Vikan


Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 88

Vikan - 27.12.1991, Blaðsíða 88
TEXTI: GUÐNÝ P. MAGNÚSDÓTTIR / LJÓSM,: BINNI Helmingur íslenskra barna fær enga tón- listarkennslu í grunn- skólum landsins þó það hljóti að teljast bæði eðlilegur og mikilvægur þáttur í uppeldi þeirra. Með þeim öru breyting- um sem hafa átt sér stað í ís- lensku þjóðfélagi síðustu ár hefur dregið stórlega úr söng- iðkun á heimilum og því er svo komið að sum börn kunna hvorki algengustu lög né texta. Hinn almenni kennari hefur í flestum tilfellum litla menntun til að bæta úr þessari brotalöm enda hafa þeir margir farið í gegnum nám í grunnskóla og menntaskóla án nokkurrar kennslu í tónlist. Því getur svo farið að söngiðkun, sem eitt sinn var svo rík meðal þjóðar- innar, muni deyja út. Til að ÁR SÖNGSINS: KUNNA HVORKI LÖG NÉ TEXTA Viðtal við Þórunni Björnsdóttur, formann tónmenntakennarafélags íslands koma i veg fyrir að svo verði hefur Tónlistarbandalag ís- lands nú hrundið af stað átaki til að vekja athygli á þessum vanda og reyna með því að stsuðla að aukinni söngiðkun meðal þjóðarinnar. Vikan leit- aði til Þórunnar Bjömsdóttur, for- manns Tónmenntakennara- félags Islands, og innti hana eftir aðdraganda og fram- kvæmd árs söngsins. Hugmyndin að ári söngsins er upphaflega komin frá Elíasi Davíðssyni tónmennta- kennara. Honum hefur eins og öðrum tónlistarkennurum ver- ið Ijóst að það er víða pottur brotinn í tónlistarkennslu og söngiðkun hér á landi. Fyrir nokkrum árum var gerð könn- un sem leiddi i Ijós að um 50 prósent skólabarna njóta engrar tónlistarkennslu innan grunnskólans, þó að tónmennt sé ein af skyldunámsgreinunum. Þetta ástand hefur ekki lagast nema síður sé. Tónlistarmenn vilja vekja athygli á þessari brotalöm í íslensku þjóðfélagi og um leið gera átak til bóta. Þannig er ár söngsins tilkomið. Það er mikilvægt að ráðamenn þjóðarinnar, stjórnendur grunnskóla og tónlistarskóla og reyndar allir aðrir geri sér grein fyrir ástandinu og hjálpi okkur að axla þessa ábyrgð. Það hefur enginn leyfi til að hlunnfara helming íslenskra skólabarna um jafneðlilegan þátt í uppeldinu og tónlistar- kennslu. KUNNA HVORKI LÖG NÉ TEXTA Það hefur komið í Ijós að inn- an grunnskólans eru mörg börn sem kunna hvorki al- gengustu lög né texta. Ástæð- urnar eru án efa margar en lík- lega hefur sjónvarpið aö stór- um hluta til tekið að sér hlut- verk foreldranna til dæmis hvað varðar aö segja börnun- um sögur og syngja með þeim. Það væri kannski rétt að við leituðum enn frekar til sjón- varpsins um hjálp í þessu efni. Stundin okkar er nú einmitt að kenna þeim ýmsa söngva og vonum við að það skili árangri. Önnur ástæða er án efa sú að þorri almennra kennara er hættur að syngja með börnun- um. Hér áður fyrr tíðkaðist að börn væru látin syngja í upp- hafi hvers skóladags en því miður hefur sá siður víða verið aflagður. Ef til vill er þetta skiljanleg þróun þar sem þeir kennarar sem hafa útskrifast á síðastliðnum árum hafa sumir hverjir hvorki hlotiö tónlistar- kennslu í grunnskóla né í menntaskóla og því miöur ekki nægilega í Kennaraháskólan- um. Það er staðreynd að kennarar eru nú mun verr undirbúnir tónlistarlega séð en fyrir nokkrum áratugum. Öllum hlýtur aö vera Ijós nauðsyn þess að úr þessu verði bætt hið fyrsta. HVAÐ ER SVO GLATT Síðasta vetur gerðum við óformlega könnun á því hvaða íslensk lög fólk teldi að allir landsmenn ættu að kunna. Rúmlega þúsund manns voru beðnir um að nefna tíu lög og í yfir 90 prósent tilfella voru menn sammála um lög eins og Á Sprengisandi, Öxar við ána og Nú er frost á Fróni. Könnunin náði til nemenda og kennara tveggja grunnskóla, eins fjölbrautaskóla og tveggja vinnustaða. Það er Ijóst af niðurstöðum könnunarinnar að gömlu góðu lögin standa (slendingum næst hjarta. Unga fólkið reyndist mun þjóð- legra en það eldra því undan- tekningalítið setti það þjóð- sönginn í fyrsta sæti. Ég valdi síðan þau lög sem flest at- kvæði hlutu og bætti við nokkr- um perlum þannig að úr varð nokkuð heildstætt lagasafn. Lögin koma út í tveim heftum, annað fyrir söng ein- göngu en hitt fyrif pianó og söng. Útsetningarnar eru léttar og ættu því að nýtast flestum. Það er von mín að með því að gera lögin aðgengileg fólki á þennan hátt aukist söngiðkun til muna. Einnig vona ég að lögð verði aukin áhersla á að kenna undirleik laganna í tón- listarskólum því mér hefur virst að þrátt fyrir nokkurra ára nám á hljóðfæri séu fæstir nemendur færir um að leika undir söng. Að hluta til er skýr- inga á þessu að leita í þvi að nemendur tónlistarskólanna fá sjaldan að leika eftir eyranu. Einnig væri gaman og um leið mikilvægt að samstarf og samvinna næðist með grunn- skólum og tónlistarskólum en allt of lítið hefur reynt á slíkt með þessum tveimur stofnun- um. Til að bæta úr því ætlum við að reyna að koma á sam- starfsviku i byrjun marsmán- aðar og fá þá nemendur og kennara tónlistarskólanna til að heimsækja grunnskólana og leika undir söng þannig að úr verði ein allsherjar söng- vika. □ ▲ Þórunn Björnsdótt- ir ásamt nokkrum nemendum sínum sem hún þjálfar í kórsöng auk þess að veita þeim al- menna tón- mennta- kennslu. 88 VIKAN 26. TBL.1991
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.