er feng- inn úr þykkni plantna á borð viö butcher’s broom, sem finnst við Miðjarðarhafið og í Suðaustur-Asíu, og stuðlar að betri efnaskiptum frumunnar. Það ýtir einnig undir eölilega endurnýjun frumanna. Einnig má finna í því mimosa tenui- flora-þykkni sem hefur græð- andi og mýkjandi áhrif þannig að húðin verður silkimjúk. Einn af aðalkostum krems- ins er aö það hentar öllum húðgerðum, einnig þeim allra viðkvæmustu. Það er meðal annars vegna fjölbreytilegrar efnasamsetningar þess. Kremið er notað þannig að það er borið í þunnu lagi á andlitið sem hefur áður verið hreinsað vel með Clarins hreinsikremi. Forðast ber samt að bera það á svæöi nálægt augum. Kreminu er jafnaö yfir húðina með léttum hringhreyf- ingum þannig að meðal ann- ars dauðar húðfrumur og fita nái að losnafrá húðinni. Krem- ið er síðan hreinsað af með köldu vatni. Svona meðferð einu sinni til tvisvar í viku á að nægja til að ná þeim frábæra árangri sem notkun þessara vara býður upp á. □ Frá Academie fyrir vetrarkuldann Til að verja húðina gegn þurrkandi áhrifum kulda, sólar og vinds hefur Aca- demie þróað Soin Ultra Pro- tecteur kremið. Áhrif kremsins á húðina eru tvenns konar: 1. Með því aö mynda ein- angrunarhimnu milli húðar og kuldans sem leikur um húðina hlífir kremið henni gegn raka- tapi og jafnvel háræðasliti sem kuldinn getur valdið. 2. Kremið tryggir að raka- og fitujafnvægi húðarinnar helst jafnt allan daginn, sem er sérlega mikilvægt yfir vetrar- tímann. Með því á að vera tryggt að húðin helst varin ásamt því aö hún fær þá örvun og næringu sem hún þarfnast. Soin Ultra Protecteur gefur matta áferð og hentar því jafn- vel eitt sér eins og undirlag fyrir farða. Soin Ultra Protecteurer ætl- að fyrir mjög þurra húð allan ársins hring eða sem kulda- vörn fyrir allar húðgerðir, kon- ur jafnt sem karla. □ TEXTI: PORSTEINN ERLINGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.